Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 34

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 34
Forsætisráðherra glottir út í annað Kceri draumráöandi! Mig langar að biðja þig að reyna að ráða erfiðan draum sem mig dreymdi í nótt. Hann er á þessa leið: Maðurinn minn og ég vorum komin niður í bæ og hann leggur bílnum sínum móts við dyrnar á gamla símstöðvarhúsinu. Þegar ég kem út sé ég þúsund króna seðil í göturæsinu. Ég bið manninn minn að láta hann í úlpu- vasa sinn og hann gerir það. Svo göngum við áfram í áttina að Kirkju- stræti og styðjum hvort annað, af því það er krap á götunni. Þá sjáum við tvo fimm þúsund króna seðla fyrir fótum okkar. „ Voða/egt er að sjá hvernig fólkið fer með peningana sína. ” Hann tekur þá og lætur líka í úlpuvasa sinn. Þá sjáum við meiri peninga undir einum bílnum. Það eru þúsund króna seðlar, mikið stærri um sig heldur en venjulega. Ég fer að telja, þá eru tveir bunkar í klemmu með tíu þúsundum og fjórir lausir. Við förum að reyna að rúlla þessu upp í pakka og við erum ekkert hrifm. Þetta er eins stórt um sig og stofuborðið. „Þessu verðum við nú bara að koma á Lögreglustöðina. ” SVo göngum við áfram með peningapakkann á milli okkar. Þá dynur yfir haglél með roki og við ætlum að leita skjóls. Þá erum við komin að dyrum Alþingishússins. Ég geng að þeim og tek í húninn. Það er eins og við förum inn með pakkann og hann verður sífellt fyrirferðarmeiri og égfyrirverð mig svofyrir að standa þarna. Þá er eins og opnist veggur á móti okkur til vinstri við dyrnar og ég sé alla þá, sem nú skipa ríkisstjórn íslands. Fyrir þeim gengur forsætis- ráðherra föstum öruggum skrefum og glottir út í annað, en ég þykist sjá að hann sé reiðubúinn að mæta hverjum vanda. Svo ganga aðrir í tvöfaldri röð. Nœstur menntamálaráðherra, hann glottir, en það glott er frosið og kalt. Þar næstur sjávarútvegsráðherra, ekki brosir hann, en ég þykist sjá að hann vilji gera alla hluti vel, þar næst gengur viðskiptaráðherra, hann er alvarlegur mjög og þykist ég sjá að hann vilji hvergi hopa. Nokkru aftar gengur iðnaðarráðherra ogfæ ég ekkert ráðið af svip hans, né hinna, sem fjœr ganga. Allir eru þeir mjög vel klæddir ogþeir yngri menn vel á sig komnir. Enginn kemur og skiptir sér af okkur. Við ætlum að bíða þarna meðan élinu linnir. Það opnast dyr 34 Vikan 9. tbl. Mig dreymdi móti útidyrunum og þeir ganga allir þar inn. Þá fara að koma alþingismenn og ganga allir inn um sömu dyr og staldra ekki við. Ég fer að verða rólegri og fmnst að þessir menn eigi lítið meira erindi en við, sem erum bara að bíða af okkur óveðrið. Svo fer ég að svipast um, hvort ég sjái ekki annað fólk. Þá sé ég mann, sem við þekkjum og getum kallað M. Ég ávarpa hann, og snýr hann sér~þá við. Þá sé ég að það er yngri bróðir hans, sem við getum kallaðÁ. Ég bið hann afsaka misgripin. Hann sagði það vera í lagi og hann þekkti mig. Ég segi honum erindi okkar og af hverju við erum þarna komin. Hann segir: „Það tekur því ekki að vera að fara með þetta niðrá stöð. Það er ekki þess virði fyrir þann, sem á það. Hirtu þetta bara manneskja, þið getið barafleygtþví í skottið á leiðinni heim. ” Þá fer ég að hugsa að það séum við sem ólumst upp í,,kreppunni", sem höfum brenglað verðmœtamat, við „sem sáum ekki aur” skiljum ekki gang mála í dag. Þegar hér er komið flnn ég að maðurinn minn er að ýta við mér og ég heyri hann segja: „Er ekki kominn tími til að fá sér kaffl?” Ég lít á klukkuna. Hún er 8.30, ég er dauðþreytt og segi honum drauminn meðan ég er að jafna mig. Með fyrirfram þökk. Gulla Ýmsir óvæntir atburðir eru í vændum og þið hjónin eigið sennilega i vök að verjast á fleiri en einu sviði. Ykkur hlotnast óvæntir peningar, en ættuð þó að fara varlega í fjármálum, því ekki er allt sem sýnist og mikil vaxtabyrði gæti komið mjög illa við ykkur á næsta ári. Dökkt ástand í fjármálum og aðrir erfiðleikar valda miklum og þungum deilum á heimili ykkar og meðal ættingjanna, en þið ættuð að geta yfir- unnið þá með sameiginlegu átaki. Draumurinn er ekki sem bestur fyrir ríkisstjórnina, líklega verða álögur á launþega auknar og þeir mega gæta sín á að fjarlægjast ekki almenning um of, því glati þeir trausti hans nú er valt að treysta þvi að vel takist í framtiðinni. Lítil skorpin kerling Samstarfsstúlku mína dreymdi eftir- farandi: Ég undirrituð var stödd heima hjá henni og bar hún fram kaffl. Vantaði mig þá sykur og bað um mola. Þá sagði hún mér að ná í sykur- pakkann fram í eldhús, en þegar til kom reyndist hann fullur af lakkríspill- um. Kallaði ég til hennar að ekki væri sykur í pakkanum en mér væri alveg sama. Ég hellti innihaldi pakkans í skál og kom þá í Ijós lítil skorpin kerling á botni pakkans. Héldum við í fyrstu að þetta væri lík, en við nánari athugun reyndist þetta vera stytta, sem vantaði á hnakkann, auk þess sem tvö svöðu- sár voru á andlitinu. Varð draugurinn ekki lengri. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. G.K. Líklega munuð þið lenda í miklum gleðskap innan tíðar, þar sem margir kunningjar verða saman komnir. Þar ættuð þið að ganga hægt um gleðinnar dyr, því ekki er allt sem sýnist og einföldustu atvik geta haft dýpri rætur og afleiðingar langt fram í tímann. Kind reyndi að bíta mig Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Mér fannst ég vera ber niður í mitti og það var hvít kind að reyna að bíta í brjóstið á mér. Ég reyndi að verja mig með höndunum og sveigja mig frá, en ég komst ekkert. Við það vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. A.H. Einhver veikindi munu baga þig á næstunni og þú munt fá slæmar fréttir, sem koma þér mjög á óvart en þú sættir þig við með tímanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.