Vikan


Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 22

Vikan - 01.03.1979, Blaðsíða 22
þessu." Hún veifaði hendinni í átt að rúminu. Hann dáðist að því hvað meira að segja þessi litla handarhreyfing hennar var glæsileg. Hún misskildi bros hans. „Þú ert feginn, Michael.” „Nei, það ert þú sem ert fegin,” svaraði hann. Þau kysstust og flýttu sér í neðan- jarðarlestina, til að ná á æfingu, betri vinir en nokkurn tíma fyrr. Michael færir sig frá slánni og horfir aftur á þær í speglinum. Það leysir ekki vandamál hans. Hann veit ekki hvor „Annan" er betri, hann veit ekki einu sinni hvernig ballettinn muni verða fullgerður. En hann veit að hann verður að fara að velja á milli þeirra. Kannski getur hann það í næstu viku. Hann segir Emmu og Deedee að hvíla sig og biður píanóleikarann að spila hluta af tónlist- inni fyrir sig einan. Andstuttar snúa stúlkurnar sér frá speglinum, þær teygja úr hálsinum og styðja höndunum við mjóhrygginn. Þær ná I peysurnar sínar. Deedee, sem svitnar miklu meira en Emma, þerrar andlit sitt og háls með handklæði fyrst. Svo snýr hún hliðinni að speglinum og virðir fyrir sér líkama þeirra. „Þetta er víst mjög gott hlutverk,” segir hún. Emma ypptir öxlum. „Ja, það er að minnsta kosti langt.” „Svona hlutverk koma nú ekki oft.” „Nei, reyndarekki.” „En ef það er nú ekki gott — er það það, Emma? Virkilega gott? Er ballettinn það?" Þær hvíslast á og píanóið yfirgnæfir þær næstum, en Emma greinir samt áhyggjutóninn I rödd Deedeear. „Það verða margar vikur þangað til við getum vitað það með vissu, Deedee.” „Þú veist það. Þú veist alltaf allt slíkt.” Það er nú greinilegur áhyggju- svipur á andliti Deedeear. „Hvað er eiginlega að þér i dag?” Deedee hikaði en yggldi sig svo og sagði: „Það er nú eiginlega það sem koma skal sem að mér er. Ég er ófrísk.” Emma litur vantrúuð á maga Deedeear. „Ertu viss? Þú veist nú hvernig þetta er hjá okkur.” Eitt af mörgu sem þær eiga sameiginlegt eru óreglulegar blæðingar. „Læknirinn er alveg viss. Ég er komin þrjá mánuði á leið.” Emma glennir upp augun. Svo Ijómar hún öll og faðmar vinkonu sína að sér. En Deedee getur ekki séð augnsvip hennar. „Ó, Deedee, en dásamlegt!” „Erþað?” „Ég þori að veðja, að Wayne...” „Hann veit þetta ekki. Og ég veit ekki einu sinni hvort ég á að segja honum það.” „Hvers vegna i ósköpunum ekki?" „Ég vil ekki að honum finnist hann verði aðgiftast mér.” „Ó, Deedee...” „Ég vil ekki eignast barnið.” Emma horfir út um gluggann. „Ef þú gerir það ekki þá missirðu hann,” segir hún aðvarandi. „Kannski og kannski ekki. En ef ég eignast barnið missi ég ballettinn, það er alveg öruggt.” „O,” Emma bandar frá sér með hendinni, „það koma aðrir ballettar eftir þennan. Samband ykkar Waynes skiptir miklu meira máli. En þú ... ” En Michael er farinn að klappa saman höndunum. „Komið þið nú dömur mínar,” segir hann, „heim til Rússlands aftur!” „Seinna,” hvíslar Emma að Deedee. Emma fer úr peysunni og hraðar sér í átt til hans. Hann lítur aftur á Emmu og finnur að hún hefur öðlast enn meira öryggi, sjálfstraust hennar ýtir undir sjálfstraust hans. Eitthvað hefur skeð en Michael skiptir engu hvað það er. Það eina sem skiptir máli er ballettinn hans. „Byrjið á fimmtu stöðu fyrir tvöfalda snúninginn,” segir hann. Píanóleikarinn byrjar að spila og stúlkurnar hefja dansinn með nákvæm- lega sömu hreyfingum. Hvor horfir á sig í speglinum. „Eruð þið tilbúin? Allir tilbúnir?” Deedee hraðaði sér út úr 0]Eiectroiux kæliskápur Hvítur kæliskápur RP1180 335 lítr. meö 24 lítr. frystihólfi. H: 1550 mm. B: 595 mm. D: 595 mm. sparið 107.000 vegna hagstæöra samninga getum viö boöiö takmarkaö magn á kr. 269.000.- en rétt verö fyrir lækkun átti aö vera kr. 376.000.- Electrolux heimilistæki fást á Þessum útsöiustöðum: Akranes: Þóröur Hjálmsson, Borgarnes: Kf. Borgfiröinga, Patreksfj.: Baldvin Kristjánsson, ísafjöröur: Straumur hf., Bolungarvík: Jón Fr. Einarsson, Blönduós: Kf. Húnvetninga, Sauöárkrókur: Hegri sf„ Siglufjöröur: Gestur Fanndal, Ólafsfjöröur: Raftækjavinnustofan sf., Akurevri: K.E.A.. Húsavík: Grímur & Árni, Vopnafjöröur: Kf. Vopnfiröinga, Egilsstaöir: K.H.B., Seyöisfjöröur: Stálbúöin, Eskifjöröur: Pöntunarf. Eskfiröinga, Neskaupsstaöur: Kr. Lundberg, Höfn: K.A.S.K., Þykkvibær: Fr. Friðriksson, Vestmanneyjar: Kjarni sf., Keflavík: Stapafell hf„ Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, i sími 86117
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.