Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 23

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 23
A KROSSGÖTUM svefnherberginu. Hún var með rúllur í Ijósrauðleitu hárinu og í skósíðum nýjum kjól úr appelsínugulu og brúnu chiffoni. Hún var lika i nýjum skóm, sem reyndar höfðu kostað alltof mikið auk þess sem annar skórinn meiddi hana. Hún tók hann af sér og reyndi að mýkja hann til um leið og hún haltraði eftir mjóum ganginum i átt að baðher- bergi krakkanna. „Ó. — dásamlegt." Ballettbúningar og æfingagallar löfðu yfir sturtuhengið. Hún þreif þá niður og henti þeim ofan i óhreinatauskörfuna. „Ó, —bölvað.” Nýi skórinn hafði lent með í óhreina- tauskörfuna. Hún náði i hann og i hug- anum imyndaði hún sér hljómsveitina vera að stilla saman hljóðfærin meðan dansararnir hituðu sig taugaóstyrkir upp bak við tjöldin. Þetta var heimskuleg hugsun; hugarórar eigin tilfinningasemi. Auðvitað væru þau ekkert taugaóstyrk þó þau ættu að dansa í Oklahoma, að minnsta kosti var Emma það ekki. Hún bögglaði og kreisti þröngan skóinn, eins og það væri hann en ekki tiniinn, sem væri óvinur hennar, og hraðaði sér svo inn í stofuna. Þar var ennþá allt í röð og reglu og enginn hafði snert við skálunum nteð kartöfluflögunum og söltu möndlunum. Þetta var indælis stofa, hún stóð fyrir sinu eða svo fannst henni að minnsta kosti i þau fáu skipti sent hún yfirleitt velti þessu fyrir sér. Núna leit hún i kringum sig kviðafull og reyndi að sjá stofuna með þeirra augum. sérstaklega þó eins og hún kæmi Emrnu fyrir sjónir. Það var kannski ýmislegt farið að upplit- ast og jafnvel mætti segja að stofan væri ofhlaðin og of litskrúðug. En hún var samt þægileg og heimilisleg. Pottablóm héngu niður úr bitunum í loftinu, þau fylltu hornin og löfðu fram af bóka- hillunum. Kannski voru þau of mörg, en þau voru gróskumikil og svo græn að allir hlytu að sjá að þetta voru lifandi blóm. Á veggjunum voru innrammaðar Ijósmyndir, sýningarskrár og auglýsing- ar, allt úr ballettum. Allt í lagi, það mátti kannski segja að hvitu veggirnir væru ofhlaðnir en hún gat ekki hugsað sér að taka neitt af þessu niður. Þetta var lika það sem skreytti alla aðra veggi hússins. Þetta var það sem gerði húsið hennar hús, hús hennar og Waynes. Hann sat í sófanum og nuddaði mjúklega fætur Emiliu. Hann var enn glæsilegur á að líta. þó hann væri kominn með poka undir augun og ennið alsett djúpum hrukkum. Fyrir nokkrum dögum hafði hann fengið óvæntan koss þegar hún tók eftir að hann var farinn að grána í vöngum. Nýja bindið sem hún hafði keypt handa honum var laus- lega hnýtt, skyrtan opin í hálsinn og jakkanum hafði hann hent kæruleysis- lega yfir bakið á einum leðurstólnum. Hann var að byrja að fá bjórvömb svo hann hefði kannski jakkann aðhnepptan i veislunni. „Ég hélt að þú ætlaðir að útbúa barinn," sagði hún, ergileg vegna þess hve hann var rólegur. „Það verður nægur tími til þess þegar við komum heim, elskan." Hann hafði verið fljótur að temja sér aftur drafandi suðurrikjahreiminn. þegar þau fluttust til Oklahoma. „Ó Wayne!" Hún haltraði af stað inn i innri stofuna, án þess að sjá hann depla augunum til Emiliu og sjá hana brosa til baka. Bros Emiliu gerði hana barnslegri. Hún leit fremur út fyrir að vera sextán en nítján, jafnvel núna þiegar hún var með uppsett hár eins og ballerina. Þegar hún brosti leit hún iika út fyrir að vera eins opinská og móðir hennar. enda þótt Deedee velti því oft fyrir sér hvað elsta dóttir hennar væri að hugsa. Það sem gerði bros Emiliu þó mest töfrandi voru augu hennar. Þau voru djúp, blá og mikiu dekkri en augu Deedee. Þau voru það svipsterkasta i snotru andliti hennar og úr þeim mátti lesa undarlega blöndu viðkvæmni og stálvilja, sem var allt að því ögrandi. Þegar hún brosti hvarf öll viðkvæmni og ögrun úr svip hennar. hún varð einfaldlega falleg. En hún brosti sjaldan og svo til eingöngu til föðurins. Aðdáun hennar á Wayne var eins augljós og aðdáun Deedeear hafði verið fyrir tuttugu árum. Þess yrði sennilega ekki langt að bíða að einhver ungur maður yrði til þess að breyta þessu. Enda þótt Deedee ætti bágt með að sjá það að hægt væri að finna einhvern nógu góðan hér í Oklahoma. Það var enginn sem jafnaðist á við Wayne. Hann var auðvitað búinn að koma barnum fyrir í innri stofunni. Hann var meira að segja búinn að setja vínflöskurnar frá Kaliforníu í ísboxið sem þau notuðu á ferðalögum þegar krakkarnir voru litlir. Deedee velti þvi fyrir sér hvenær hún hætti að furða sig á þvi hve vel Wayne sá í gegnum hana. Og ekki bara það. heldur hve vel hann sætti sig við það sem hann sá. Hann vissi hvenær hún var í slæmu skapi og með þvi að stríða henni með þvi að hann væri ekki búinn að koma barnum fyrir var hann að reyna að gera henni skiljanlegt að kvíði hennar væri á- stæðulaus. Einbeitt á svip fór hún aftur i skóinn og inn í stofuna. Wayne var enn að nudda fætur Emiliu. Emilía malaði af ánægju. „Farðu i skóna Emilía,” sagði hún ' skipandi. Hún var gröm sjálfri sér og stormaði út i eldhúsið. Janina, fimmtán ára gömul dóttir hennar, var að skreyta skálar af kjúklingasalati og sneiðar af skinku og steinselju. Kringluleitt andlit hennar var svo alvörugefið að fólk furðaði sig á þvi að hún notaði ekki gleraugu. „Þú hefur nógan tima til að gera þetta seinna.” sagði Deedee. „Hvar er Ethan?” „Það er alveg út i hött að vera með þessa perlufesti við þennan kjól.” „Emma gaf mér hana löngu áður en þú fæddist.” „Hún er samt alveg út i hött.” Ofur rólega flutti Janina matarfötin frá eld húsbekknum yfir á kringlótta borðið. sem stóð þar sem verið hafði borðstofa eða þar til Wayne braul niður vegginn inn i eldhúsið. „Ethan!” Deedee bankaði i eldhús- gluggann og hrópaði svo út um bakdyrnar: „Ethan. viltu hætta þessu!” Tólf ára gamall sonur hennar var að steypa sér kollhnís á grasinu. Grasið, eins og allt annað í garðinum, var stór- kostlega grænt. Röð af trjám huldi garðinn frá nágrönnunum og götunni baka til. Við rætur trjánna voru runnar og ýmiss konar plöntur, sem fjölskyldan skiptist á um að vökva og bera á áburð. Allur þessi gróður var til þess að skýla þeim fyrir forvitnum augum annarra, en auk þess verndaði hann þau fyrir brenn andi heitum vorvindunum. Litlu mislitu Ijósin — Ijósin af jólatrénu sem Wayne hafði hengt upp undir þakið á veröndinni, bærðust varla. Ekkert hreyfðist. nema Ethan, sern stökk um og ærslaðist. „Ethan. heyrðir þú hvaðég ságði?” „Það eru þessi Ijós! Ég er orðinn óður!” „Ljósin eiga að vera i veislunni.” Deedee slökkti á þeim. „Þú verður allur kófsveittur og við förum eftir fimm minútur.” „Ætlar þú að fara með rúllur i hárinu?’ „Hamingjan góða!” Hún flýtti sér inn um glerdyrnar á veröndinni, inn i loftkælt húsið og inn í svefnherbergið. í Oklahoma var eins nauðsynlegt að hafa loftkælingu í húsum og að drekka kaffi á morgnanu. Það var kveikl á henni i mai og slökkl i október. Bilar, búðir, skrifstofur, allt var loftkælt. Kona eins milljónamæringsins var nteira að segja með loftkælingu í garðinum. Garður Rogersfjölskyldunn ar var eins og ofn á sumrin, en þau vökvuðu samviskusamlega á hverju kvöldi og það var svo svalandi að horfa á allan þennan græna gróður, að þau sátu stundum á veröndinni í ágúst. Deedee lók rúllurnar úr hárinu og greiddi sér. Hún skoðaði sjálfa sig i há um. sporöskjulöguðum spegli. en hann var það eina sem þau höfðu hirt úr húsi móður Wayne þegar hún dó. Allt annað, mcira að segja handskornu kristalglösin Lingua pnone tungumálanámskeið á hljómplötum og kassettum L. LINGUAPHONE tungumálanámskeið fást á eftirtöldum stöðum: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Bókabúó Máls og menningar Hljóðfærahús Reykjavíkur Bókabúð Keflavikur — Haraldar Níelssonar, Akranesi — Jónasar Tómassonar, (safirði Tónabúóin Akureyri Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavik Nú er rétti tíminn til þess að auka málakunnáttuna LI NGUAPHONE-umboóió Hljóðfærahús Reykjavíkur Laugavegi 96 - Sími 13656 9>tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.