Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 62

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 62
PÓSTLRIM Auglýsingar aftan á plakötin Kœra Vika! Ég þakka allt gamalt og gott í Vikunni, sem mér fmnst fint blað. En nú ætla ég að skrifa um eitt atriði blaðsins, sem mér og öðrum finnst óhagstætt. Ég er ein af þeim sem safna plakötum úr Vikunni (og hengi öll upp á vegg). En þegar ég tek plakötin úr. þá fer kannski hálf saga úr eða eitthvaö því- umlíkt. Og svo þegar maður ætlar að lesa Vikuna seinna þá vantar bara hluta úr sögu eða einhverju öðru. Þá ætla ég að biðja þann sem ræður yfir þessu að láta auglýsingar aftan á eða jafnvel skrifa um þá sem eru á plakatinu hinum megin líka eins og gert var fyrst. Svona er þetta með gáturnar líka, þá klippir maður oft úr eitthvað merkilegt. Ég ætla ekki að hafa þetta raus lengra. VirðingarfyUst Eyja Þetta hefur verið okkar höfuð- verkur líka, en vandamálið virðist illleysanlegt. Þó er líklegt að okkur takist að leysa þetta hvað plakötin varðar en erfiðara reynist með gáturnar En við reynum hvað við getum og vonum að lesendur hafi biðlund og geri sér grein fyrir að erfitt er að gera svo öllum líki. Ægilegur áhugi á Færeyjum Kæri Póstur! Ég hef ægilegan áhuga á Færeyjum, bæði landi og þjóð, og þess vegna langar mig að spyrja þig hvort þú getir birt heimilisfang einhvers blaðs I Færeyjum. Mig langar að eignast pennavini í Færeyjum. Er hægt að kaupa plakötin sem verið hafa í Vikunni öðru- vísi en að kaupa Vikuna, hún ersvo dýr. Ogsvo að lokum: Hvernig er skriftin og staf setningin? Éger 13 ára. Með kærri kveðju. Villi. Skrifaðu færeyska blaðinu Nu og athugaðu hvort þeir birta ekki nafnið þitt. Heimilisfangið hefur Pósturinn því miður ekki en það ætti að nægja að skrifa bara: Færeyska vikublaðið Nu, Þórshöfn Færeyjum. Plakötin í Vikunni eru ekki seld sér- stakiega, svo þú verður líklega að kaupa Vikuna alla til þess að eignast plakötin. Annars er tals- vert ódýrara að kaupa Vikuna, ef þú ert áskrifandi. Skriftin og stafsetningin er ósköp eðlileg miðað við aldur en gæti þó verið betri. Svo hrikalega feimin Kæri Póstur! Mig langar fyrst til að þakka Vikunni fyrir skemmtilegt efni, og mig langar til að bjóða henni gleðilegt ár, og ég vona, að hún verði eins góð og árið 1978. En nú er kominn tími til að byrja á því, sem ég œtlaði að segja. Þannig er mál með vexti, að ég er svo hrikalega feimin. Dœmi get ég nefnt um það. Þegar ég er á balli, þá get ég bara alls ekki komið mér á dansgólfið til að dansa, þótt mig langi til þess, því eins og ég sagði, þá er ég mjög feimin. Kæri Póstur, getur þú gefið mér gott ráð? Mér líður svo illa út af þessu, að ég veit bara ekki, hvað ég á að gera. Svo er ég líka mjög feimin í skólanum, og það er það allra versta. Ég vona að þú getir gefið mér gott ráð. Svo að lokum, hvað þýða nöfnin Ólöf, Sigrún, Áslaug og Selma? Lengi lifi Pósturinn, bœ, bæ. Ein nervös. P.s. Er einhver skóli til hér á íslandi, sem getur læknað feimni? Hvar þá? Pósturinn var að láta Helgu fá bréfið vegna þess að þú hafði ekki skrifað nafnið þitt undir þegar hann sá aumur á þér. Þú hlýtur að vera hrikalega feimin fyrst þú þorir ekki einu sinni að skrifa nafnið þitt á blað. Því i verður Pósturinn að brjóta sínar eigin starfsreglur og svara í þetta sinn. Feimni getur átt sér margar orsakir og tekið langan tíma að yfirvinna en ef þú bara gefst ekki upp ætti sigurinn að nást. Drífðu þig í dansskóla og taktu sjálfri þér tak. í hvert skipti, sem þig langar að segja eitthvað, en þorir það ekki, skaltu þvinga sjálfa þig til að opna munninn. Sennilega roðnarðu og allt sem þú ætlaðir að segja kemur öfugt út en þú kemst yfir það með tímanum. Um að gera að leggja ekki árar í bát. Skrifaðu svo Póstinum aftur og segðu hvernig gengur og við skulum vona að þá hafir þú kjark til að setja nafnið þitt undir bréfið. Feimnisvarnar- skólar hafa því miður ekki risið hér á landi enn sem komið er. Ólöf merkir sú sem erfir forfeður sína, Sigrún leyndarmál sigurs, Áslaug goðbjört og Selma er nafn sem Pósturinn veit engin deili á hvað uppruna varðar. Ég er með kennara Kæri Póstur! Ég skrifa þér nú af því að ég á við mikið vandamál að stríða. Éger 14 ára, að verða 15, og það vill svo til að ég er ástfangin af 38 ára gömlum manni. Ég var með honum í sumar og er enn. Ég sé hann svona vikulega, því hann býr frekar langt frá mér og við höfum ekki mörg tækifæri til að vera saman. En það er eitt sem er alverst. Hann er kennari í sama kaupstað og ég bý í. Hann kennir að vísu ekki í sama skóla, sem betur fer, en margar vinkonur mínar og vinir eru nemendur hans. Ég veit oft ekki hvernigégáað koma fram við þau þegar þau tala um skólann og kennarana og þar á meðal hann. Þau vita öll að ég var hjá honum í vinnu í sumar, en ekki meira. Þó á ég eina vinkonu í sama skóla, sem ég treysti fyrir þessu. Henni finnst hann of gamall (eins og mér) en annars sé ekkert athugavert við þetta. Þessi maður hefur komið heim og talað við mömmu og hefur oft alveg verið að glopra út úr sér að við höfum verið saman. Mömmu líkar ekki við hann og ég hef heyrt sögur um hans ástarmál. Hann er skilinn og á tvö börn, strák jafngamlan mér og tíu ára stelpu. Ég frétti hjá mömmu að hann hefði verið með stelpu fyrir nokkrum árum og hann hefði kjaftað því um allan bæ. Nú er svo komið að ég veit ekki hvaða álit ég á að hafa á honum og hvar ég stend í hans lífi. Oft hefur mér fundist hann nota mig, en hann segir að svo sé ekki. Hann elskar mig ekki, en ég veit að honum þykir mjög vœnt um mig. Ég er Hka hrœdd um að hann fari að kjafta um mig og sig, en ég er undir lögaldri svo að hann má passa sig en ekki ég. Ég bið þig, elsku Póstur, að koma með tillögu. Þetta er kannski einstakt atvik og erfitt að ráða fram úr þessu, en ég bið þig fyrir aíla muni að birta bréfið. Jóna Jóns. P.S. Þetta er ekkert gabb, því ef þú lest bréfið tvisvar, kemstu að því að þetta er skrifað frá hjartanu. Því miður, Pósturinn varð strax sannfærður um að þetta væri ekkert gabb. Til hvers heldur þú sambandi við mann, sem er miklu eldri en þú og þú ert þar að auki sannfærð um að hann elskar þig ekki? Líklega elskar þú hann ekki heldur, ef dæma á eftir því hvernig þú hugsar til hans. Hvað ætlar þú annars að græða á því að þú skulir vera undir lögaldri en hann ekki? Það væri langbest fyrir þig að hætta að hugsa um hann, segja engum frá þessu og bíða eftir auknum þroska. Þá hefur þú alls engan áhuga á gömlum kennara og ungir menn á þínum aldri hljóta þá að hafa meira aðdráttarafl fyrir þig. 62 Vlkan 9.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.