Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 24

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 24
Á KROSSGÖTUM og silfrið, hafði verið selt og peningarnir, sem urðu reyndar ekki eins miklir og þau höfðu átt von á, voru lagðir i ballett- skóla Rogersfjölskyldunnar. Hún var ánægð með hvernig hárið fór og nýi kjóllinn skýldi vel þvi sem betur mátti fara í vaxtarlagi hennar. En það var rétt að perlufestin frá Emmu var ekki nógu góð. Þó henni þætti það miður, tók hún hana af sér og lagði hana á snyrtiborðið við hliðina á upplitaðri mynd af henni sjálfri og Wayne í ballettinum „Bláa fuglinum”. Hún starði á myndina af sjálfri sér og leit svo aftur í spegilinn. Hún þyrfti að missa fjögur kiló. En hún var orðin fertug og ef hún missti fjögur kíló myndi það sjást á andlit hennar og hálsi. Hún rétti úr sér og dró inn magann: Hvern heldurðu að þú blekkir? Hún seig aftur saman og reyndi að halda aftur aftárunum. „Ég get ekki farið," sagði hún og horfði á spegilmynd Wayne. „Sjáðu hvernig éger!” Hann horfði yfir öxl hennar og brosti, tók utan um hana og kyssti hálsinn á henni að aftan. „Ég er líka sautján árum eldri. Við erum það öll. Meira að segja Emma.” „Já, en hún hefur sótt balletttíma á hverjum degi." „En þú hefur kennt ballett á hverjum degi.” „Það er ekki sambærilegt.” „Guði sé lof, að þú hefur einhverjar línur.” ,,-Það hefur þú líka." Hann hló og þrýsti henni fastar að sér. „Hverju skiptir það. Við erum að minnsta kosti enn i tengslum við ballettinn.” „Já, með þvi að starfrækja ballett- skóla.” „Vildirðu heldur vera með forngripa- verslun? Eða stunda hundarækt?” Báðum varð þeim hugsað til allra þeirra dansara sem þau höfðu þekkt gegnum árin. Ballettinn tók allan tima þeirra. Starfsferillinn varstuttur. Ballett- dansarar byrja ungir og hætta ungir, og þegar þeir verða að hætta að dansa hafa þeir ekki neina aðra starfsreynslu. Slitin hásin og þú átt í mesta lagi fyrir farinu heim. „Getum við ekki farið að reyna að komast af stað?” sagði Ethan sem stóð i dyrunum og Emilia og Janina voru að baki hans. „Komið ykkur út í bílinn í einum hvelli.” Rödd Deedee var hlýleg og ástúðleg. Hún horfði á eftir börnunum og sneri sér síðan að Wayne. „Við höf- um ekki yfir neinu að kvarta," sagði hún stolt. Deedee var búin að búa í Oklahoma í sautján ár án þess að kunna nokkurn tima við sig. Wayne var þar borinn og barnfæddur, en hún átti engar minning- ar þaðan. Frá hennar sjónarhóli séð var borgin ekkert annað en endalausar raðir af steinhúsum og ópersónulegum stór- frískandi þurrkur vættar spritti á skrifstofuna íbílinn í ferdalög Heildsölubirgdir Halldór Jónsson hf. Sendum í póstkröfu um land allt Vandaö íslenskt sófasett á ótrúlega lágu veröi Staðgreiðsluverð aðeins kr. 299.500.- Husgagnadeild J|í' - Jon Loftsson hf Hringbraut 121 Simi 10600 verslunum, byggð á uppþornuðu og litlausu flatlendi. Velsnyrtir húsa- garðarnir náðu ekki að bæta upp auðnina alls staðar meðfram hraðbrautinni sem hún ók eftir daglega á leið í ballettskólann. Trén voru það eina sem upp úr stóð. Öll þessi flatneskja gerði fólkið flatneskjulegt. Þau höfðu valið hverfið sem þau bjuggu i vegna þess að þeim hafði verið sagt að þar væru góðir skólar fyrir börnin (seinna komust þau að því að það var af því þar voru fáir svertingjar). Þetta var notalegt hverfi fólks með meðaltekjur, endalaus röð af snyrtileg- um görðum og húsum sem öll voru samlit jörðinni sem þau stóðu á og öll hlaðin úr múrsteini. (Deedee hafði næstum tekist að gera hinn annars rólynda Wayne vitlausan með því að neita stöðugt að búa í rauðu múrsteins- húsi. Loks höfðu þau fundið hús sem var gulleitt. En samt úr múrsteini). Næstu nágrannar þeirra, Van Cleaves fjölskyld- an, vann i garðinum öll kvöld, frúin geystist yfir grasið sitjandi á litilli vél- knúinni sláttuvél, en húsbóndinn klippti og snyrti runnana. Van Cleaves hjónin voru einhverrra hluta vegna þeirrar skoðunar að garðvinna væri dauða- dæmd nema hún væri .framkvæmd á tímabilinu frá sólarlagi til sólarupp- komu. Að öðru leyti voru þau eins flat- neskjuleg og hinir nágrannarnir. „Og eins indæl," sagði Wayne. „Hvað er svona indælt?” spurði Deedee. „Nógu indæl til þess að hægt sé að umgangast þau? Ef þau eru ánægð, af hverju drekka þau þá svona mikið?” „Af því loftslagið er svo þurrt,” sagði Wayne hlæjandi. Flest það fólk sem þau kynntust var ánægt með lifið og tilveruna; það var fætt og uppalið i Oklahoma eða ein- hvers staðar þar um kring og hafði valið að búa þar áfram. í þeirra augum var Dallas og Las Vegas það sama og London og París, og það hvarflaði ekki að þeim að hugsa til annarra staða. Þetta var allt saman ágætis fólk; síma- númer þeirra höfðu smátt og smátt safnast i símaskrá Rogershjónanna; þægilegt fólk sem leit á Deedee og Wayne sem vini sína af því þau hittu þau að staðaldri. Þetta voru nágrannar, foreldrar vina barna þeirra og foreldrar barna sem sóttu balletttíma hjá þeim. Foreldrar flestra barnanna i ballett- skólanum bjuggu í Nichols Hills sem var álitið besta hverfi borgarinnar. Hús þeirra voru mörg stór og byggð úr timbri. Sum voru hvítmáluð, sum nýbyggð, en öll voru þau umlukt trjám. Um helgar flaug þetta fólk í sínum einkaflugvélum hvert sem hugurinn girntist. Á sumrin tilheyrði að fara til Kaliforniu og á veturna til Colorado, þau fóru til Mexico og komu heim hlað- in minjagripUm. „Flatneskjulegt,” varskoðun Deedee. Framhaldi næsta blaöi. 24 Vikan 9. tbl,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.