Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 47

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 47
ÚTDRÁTTUR: Sir Richard Wyndham cr unfjur og eftirsóttur, cn ætti venjum samkvæmt aö vera löngu giftur. Hátterni hans veldur bæöi systur hans og móöur tals- verðum áhyggjum, og nú hefur George ákveðið að láta að óskum þeirra og kvænast Melissu Brandon, sem er gófugrar ættar, eins og hann sjálfur. Kvóldiö áður en hann hyggst hera upp formlegt bónorð við fööur Mclissu, veitir hann drykkjuhneigð sinni ríkulega útrás, og á heimleiðinni veit hann ekki fyrr til en hann stendur með unga stúlku, dulbúna sem pilt, i fanginu. Penelope Creed er á flótta frá ógcðfclldum ráðahag. Hann ákveður að fara með henni til þess að veita henni vernd á flóttanum. Almenningsvagninn, sem þau ferðast með, veltur og þau fara fótgangandi til næsta þorps. Á flóttanum lenda þau i ýmsum óþægindum vegna misindismannanna, herra Yarde og kafteins Trimble, scm hafa tekið demantadjásn lafði Brandon ófrjálsri hendi. Við það nutu þeir aðstoðar sonar hennar, sem er fremur óyndislcgur og stamandi ungur maður. Skyndilega birtist frú Griffin ásamt syni sínum á hótelinu sem þau búa á i leit að ungu flóttakonunni. Unga stúlk- an er enn staðráðin i að láta ekki þvinga sig til að giftast hinum leiðin- lega Griffin og vonar að drengsklæðin komi í veg fyrir að hún þekkist. „Þvi jafnvel þó sumt fólk haldi aö ég hafi engar gáfur til að bera, þá er ég ekki svo vitlaus,” bætti hún viö dimmum rómi. „Svíður þig undan þessu?" spurði hann og honum var farið að létta. „Hvað um það. haltu áfram." „Eg sagði að i raun þá værir þú ekki móðurbróður minn. en ég kallaði þig það vegna jvess að þú værir svo miklu eldri en ég. Ég sagði að við værum fjór- menningar. Þá spurði hann mig hvers vegna við værum i Queen Charlton og Og sagði að það væri vegna fjölskyldu- mála. þó að ég hefði miklu frekar viljað benda hottum á að það væri á allan hátt mikil óhæfa að spyrja slikra spurninga. Eftir það fór hann." „Gerði hann það. já Sagði hann nokkuð urn það hvers vegna hann væri hérna?" „Nei. En hann bað mig fyrir skilaboð sem mér líst alls ekki á.” „Nú. nú?" „Mér fannst þau vita á illt.” sagði Pen og bjó hann undir það versta. „Þviget ég trúað." „Og þvi meira sem ég hugsa til þess. því verri finnst mér þau vera. Hann sagði að ég ætti að skila til þin kveðju og að hann skildi fullkomlega. hversvegna þú hefur valið svoeinangraðan stað." „Ja, hvur skrattinn." sagði sir Richard. „Ég var hrædd um að þú yrðir ekki neitt sérstaklega ánægður." sagði Pen áhyggjufull. „Heldur þú að þetta geti býtt það að hann viti hver ég er?" Framhalds- saga eftir Georgette Heyer Þýð.: Emi! Kristjánsson 9. HLUTI GLA UMGOSINN En hann bjóst alls ekki við að finna konu liggjandi á miðjum stígnum. Konan hreyfði sig ekki og sir Richard gekk fram og kraup við hlið hennar. Það var of dimmt undir trjánum til þess að hann gæti greint andlit hennar, en hann giskaði á að hún væri ung. „Ekki held ég það." svaraði sir Richard. „Kannski hefur hann séð að ég er ekki drengur?" stakk Pen uppá. „Kannski.” Hún hugsaði málið. „Ég fæ ekki séð hvað annað það getur táknað. Jimmy Yarde grunaði aldrei neitt. og ég umgekkst hann þó miklu meira en þennan leiðinlega stamandi mann. Mikið vorum við óheppin að rekast á mann sem þekkir þig vel.” „Hvað sagðir þú?" sagði sir Richard ogsetti uppeinglyrnið. Hún leit sakleysislega á hann. „Ég á við mann sem veit að þú átt ekkert systkinabarn eða frændsystkin eins og mig.” „Ó." sagði sir Richard og setti niður einglyrnið. „Ég skil. Hafðu ekki áhyggjuraf því.” „En ég hef áhyggjur af þvi. Ég sé núna að ég hef verið mjög óforsjál. Ég hefði ekki átt að láta þig konta með mér. Ég hef liklega komið þér i nijög slæma aðstöðu." „Mér hafði nú ekki dottið það i hug," sagði sir Richard og brosti dauflega. „Óforsjálnin var min. Ég hefði átt að afhenda þig frænku þinni strax eftir að við hittumst fyrst." „Vildirðu að þú hefðir gert það?” spurði Pen hugsandi. Hann leit á hana eitt augnablik. „Nei." „Ég er ánægð, því ef þú hefðir reynt það þá hefði ég hlaupið frá þér." Hún leil upp. „Ef þú sérð ekki eftir þvi að vera hingað kominn. þá skulum við ekki hugsa meira um það. Það er svo þreytandi að vera að sjá eftir hlutum. sent búið er að gera. Ertu búinn að panta mat. herra?" „Já. andasteik og baunir.” „Gott.” sagði Pen með auðheyrilegri ánægju. „Hvert heldur þú að Almeria frænka hafi farið?" „Til Chippenham og siðan til Jane frænku." „Til Jane frænku. þvi i ósköpunum?" „Til þcss að ganga úr skugga um hvorl þú hafir leitað hælis hjá hcnni býst ég við." „Hjá Jane frænku!” hrópaði Pen. „Hún er andstyggileg gömul kona og svo tekur hún í nefið?" Sir Richard, sem var nýbúinn að opna tóbaksdósir sinar. hikaði. „Finnst þér það vera andstyggilegur ávani?” spurði hann. „Hjá konuni. já. Þar að auki missir hún það alltaf niður á fötin sin. öj! Oh. ég átti ckki við þig. herra," bætti hún við og fór að hlæja. „Þú gerir jrað svo tigulega.” „Þakka þér fyrir," sagði hann. Þjónn kom inn til þess að leggja á borð og var með lítinn bréfmiða á stórum bakka. til sir Richards. Hann tók hann upp i rólegheitum og braut hann sundur. Pen horfði áköf á hann, en gat ekki lesið neitt annað úr svip hans en leiðindi. Hann las bréfið yfir. stakk því i vasa sinn og leit á Pen. „Bíddu nú við. Um hvað vorunt við að tala?” „Neftóbak," sagði Pen tómlega. „Já. alveg rétt. Ég nota sjálfur Kings Martinique, en mörgunt finnst það heldurdauft." 9. tbl. Vikan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.