Vikan


Vikan - 08.03.1979, Qupperneq 62

Vikan - 08.03.1979, Qupperneq 62
PÓSTIRIW Þær eru báðar hrifnar af mér Kæri Póstur! Þetta er í fyrsta sirm sem ég skrifa þér, og ég vona að þú svarir mér fljótlega. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifinn af tveimur stelpum og þær eru báðar hrifnar af mér! — Hvað lestu úr skriftinni og hvað heldur þú að ég sé gamall? 7949-9368 Hvert er vandamálið? Hjartan- lega til hamingju með velgengni þína á þessu sviði og reyndu að gæta þess að vera ekki með þeim báðum í einu, nema þær samþykki. Skriftin er svo ómótuð að úr henni er ekkert hægt að lesa og þú ert enn á barnaskólaaldri. Frosin á tánum Kæri Póstur! Ég skrifaði þér fyrir stuttu, en bréfið mitt hefur ekki enn birst í Vikunni. Mig langar að spyrja þig um eitt, sem ég vona að þú getir gefið mér svar við. í skólanum finnst mér dálítið ósanngjarnt að í frímínútunum þurfum við að fara út í mikið frost, þótt við séum ekki klædd til þess að vera úti. Um daginn voru nokkrar stelpur I mínum bekk inni í frímínútunum því þær sögðu að þær vœru lasnar, en það held ég ekki því þær komu allar I skólann daginn áður. Ég var bara I þunnum sokkum og varð að fara út, en mér var nú kalt, því hér er mjög mikill snjór. Ég varð blaut og var alveg frosin á tánum og mér lá við gráti. En í næstu frímínútum varð mér ennþá kaldara. Finnst þér þetta ekki ósanngjarnt? Ég veit að ég átti að vera í ullarsokkum, en ég gleymdi að fara I þá í þetta skiptið. Ég vona að bréfið mitt fari ekki I hina frægu Helgu bréfakörfu, þótt skriftin sé ekki góð. Ein frosin á tánum. Líklega er það alveg rétt hjá þér að þú hefðir átt að vera betur klædd, fyrst það er skylda að fara út i fríminútum í þínum skóla. Satt að segja hefur Pósturinn aldrei skilið nauðsyn þess að skylda nemendur fremur en kennara til þess að fá sér frískt loft í frímínútum gegn vilja sínum. Æskilegast væri að hans mati að nemendur fengju að dæma um þörf sína fyrir frískt loft sjálfir, því þeir hljóta manna best að finna, hvort þeim sjálfum er orðið óþægilega heitt eða kalt. Nokkrar spurningar Kæri Póstur. Mig hefur lengi langað til að skrifa þér, svo ég ákvað að gera það nú. — Hér eru nokkrar spurningar og ég vona að þú hafr svör við. 1. Er það rétt að Meat Loaf sé látinn 2. Hvað er (var-hann gam- all? 3. Getur þú sagt mér hvar heilsurœkt Jowetts er til húsa í Reykjavík og hvaða símanúmer er þar? 4. Hvað á ég að vera þungur ef ég er 1.79 sm og stórbein- óttur? 5. Hve oft á maður að skipta um olíu á gírkassa í bíl og hve oft á að láta smyrja bíl? 6. Hvaða sjampó er best við feitu hári (mjög feitu)? 7. Hvað þýðir Uriah Heep? Ég verð nú að fara vinur, LIFÐU HEILL! Fiskur Hinn vinsæli Meat Loaf var enn á lífi, síðast þegar Pósturinn vissi og við bestu heilsu. Heilsurækt Jowetts tókst Póstinum ekki að finna neinar upplýsingar um, en ef til vill getur einhver lesandi hjálpað í því efni? Samkvæmt þyngdartöflunni okkar átt þú að vera 82-84 kiló, ef þú ert mjög kraftalegur, annars aðeins léttari. Skipting á olíu á girkassa fer mikið eftir bíltegundum, svo þú ættir að fara á smurstöð og fá þar nákvæmar upplýsingar og þá einnig um það, hversu oft á að smyrja. Aðalreglan mun i því síðarnefnda vera eitthvað i kringum 2000 km. Sjampó fyrir feitt hár eru til í tugatali og ættir þú að fara í næstu snyrtivöru- búð og spyrja afgreiðslustúlk- urnar ráða. Þú getur búist við að þurfa að reyna fleiri en eina tegund og reyndar er fólki ráðlagt að skipta oft um i því efni. Uriah Heep er nafn á frægri sögupersónu úr bókinni David Copperfield eftir Charles Dickens og Uriah var ein af ógeðfelldustu manngerðunum. Að lokum: Hvert fórstu? En ég tek ekki pilluna .. Kæri Póstur! Nú á ég í vandræðum, eins og getur komið fyrir besta fólk. Strákurinn, sem ég hef verið með um tíma, er orðinn eitthvað svo einkennilegur í viðmóti. Núna er eins og hann vilji mig ekki eða að einhver misskilningur sé á milli okkar. Við höfum verið talsvert mikið saman undanfarnar vikur. Hann hefur ekki beðið mig um að vera með sér á föstu, en samt erum við saman, þegar við hittumst. Hann býður mér á bíó og böll og ýmislegt fleira skemmtilegt og þá höfum við alltaf haft það gott saman. Hann veit að ég er mjög hrifln af honum og segir mér að hann sé hrifmn af mér. Ef ég geng úti á götu og hann á leiðframhjá I bíl býður hann mér alltaf far og okkur líður vel í návist hvors annars. En síðast þegar við vorum saman kom upp smávandamál á milli okkar. Við ætluðum að sofa saman, en ég tek ekki pilluna og nota enga vörn. Hann hafði ekki smokk og við urðum sammála um að gera ekki neitt, og ég var mjög ánægð að hann skyldi skilja þetta svo vel og hélt að allt væri í lagi á milli okkar. Hann sagðist ætla að verða sér úti um smokk og þá væri allt í lagi. Síðan þetta var hefur hann varla yrt á mig og ef hann ekur framhjá mér þykist hann ekki sjá mig. Ég get varla lýst því, hvað ég er sár og undrandi. Heldur þú, Póstur góður, að hann sé vondur út í mig, eða þá að hann haldi að égsé vond út íhann? Nú hugsa ég mikið um þetta, því mér þykir svo vænt um hann og vil ekki missa hann. Finnst þér að ég ætti að tala við hann eða láta kyrrt liggja? Viltu helst bara birta svarið en svaraðu mér samt sem fyrst og reyndu að hjálpa mér, því mér líður mjög illa. Tryppa Því miður er það regla að birta ekki aðeins svörin heldur lika bréfin, sem berast, því með því móti er ef til vill hægt að aðstoða aðra, sem eiga við svipuð vandamál að stríða og bréf- ritari. Pósturinn tók það ráð að birta því bréfið þitt og sleppa ýmsum smáatriðum í þvi, svo ekki reynist unnt að geta sér til um, hver þú ert og vonar að þér þyki ekki miður. Þú ert örugglega ekki ein um að hafa áhyggjur af svipuðu atviki og ættir að taka þessu með mestu rósemi. Hann hefur örugglega ekki orðið vondur út í þig og þið hafið þama gert það eina rétta í þessu tilviki. Hins vegar er það einnig eðlilegt að hann grípi feimni, þegar honum er orðin kvöð að verða sér úti um varnir. Þá finnst honum ef til vill að hann komist alls ekki hjá því að vera með þér á þennan hátt næst þegar þið hittist og hefur þá áhyggjur af þvi hvort allt fari nú eins og það á að gera eða hvort hann klúðri þessu ef til vill öllu. Þá hræðist hann ef til vill líka að eitthvað leki í eyru kunningjanna, sem myndu nú ekki láta slíkt tækifæri framhjá sér fara og erta hann með því eins lengi og kostur er. Þetta jafnar sig yfirleitt með tímanum. Það eina sem þú getur gert er að biða róleg og þú ættir ekki að reyna að ræða þetta við hann, nema til þess gefist alveg sérlega hagstætt tækifæri. 62 Vikan 10. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.