Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 26

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 26
1Í/NUR SMÆL/NGJ- ANNA í dag ætla ég að spjalla dálítið við ykkur um vinkonu mína, sem lést fyrir nokkrum árum háöldruð hér í Reykjavík. Ástæðan til þess að ég geri hana sérstaklega að umræðuefni í þessum þætti mínum er sú, að þessi kona varð eins konar sérfræðingur í undarlegum atvikum, því hún skrifaði um þau hvorki meira né minna en átta bækur, sem þó voru ekki nema litill hluti þess sem hún skrifaði, því konan var hinn þjóð- kunni rithöfundur Elínborg Lárusdóttir. Það eru ekki nema fjögur ár síðan Elin- borg lauk síðara bindi hins mikla verks síns um íslenska förumenn og forðaði með því frá gleymsku geysimiklum fróðleik um þessa undarlegu útlaga mannlífsins. En margir þeirra voru þrátt fyrir það miklum og margvíslegum hæfileikum búnir, en fengu að kenna á því, eins og Grettir, að sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki. Skiptir hér engu þótt þessi rit Elínborgar séu skáld- verk, því þau eru byggð á köldum og miskunnarlausum raunveruleikanum, og í því liggur einmitt meðal annars menningar- gildi þeirra. Þeim sem þekktu Elínborgu kom ekki á óvænt, þótt einmitt hún yrði til þess að skrifa af samúð og skilningi um þetta óláns- fólk. Hún var alltaf málsvari smælingj- anna. Með þessum bókum tryggði Elínborg það, að ævi sumra þessara manna, sem af« ýmsum voru fyrirlitnir í lifanda lífi, mun geymast komandi kynslóðum lengur en orð og athafnir sumra þeirra sem upp yfir þá þóttust hafnir. íslenskir lesendur tóku ritverkinu Förumenn eftir hinn aldraða höfund svo vel, að það seldist upp á skömmum tima. Og ekki tóku gagnrýnendur henni verr, því sumir þeirra líktu Elínborgu við mestu skáldsagnahöfunda meðal kvenna á Norðurlöndum. í því sambandi voru nefnd ekki ómerkari nöfn en Selma Lagerlöf og Sigrid Undset. Fyrir rúmum aldarfjórðungi var ein smásaga Elínborgar Lárusdóttur valin meðal fjörtíu annarra úr 100.000 sögum frá ýmsum löndum heims í smásagansafn, sem ameríska stórblaðið New York Herald Tribune stofnaði til. Það var sagan Ástin er hégómi, sem hlaut á ensku nafnið Love Is UNDARLEG ATVIK XVIII ÆVAR R. KVARAN Humbug. Þessi saga hefur síðan verið þýdd á a.m.k. sex tungumál. Þetta bendir til þess að framangreind ummæli gagnrýnenda um Förumenn Elínborgar þurfi ekki að vera neitt ofmat á hæfileikum hennar. Það var fyrir hvatningu skáldsins Einars H. Kvarans að Elínborg lagði í það stór- ræði að gefa út sina fyrstu bók, Sögur, 1935. Einar bauðst jafnvel til þess að skrifa formála. Þar kemst hann m.a. svo að orði: „Það er auðvelt fyrir mig að láta þess getið, að ég hef lesið þessar sögur með alveg sérstakri ánægju. Mér finnst það ekki geta dulist, að hér er verulegt skáld á ferðinni. Það er ekki eingöngu, að þessar yfirlætis- lausu sögur eru sagðar af snilld listamanns. Þær eru fullar af samúð og skilningi kærleiksríkrar sálar. Og myndirnar sem dregnar eru upp fyrir lesandanum með fáum dráttum eru heillandi og verða ógleymanlegar.” Með þrjátíu bókum sem síðan hafa komið út eftir Elínborgu Lárusdóttur hefur hún staðfest þessa skoðun skáldsins. En svo einkennilega vill til, að Elínborg lagði einmitt til ómetanlegan skerf til þeirra bók- mennta, sem fjalla um hin dularfullu innri öfl i manninum og benda til lífs að þessu loknu. Um þessi efni skrifaði hún, eins og ég gat um áðan, átta bækur og lauk hinni síðustu, Leit að framlífi, skömmu fyrir andlát sitt. Með þessum bókum hefur hún ríkulega endurgoldið hina fallegu umsögn Einars skálds Kvarans um hæfileika hennar, þvi honum var þetta mikilvægasta málið í heimi. Þessar bækur verða merkilegt rannsóknarefni fyrir dulsálarfræðina í framtíðinni, en sú fræðigrein hóf innreið sína í Háskólann okkar með lektorsstöðu drs. Erlends Haraldssonar. Má geta þess i þessu sambandi, að i fyrstu skýrslu ameríska sálarrannsóknarfélagsins um hæfileika Hafsteins Björnssonar, miðils, er vitnað í tvær bækur Elínborgar Lárus- dóttur sem heimildarrita. Elínborg var kona dulræn, eins og bækur hennar bera ljóslega með sér. En hún átti einnig við talsvert heilsuleysi að stríða, og þegar þess er gætt að hún stjórnaði jafnan stóru heimili, verða afköst hennar á bókmenntasviðinu enn athyglisverðari. Það var eitthvað kringum 1960, að hún lá veik og illa haldin, hafði verið vansvefta og með háan hita. Þá datt henni allt í einu í hug að heita á einhvern, ef hún gæti sofið næstu nótt. Hún þekkti marga einstæð- inga, bæði karla og konur, sem áttu við alls konar erfiðleika að etja og voru skugga- megin í lifinu. Margt af þessu fólki kom iðulega til Elínborgar. Sumir höfðu fulla einurð, og komst hún þá fljótt að því hvað það fólk vanhagaði um. En aðrir kvörtuðu aldrei. Nú var ekki gott að vita, hver var mestur þurfamaður- inn. Ekki treysti hún sér sjálf til þess að dæma um það. En hún hét því þetta kvöld, að gleðja einhvern þurfandi, ef sér liði betur að morgni. Hún hugsaði: Guð sendir mér þann, sem hann vill ég gleðji. Engum sagði hún frá þessu. Um kvöldið sofnaði hún svo og svaf vært til morguns. Þegar hún vaknaði var hún miklu skárri og hitinn minni. Hún var varla vöknuð morguninn eftir, þegar stúlkan hennar kom og sagði, að gömul kona væri komin, sem vildi endilega tala við hana. Elínborg sagði stúlkunni að vísa henni inn. Hún kannaðist strax við konuna, sem var þarna daglegur heima- gangur, þáði mat og drykk, en bað aldrei um neitt og talaði aldrei um vöntun á 26 Vikan 9. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.