Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 15

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 15
Hverjar eru orsakir velf erðarsjúkdóma? Þegar menn fóru að veita aukningu velferðarsjúkdóma meiri athygli á árunum eftir stríð, var reynt að benda á mikilvægar aðstæður sem höfðu breyst í samfélaginu á þessum tíma. Það voru sér í lagi þrjár aðstæður sem höfðu breyst að verulegu leyti. Það voru húsnæðismál, aukin þátttaka kvenna á atvinnumarkaðinum og mikil aukning skilnaða. Húsnœðismál: Upp úr stríðinu þegar samfélagið breyttist á skömmum tíma úr bændasamfélagi í borgarsamfélag, kom aukin þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Til að ráða bót á verstu húsnæðiseklunni var reynt að koma upp tiltölulega ódýru húsnæði, án þess að tillit væri tekið til þess hvers konar íbúðir væri skynsamlegt að byggja, hvað þá heldur að þær væru skipulagðar með tilliti til þarfa barna. Enda þótt íbúðarhúsnæði taki ekki ennþá mið af þörfum barna þá er það að vísu ekki það atriði sem er mest áberandi þegar talað er um húsnæðismál. íbúðar- málum er hinsvegar þannig fyrir komið hér á landi að þau koma verulega illa niður á langflestum fjölskyldum í landinu. Hér er átt við hvað fólki er gert erfitt fyrir að komast í eigið húsnæði og hvað fólk þarf að leggja mikið á sig til þess að fá leyfi til þess að eiga einhvers staðar heima. Það ætti að vera frumréttur mannsins að eiga heima einhvers staðar, en ekki lúxusvarningur eins og húsnæðismálastefnan hér ber vott um. Hún er lúxusvarningur vegna þess að lánamöguleikar fólks við húsnæðiskaup fara eftir þeim tekjum sem fólk hefur. Þess vegna þýða lág laun lítil lán og há laun mikil lán. Vandamál og erfiðleikar samfara þessu koma niður á börnum og því má segja að húsnæðispólitíkin á íslandi sé ein af orsökum velferðarsjúdóma nútimans. Útivinnandi mæöur Aukin tækniþróun og vöxtur iðnaðar- þjóðfélagsins krafðist þess að fleiri og fleiri konur færu út á vinnumarkaðinn. En fleira kom smám saman til. Sú efnahagsstefna sem hefur verið rekin hefur gert fólki ókleift að lifa af tekjum eins manns. Það er aðalorsökin fyrir geysilegri aukningu kvenna í atvinnulífinu. Nú er svo komið að yfir helmingur allra giftra kvenna er úti- vinnandi. Þessi þróun hefur verið afdrifarík fyrir marga foreldra af því að engar ráðstaf- anir voru gerðar til þess að ráða bót á gjör- breyttu fjölskyldulifi. Fjölskyldan sat ein uppi með þau vandamál sem þessu fylgdu og enn borga börnin brúsann. Börn þurfa á miklu öryggi, mikilli örvun og stöðugleika að halda til þess að þróun þeirra sé ekki stefnt í voða. Fá börn eru þessa aðnjótandi í dag. Ein af ástæðunum fyrir því er að við höfum allt of fá dag- heimili og að ekki er nógu vel búið að dagheimilunum samfara því að alltof mörg börn eru á hvern starfskraft. Þess vegna má líka segja að aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu hafi gert börn að fórnar- lömbum efnahagsástandsins — af því að þau fái ekkert í í staðinn. Skilnaðir Á síðastliðnum áratugum hafa skilnaðir aukist að miklum mun. í dag er það um 5. hvert hjónaband sem leysist upp, eða um það bil 20%. Skilnaður foreldra þarf í sjálfu sér ekki að vera af hinu illa fyrir börn, því að skilnaður er oft á tíðum endir á löngum ófriði, stríði og öryggisleysi fyrir bamið. En flest fólk sem skilur er í raun og veru ekki skilið þótt lagalegur skilnaður gangi í gegn. Það sem oft er kallað „tilfinningalegur skilnaður” fylgir fólki áfram. Hinn tilfinningalegi skilnaður á við þær tilfinn- ingar sem fylgja skilnaði, það er m.a. það hatur, sá biturleiki og þau vonbrigði sem tengjast skilnaði. Fólki er einungis hjálpað til að komast yfir lagalegan skilnað, hinum tilfinningalega skilnaði verður fólk sjálft að ráða fram úr enda þótt hann reynist fólki langerfiðastur. Það er þessi hlið á skilnaðar- málunum sem oft heldur áfram að móta börnin á óheppilegan hátt. Þannig halda vandamálin iðulega áfram og ófriðurinn og öryggisleysið er enn fyrir hendi — bara á annan hátt í formi ósamkomulags um umgengnisrétt, fjandsamlegra og biturra tilfinninga hvors foreldra út i annað og gagnstæðra uppeldismarkmiða. Við þetta bætist svo oft húsnæðiserfiðleikar. fjár- hagsörðugleikar og erfiðleikar varðandi barnagæslu. Þess vegna má líka segja að skilnaðir séu ein af ástœðunum fyrir auknum velferðarsjúkdómum nútímans. Hluti greinarinnar er byggður á bókinni ..Sampilsramte börn” eftir Palle Bendsen og Karen Vibeke Mortensen. 9. tbl. Vlkan 1S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.