Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 29
5PANI9H WMITE DRY TA8UE WINg TV-Juiíi t fcítllíj ky miyutt Tprrtb ViUfmiHadítPtTWiííí’l'roductcféfain ÁFEHGIS - 06 TáBAKSVtRZtUW bTkISIKS TORRES TOR RES MED IUM. PRODUCEO & BOTTLCO BV MIGUEL TORRES v3LAFRAwCAoa.P£«eD£s-sPAiw «•* VINASOL 1976 1.700 kr. stig. CARMEL HOCK 1976 1.600 kr. stig. SOAVE 1977 2.200 kr. (95 sl) stig. TORRES MEDIUM 1977 1.700 kr. stig. BRILLANTE 1975 1.700 kr. stig. WHITE LADY 1.700 kr. stig. ekki upprunastimil spánska rikisins. Það er því ekki tryggt. að þau séu ekta Penedesvin. [ gæðaprófun Vikunnar kom i Ijós. að Torres Medium. árgangur 1977 frá Torres. var mjög sætt vín. Það skildi eftir sætan ávaxtakeim í munninum. Lyktin var dauf sætulykt. sem minnti aðeins á terpentinu, einkuni þegar vínið fór að nálgast stofuhita. Torres Medium fékk 4 i einkunn. sem er slakl. Vinið kostar l .700 krónur flaskan í Ríkinu. Fyrir átta mánuðum fékk árgangurinn I976 einkunnina 6 i sams konar gæðaprófun. Munaði þar mestu, að þá ilmaði vinið rétt. Þarna virðist þvi um töluverða afturför að ræða. Dauf súrlykt í gæðaprófun Vikunnar fékk hitt Penedes-vinið betri útreið. Það var Vina Sol, árgangur 1976 frá Torres. Það reyndist þurrt vin með dálitlu. en ekki beinlínis óþægilegu súrbragði. Lyktin var dauf súrlykt, sem dómarar töldu ekki vera í lagi. Einkunnin var 5 og var Vina Sol þvi eina spánska hvitvinið. sem „slefaði” i gæðaprófuninni. Sami árgangur af sama vini hafði hlotið svipaða einkunn i annarri prófun i mai i fyrra. Í síðara skiptið virtist vinið vera orðið súrara en það var í fyrra sinnið. Það sýnir, að líklega er orðið timabært að skipta um árgang. Þótt einkunnir allra spönsku vinanna væru lágar að þessu sinni. er ekki unnt að fullyrða. að Rikið sé í röngum viðskiptasamböndum i spönskum hvit- vinurn. Kannski mundi nægja að skipta örar um árganga. Og alténd væri heppilegra að kaupa þurrt vin frá Rioja. þvi að Spánverjar geta engan veginn keppt við Þjóðverja i sætum vinum. Viöloöun á borð viö olíu Engum blöðum er um það að fletta. að Soave er besta hvítvínssvæði ítaliu. Soave er litil borg skamml austur frá Verona i Pó-dalnum á Ítalíu norðan verðri. Kunnast er vinsvæðið Soave Classico i nágrenni borgarinnar. Venjulegt Soave er ræktað i héraðinu umhverfis þennan kjarna. Soave er milt og viðkvæmt vin, sem sérfræðingar hrósa yfirleitt. að þvi tilskyldu. að vinið sé drukkið ungt. Það á að fara vel með fiski og bvi ætti það að vera heppilegt fyrir islenskan markað. [ Ríkinu fæst Soave, árgangur I977 frá Bolla. bæði i 95 sentilitra flöskum á 2.200 krónur og i hálfum flöskum á 1.200 krónur. Vinið hefur uppruna- viðurkenningu italska rikisins. í gæðaprófun Vikunnar kom í Ijós. að þetta var meðalþurrt vin. nokkuð vin- súrt. Viðloðun vinsins við glasið var svo mikil. að það minnti á olíu. Lyktin var sérkennileg. hvorki góð né vond meðan vinið var kalt. en versnaði svo og minnti á hveralykt. þegar það nálgaðist stofu- hita. Soave lekk 4 i einkunn. ekki nógu gott. Það er athyglisvert. að fyrir hálfu ári var til i Rikinu Soave Classico. árgangur 1976 frá Bolla. Þá fékk vínið sömu einkunn. þótt það ætti að vera göfugra. Kannski er Bolla bara ekki nógu góður framleiðandi. Ódrykkjarhæft Kýpurvín Bretar gerðu eyna Kýpur i Miðjarðar hafi að rniklu vínræktarsvæði, þegar þeir réðu þar rikjum. Þarna hefur vín verið ræktað frá ómunatið, en það er fyrst á þessari öld. að Kýpurvin hafa orðið kunn út um heini. Flestum þykir þau betri en grisk vín. Þrir fjórðu hlutar framleiðslunnar eru rauðvin. Hvitvinin eru talin eluast hratt og eru því ekki mikið flutt úr landi. Samt hefur Rikið á boðstólum eitl slikt vín. White Lady. án árgangs. frá Etko- Haggipavlu reyndist illa i gæðaprófun Vikunnar. Af þvi lagði stinkvatnsfýlu og vont bragðið minnti á White Spirit hreinsivökva. Sennilega var vinið orðið ellidautt. Það fékk I í einkunn. kostar l.700krónur. Því miður erekki hægt að spara ísraelsmenn framleiða dálitið af víni. bæði fyrir heimamarkað og Bandarikja- markað. Þaðan er hvitvinið Carntel Hock. sem fæst í Rikinu á tiltölulcga vægu verði. 1.600 krónur. Telst mér til. að það sé næstódýrasta hvítvjnið i Ríkinu. Á tlöskunni segir. að vinið sé hálf- þurrt. I gæðaprófun Vikunnar virtist vínið fremur vera hálfsætt. Árgangurinn er 1976 frá Carmel C'ooperative. Lyktin var röng, eins og af öðrum Miðjarðar- hafsvinum i gæðaprófuninni. en ekki sérlega vond. Bragðið reyndist lélegt og heildar- einkunnin varð 4. Fyrir hálfu ári fékk sami árgangur heldur betri útkomu i gæðaprófun. enda var bragðið þá i lagi. Ef til vill hefur vínið byrjað að eldast i millitiðinni. Þessi útkoma olli vonbrigðum. Mjög æskilegt hefði verið að geta úrskurðað 1.600 króna vin drykkjarhæft. þvi að ekki veitir mönnum af að spara í dýrtiðinni. Kannski gæti nýr árgangur bjargað málunum. Jónas Kristjánsson í nœstu Viku: Hvítvín Miö-Evrópu 9. tbl. Vikan 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.