Vikan


Vikan - 08.03.1979, Qupperneq 11

Vikan - 08.03.1979, Qupperneq 11
bera fullan pott, þegar aðeins er eitt skaft að halda um. Það er þvi betra, ef potturinn er með tveimur höldum eða góðum eyrum. Grindin, sem potturinn er látinn standa á, er ekki heldur aUíaf jafnörugg. Oft má sjá potta með sléttum botnum, og grindin er þá kannski ekki heldur með traustum köntum. Þá er voðinn vís. Best er, ef potturinn og grind- in eru þannig úr garði gerð, að potturinn situr vel niðri í grind- inni, þegar honum hefur verið komið fyrir. Oft er hægt að fá hitagrindur undir potta keyptar sérstaklega. Þá þarf að gæta þess, að þær séu stöðugar og allstórar, þannig að þær passi undir mismunandi stóra potta. Helst þarf að vera hægt að ná til hitagjafans og jafnvel að taka hann úr grindinni, án þess að nauðsyn- legt sé að lyfta pottinum af grindinni. Járn og ál best Fonduepottar og tilheyrandi er nú fáanlegt í ýmsum gerðum og verðflokkum. En menn skyldu hafa í huga, að ekki henta allir pottar jafnt fyrir osta- og kjötfondue. Meðfylgjandi tafla sýnir okkur, að pottar úr steyptu járni (potti) og áli eru bestir, því þeir henta fyrir hvort tveggja, og þeir eru auk þess ágætir við alla aðra matreiðslu. Það er sem sagt ekki bráðnauð- synlegt að eignast sérstakan fonduepott, ef járn eða álpottur er til á heimilinu, heldur nægir þá að fá sér hitagrind og langa fonduegaffla. En löngu gaffl- VIKAN Á NEYTENDA- MARKAÐI arnir eru nauðsynlegir, annars geta menn brennt sig á heitri olíunni. Varið ykkur á olíunni Oliu verður alltaf að umgang- ast með mikilli varúð. Hún getur orðið afar heit og valdið óhugn- anlegum slysum. Hafið því gát á olíunni allan tímann. Látið hana aldrei verða svo heita, að það fari að rjúka úr henni. Hitinn þarf ekki að verða meiri en 170 gráður, og nota má hitamæli til Fyrir hvað hentar potturinn? að halda hitanum innan skynsamlegra marka. Einnig er hægt að fylgjast með hitanum á þann hátt að stinga fransk- brauðsbita i olíuna, og verði bitinn gulbrúnn innan einnar mínútu er olían hæfilega heit. Komist eldur í olíuna, getur orðið af því bál. En reynið aldrei að slökkva það með vatni. Hafið hins vegar alltaf lok við höndina til þess að kæfa eldinn, ef til þess kemur. Efni Fyrir ost Fyrir kjöt Á1 já já Glerjuð stálplata vafasamt já Steypt járn já já Kopar silfurhúð að innan já já ryðfritt innan vafasamt já tinhúðað innan já nei Leir (með eldföstum glerjungi að innan) já nei Ryðfrítt stál vafasamt já með álbotni já já IO. tbl. Vikan II
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.