Vikan - 08.03.1979, Síða 12
Hreint, hvað
sem það kostar?
Loksins er hún komin, bókin, sem á að
frelsa okkur frá slæmri samvisku sem
húsmóður. Hún heitir: „Hreint, hvað sem
það kostar" og kemur frá sænsku
neytendasamtökunum.
Nú á þvottafatan að standa í skápnum,
þangað til okkur langar til að nota hana.
Annars eigum við að gera það sem okkur
langar til: Lesa bækur, heimsækja vini, fara
í bíó, í stuttu máli — allt sem við höfum
hingað til ekki gefið okkur tíma til.
Þurfi að ræsta á öll fjölskyldan að hjálpa
til. Konur verða að læra að gera kröfur.
Ekki aðeins til fjölskyldunnar, heldur líka
byggingarmeistara, húsgagna- og efna-
framleiðenda og markaðsstjóra. í viðbót
við þetta munum við héðan í frá gagnrýna
alla, sem reyna að fá okkur til að trúa því,
að tandurhreint hús sé velheppnað heimili.
Það er þreytandi og leiðinlegt
að ræsta. Þetta er álit flestra
þeirra 110 heimilismanna, sem
sænsku neytendasamtökin
töluðu við. Könnunin sýndi lika
að enn fer alveg jafnmikill tími
til heimilisstarfa og í kringum
1950 þrátt fyrir að nú eru mun
meiri möguleikar á að létta
heimilisstörfin og spara þannig
tíma.
Ástæðan fyrir þessari tíma-
eyðslu getur verið uppgjöf. Hafi
konan ekki tækifæri til að starfa
utan heimilisins, stunda skóla-
göngu eða önnur áhugamál —
af hverju á hún þá að einfalda
og skipuleggja heimilisstörfin?
Það er konan, sem þrífur
Könnunin sýndi að tíminn
sem karlmenn eyða við hrein-
gerningar er þrítugasti partur af
þeim tíma sem konur eyða við
sömu störf. 13% af öllum
heimilisstörfum konunnar voru
ræstingar. Þrátt fyrir að flestum
þættu þær leiðinlegar höfðu
aðeins 23% reynt að einfalda
þær.
Þær konur er tóku þátt i
könnuninni eyddu yfirleitt átta
tímum á dag til heimilisstarfa og
þremur timum í vinnu utan
heimilis. Um það bil helmingur
þessara kvenna stundaði vinnu
utan heimilisins. Karlmennirnir
eyddu sjö tímum á dag í vinnu
utan heimilisins og tveimur
timum til heimilisstarfa.
Útivinnandi konur notuðu
um 25% minni tíma til heimilis-
starfa en konur sem ekki unnu
úti. Þetta má að hluta til skýra
með því, að það er minna að
gera á heimilinu ef heimilisfólk
er svo lítið heima. (Minni
uppþvottur, minni þrif og minni
barnagæsla, ef barnið er í
leikskóla). Útivinnandi konur
vinna einnig ef til vill skipulegar
að heimilisstörfunum, og þær
neyðast til að leggja minni
áherslu á útlit heimilisins.
Hvað karlmennina snertir
skipti litlu sem engu máli hvort
konan vann úti eða var heima.
Sérstakir erf iðleikar
Ein af spurningunum í könn-
uninni var, hvort eitthvað væri í
íbúðinni sem erfitt væri að halda
hreinu. Næstum 70% sögðu að
þær litu á vissa staði sem sér-
staklega erfiða: Það var erfitt að
komast til að þrífa bak við elda-
vélina og einnig var erfitt að
þrífa loftræstinguna fyrir ofan
hana. Fituleifar voru alls staðar
til vandræða í eldhúsinu, en þó
sérstaklega kringum eldavélina
vegna slæmrar loftræstingar. í
baðherberginu var erfitt að þrífa
undir baðkerinu og i hornunum
á salernisskálinni. Plast í dyra-
og gluggalistum, glerhurðir,
eldhússkápar, sem ekki ná alveg
upp i loft, húsgögn, sem erfitt
var að flytja til, eða svo lág að
vont var að ná undir, voru líka
til trafala við ræstingu.
Þeir sem höfðu reynt að ein-
falda heimilisstörfin höfðu
kastað mottunni undir eldhús-
borðinu og mottum sem ló kom
úr, sett smáhluti og skrautmuni
inn í skáp, alltaf notað inniskó
og gengið hart eftir því að allir
fjölskyldumeðlimir þrifu eftir
sig.
Hvers vegna ræstum
við?
Flestar þær konur sem náð
hafa fullorðinsaldri hafa átt
mæður sem gerðu alla íbúðina
hreina frá hólfi til gólfs tvisvar á
ári. Þær lærðu, að ræsting væri
dyggð — þvílík skömm að eiga
óhreint heimili. Þar sem lífið
snerist svo mikið um fullkomið
heimili var líka tekið vel eftir
hvernig það var hjá öðrum.
Væri íbúðin ekki tandurhrein
var talað um sóðaheimili.
Stúlkunum var snemma
kennt að sjá um heimilisstörf.
Bræður þeirra sluppu aftur á
móti alveg við það, að ekki sé nú
minnst á feðurna.
Og við höfum fært þessa hefð
yfir á okkar eigin heimili. Samt
hefur heimurinn breyst og nú
eru gerðar nýjar — og langtum
fleiri kröfur til kvenna. Auk þess
að vera góð móðir og húsmóðir
á konan lika að fylgjast vel með
þjóðfélagsmálum, taka virkan
þátt í skólastarfi barna sinna og
leggja visst af mörkum til
áhugamála þeirra, eins og skóla-
hljómsveitarinnar, skátahreyf-
ingarinnar, íþróttafélagsins,
ballettsins, barnakórsins o.s.frv.
í viðbót við allt þetta starfa svo
margar konur utan heimilis.
Er þá nokkuð undarlegt að
konur fái streitu vegna heimilis-
starfanna?
Að mörgu leyti eru kjör
kvenna verri en þau voru áður
fyrr. Þá þurftu þær bara að
ræsta. Nú ræsta þær, en berjast
samt við sektartilfinningu af því
að þær hafa ekki krafta til að
gera það eins vel og þær vildu, af
því að þær eru í stöðugu
.kapphlaupi við tímann og af því
að heimilið lítur ekki út eins og
auglýsing í tímariti.
Hversdagslega striða þær við
brauðmola og sand á gólfinu,
bletti á hurðum og veggjum,
óhreina glugga, og útiföt, bæði
sinna barna og annarra, á tvistri
um allt anddyrið.
Og líti einhver inn, fá þær
strax samviskubit: Ekki líta í
kringum þig, hér er allt í drasli.
Ég hef ekki haft tíma til að þvo
gluggana í þessari viku, o.s.frv.
Fyrir hverja ræstum við?
Sektartilfinningin, sem stafar
af uppeldinu, veldur því að
konum finnst þær skyldugar til
að vera uppruna sínum trúar.
Könnunin sýnir að þær reyndu
þess vegna að þrífa sérstaklega
vel ef von er á mömmu eða
tengdamömmu i heimsókn.
Þeim finnst þær líka skyldugar
til að halda heimilinu tandur-
hreinu vegna vina og nágranna.
Auðvitað þrifa þær líka svo
að þeim liði sjálfum betur. Það
er vissulega ánægjulegt að virða
fyrir sér tandurhreint hús. Þær
varpa öndinni léttar — og verða
léttari í skapi. Þess vegna neyða
konur sig til að stunda sömu
12 Vikan 10. tbl.