Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 49
stúlkuna setjast á bekkinn og gekk síðan
niður stíginn i átt til rjóðursins.
Hérna var jörðin böðuð silfurlituðu
tunglskini. Sir Richard var viss um að
hann myndi finna Beverly Brandon
annaðhvort rotaðan eða i jjann mund
að jafna sig af högginu sem hafði fellt
hann. en þegar hann gekk inn í rjóðrið.
sá hann ekki einn mann liggjandi á jörð-
inni, heldur annan mann sern kraup
niður hjá honum.
Sir Richard gekk hljóðlega og það var
ekki fyrr en hann átti eftir nokkur skref
til þeirra að maðurinn sem kraup heyrði
fótatak hans og leit snöggt við. Tungl-
skinið gerði allt litlaust, en þrátt fyrir
það þá var andlitið sem sneri nú að sir
Richard, óeðlilega fölt. Þetta var andlit
ungs manns algerlega ókunnugt sir
Richard.
„Hver eruð þér?" Spurningunni var
varpað fram lágri og hræðslulegri röddu.
Ungi maðurinn stóð strax upp og setti
sig i varnarstöðu.
„Ég efast um að nafn mitt eigi eftir
að veita yður mikið, en það er
Wyndham. Hvað hefur gerst hér?”
Pilturinn-virtist vera hálfutan við sig
og svaraði titrandi röddu: „Ég veit það
ekki. Ég fann hann hérna — svona —Ég
—Ég held að hann sé dáinn."
„Vitleysa,” sagði sir Richard, ýtti
honum til hliðar og kraup sjálfur niður
hjá hreyfingarlausum likama Beverlys.
Það var skráma á enninu og þegar sir
Richard tók undir höfuð Beverlys þá féll
það aftur á hryllilegan hátt sem sagði
sína eigin sögu. Sir Richard kom auga á
trjábolinn og skildi að Beverly hlyti að
hafa dottið á hann. Hann lagði líkið
niður aftur og sagði án nokkurrar geðs-
hræringar. „Það er rétt hjá yður.
Hann er hálsbrotinn."
Pilturinn tók klút upp úr vasa sinum
og þurrkaði sér um ennið.„Guð minn
góður, hver hefur gert þetta? Ég — ég
gerði þaðekki."
„Ég bjóst ekki við að þér hefðuð gert
það," svaraði sir Richard um leið og
hann stóð upp og dustaði af buxunum
sínum.
„En þetta er hræðilegt. Hann dvaldi
hjá mér, herra."
„Nú! sagði sir Richard og virti piltinn
fyrir sér.
„Hann er Beverly Brandon, yngri
sonur Saar lávarðar.”
„Ég veit vel hver hann er. Þér eruð,
býst ég við, hr. Piers Luttrell?"
„Já, já, einmitt. Ég kynntist honum i
Oxford. Ekkert sérstaklega vel, því ef ég
á að segja eins og er þá líkaði mér aldrei
neitt sérstaklega vel við hann. En fyrir
viku síðan kom hann heim. Hann hafði
verið að heimsækja vini sina held ég. Ég
veit það ekki. En auðvitað þá bauð ég.
það er að segja móðir min og ég, buðum
honum að vera og hann þáði það. Hann
hefur ekki verið vel frískur, hann virtist
þurfa hvíld og sveitaloft. Ég get
ómögulega skilið hversvegna hann er
hérna núna, þvi hann fór upp í herbergi
sitt í höfuðverkjarkasti. Það sagði hann
nióður minni alla vega."
„Þér hafið þá ekki verið að leita að
honuni?"
„Nei. nei, ég kom — ef satt skal segja
þá var ég bara að fá mér göngutúr í
tunglsljósinu," svaraði Piers fljót-
mæltur.
„Ég skil,” sagði sir Richard þurrlega.
„Hversvegna eruð þér hér?" spurði
Piers.
„Af sömu ástæðu," svaraði sir
Richard.
„En þér þekktuð Brandon."
„Sú staðreynd gerir mig, samt sem
áður ekkiaðmorðingja hans."
„Nei, alls ekki! Ég átti ekki við það,
en það er svolitið einkennilegt að þið
skuluð báðir vera á sama tima i Queen
Charlton."
„Mér þótti það sjálfum frekar leiðin-
legt. Erindi mitt til Queen Charlton var
á engan hátt tengt Beverly Brandon."
„Auðvitað ekki. Mig grunað það ekki
— herra. En fyrst þér drápuð hann
ekki og ekki ég, hver — hver gerði það
þá? Ekki hefur hann bara hrasað og
dottið, eða hvað? Það er skráma á enn-
inu og andlitið sneri upp, alveg eins
og þér sáuð hann. Einhver hefur slegið
hann!”
„Já, ég held að einhver hafi slegið
hann,” samsinnti sir Richard.
„Ég býst ekki við að þér vitið hver
það hefur verið, herra?"
„Það skyldi þó aldrei vera?” sagði sir
Richard hugsandi.
Piers beið, en þar sem sir Richard
sagði ekki neitt heldur stóð bara og virti
fyrir sér lík Beverlys, þá hrópaði hann:
„Hvað á ég að gera? Svei mér þá, ég veit
það ekki! Ég hef enga reynslu i slíkum
málum. Kannski gætuð þér ráðlagt mér?
„Ég get nú ekki heldur sagt að ég hafi
mikla reynslu i svona málum, en ég legg
til að þér farið heim.”
„En við getum ekki skilið hann eftir
hérna, er það?”
„Nei, það getum við ekki. Ég mun til-
kynna yfirvaldinu að það sé lík i kjarr-
skóginum. Hann mun eflaust sjá um
það.”
„Já, en ég vil ekki hlaupast á brott,
skiljið þér?” mótmælti Piers. „Þetta er
andskoti erfið aðstaða, en auðvitað get
ég ekki látið yður einan um að skýra
þetta allt saman út fyrir yfirvaldinu. Ég
verð að segja frá þvi að ég hafi fundið
líkið.”
9. tbl. Vlkait 49