Vikan


Vikan - 08.03.1979, Page 41

Vikan - 08.03.1979, Page 41
hurfu út í myrkrið og eru þar með úr sögunni. Skerandi óp barst nú um gangana. Ljósmyndarinn mundaði tæki sín, og var engu Iíkara af svipbrigðum hans en að nú ætlaði hann að taka hina fullkomnu mynd. En þó að ópið hafi verið skært og mikið, þá virtist tilefnið öllu minna. Þetta var bara unglingsstúlka, sem dottið hafði á svellbungu fyrir utan Klúbbinn, og blæddi þó nokkuð úr enni hennar. Hún fór heim skömmu síðar með saum I enni og grát- bólgna hvarma. Ekki var hún fyrr farin en tvær kyn- systur hennar á svipuðu reki drösluðust inn alblóðugar í andliti. Önnur hafði runnið á hálum klaka, en hin verið barin af manni sínum fyrir utan Hótel Borg. Dauðadrukknar voru þær saumaðar saman, en sýndu lítið þakklæti við brottför. Var helst á þeim að skilja, að aldrei hefðu þær komið á lúalegri stað en Slysavarðstof- una. Læknarnir ypptu öxlum og glottu. Næsti sjúklingur var miðaldra maður, sem keyrt hafði verið yfir, og bar hann þess greinileg merki, því hjólför voru yfir hann miðjan. Hafði hann verið skilinn eftir í blóði sínu á miðjum Laugavegi, en bílstjórinn náðist þó seinna um nóttina. Sá slasaði bar sig vel, og nægði að sauma hann saman hér og þar. Alla nóttina hélt fólk áfram að streyma inn. Flest voru þetta þó minni háttar tilfelli, sem auðvelt var að ráða bót á — en mikið var grátið. Starfsfólkið var á einu máli um, að þetta væri með rólegri helgar- nóttum I langan tíma, og skýringin líklega sú, að þetta var síðasta helgi í mánuðinum og fólk ekki með of mikla peninga handa á milli. VIKAN var að tygja sig heim, þegar mikill kvenforkur um sextugt birtist í dyrunum, í sundurtættum samkvæmiskjól og með svöðusár I andliti. — Þetta var bara bóndinn, þetta var bara bóndinn, kjökraði hún á meðan henni var komið fyrir á borðinu. — Svona endar þetta alltaf, þegar við förum á þorrablót, bætti hún við. Hún lá enn á borðinu, þegar við kvöddum, og klukkan var langt gengin í fimm. Við vorum reynslunni ríkari og vissum fyrir víst, að ef áfengi hefði ekki verið með í ferðum fólks þetta kvöld, þá hefði aðeins einn sjúklingur komið á Slysavarðstofuna. Það var drengurinn, sem skar sig á hendi og um var getið i upphafi þessarar greinar. En hvað um það. Við héldum heim sannfærðir um að við hefðum náð öllu sem máli skipti þessa nótt, en það var nú ekki alveg rétt. Fyrstu fréttir, sem maður heyrði morguninn eftir, voru á þá leið, að ung stúlka hefði verið barin til óbóta seinni hluta nætur og hlotið bana af. Einnig var tekið fram að hún hefði verið flutt á slysa- deild Borgarspítalans — en þá vorum við nýfarnir... EJ Og nefið var listílaga samansaumað. Allt tilbúið f yrir aðgerð. Hann rann á nafið I hálkunni. þessi varð til þess, að læknarnir gátu farið að snúa sér að drengnum, sem fundist hafði fyrir utan Tónabæ. Frá því að hann kom inn, hafði hann barist þannig um á hæl og hnakka, að ekki nægðu færri en 4 lögreglu- þjónar til að halda aftur af honum. Einnig hafði faðir hans bæst í hópinn, þannig að í allt voru það 5 menn, sem héldu drengnum. Var honum gefin sprauta, og sljákkaði þá í kauða. Úr básnum mátti enn heyra unga læknastúdentinn vera að reyna að hafa sjúkrasöguna upp úr þeirri lyfjuðu með bláu hendurnar, en gekk lítið. Þó mun þetta líklega hafa verið góð æfing fyrir stúdentinn. Nú fór að hægj^st um hlutina aftur. Ungi drengurinn, sem fundist hafði fyrir utan Tónabæ, var nú allur orðinn rólegri, og þeir feðgarnir leiddusit nú hönd í hönd út spítalaganginn, kvöddul með ró og spekt, IO. tbl. Vikan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.