Vikan


Vikan - 29.03.1979, Page 4

Vikan - 29.03.1979, Page 4
Vinsældir og áhrrf í dagblöðunum getur stundum að líta auglýsingar frá Stjórn- unarskólanum c/o Konráð Adolphsson, þar semboðið er upp á námskeið í ræðumennsku, mannlegum samskiptum, hvernig öðlast eigi vinsældir og áhrif, hvernig losna eigi við kvíða og áhyggjur, eða í stuttu máli sagt, hvernig njóta eigi lífsins til fulls. Námskeiðin eru kennd við Dale Carnegie, bandarískan alþýðu- fræðara, en þar sem hann er ekki lengur hér á meðal vor, gengum við á fund Konráðs Adolphssonar sem hefur einkaleyfi á námskeiðum hans hérlendis. Ástæðan var einföld, við vildum fá að vita meira en stendur í auglýsingunni. Konráð tók okkur vel og rabbaði við okkur afslappaður og brosandi. Dale Carnegie? — Dale Carnegie var fátækur bónda- sonur og hafði faðir hans orðið að selja búgarð sinn og flytjast nær borginni til að koma börnum sínum í skóla. En eins og allir vita þá er menntun i Bandarikjunum dýru verði keypt, og með því að flytja sig um set tókst fátæka bóndanum að koma börnum sínum í ríkisskóla, og þar byrjaði ævintýrið um Dale Carnegie. Dale var fátækur og hafði því ekki efni á að kaupa sér eins fín föt og aðrir, og af þessu spratt minnimáttarkennd. Hann fór því að velta fyrir sér hvernig hann gæti yfirstigið þessa sálrænu bæklun sín og eftir tölu- verðar athuganir komst hann að þeirri niðurstöðu að það voru tvær tegundir af mönnum sem vegnaði vel. Annars vegar voru það þeir sem voru í íþróttum og hins vegar þeir sem gátu staðið upp og sagt nokkur orð. Þar sem Dale var ekki íþrótta- mannslega vaxinn valdi hann seinni kostinn og fór að þjálfa sig i ræðumennsku. Hann byrjaði að taka þátt í kappræðu- fundum í skólanum og tapaði hverri keppninni á fætur annarri. En smám saman fór honum að vegna betur, og þar kom að hann vann hverja þá keppni er honum sýndist. Fór nú vegur hans vaxandi og lauk hann námi sínu. Að þvi loknu fór hann að velta velgengni sinni fyrir sér, og er hann leit til baka varð honum ljóst að lykillinn að öllu þessu var einfaldlega að geta staðið upp og sagt nokkur orð. Hann hafði þá samband við K.F.U.M. og í samráði við þann félagsskap hóf hann að kenna mönnum úr viðskiptalífinu að koma fyrir sig orði á mannamótum. Aðsóknin varð strax gífurleg en þá komst Carnegie að þvi að það var ekki nóg að kenna mönnum að koma fyrir sig orði, það leysti ekki allan vanda. Þessir menn höfðu lika viðskipta- áhyggjur og mannleg samskipti voru ekki þeirra sterkasta hlið. Carnegie settist þá niður og hóf að skrifa þær bækur sem námskeið hans hafa síðan byggst á. Eru það bækurnar „Vinsældir og áhrif’ og „Lifsgleði njóttu”, en þær hafa báðar komið út í islenskri þýðingu. Byggjast þær á lífsreynslusögum sem Carnegie safnaði bæði meðal nemenda sinna og annarra, nokkrum sannindum úr Biblíunni og svo upplýsingum um hvernig þekktir menn höfðu komið sér áfram í lífinu. Allt var þetta soðið saman, og fyrsta Dale Carnegie námskeiðið var haldið í Bandaríkjunum árið 1912. Nú eru fræðin kennd í 56 þjóðlöndum við vaxandi vinsældir. „Það er ekkert gaman að tala við Konráð" — Hvernig ég kynntist Dale Carnegie námskeiðunum? Það er nú saga að segja frá Konróð t6k okkur vel... því. Eftir að ég lauk prófi í viðskipta- fræðum hér heima, var mér boðið starf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna i Maryland i Bandaríkjunum. Svo var það einn daginn er ég var að koma heim frá vinnu að konan mín sýnir mér hálfsíðuauglýsingu um Carnegie-námskeið. Þetta var auglýsing í svipuðum dúr og við birtum hér heima, nema hvað hún var miklu stærri. Konan min hvetur mig óspart til að athuga málið, en ég tek því fálega. En þá vildi þannig til að við vorum nýbúin að vera í hanastéls- boði hjá íslenska sendiherranum í Washington í tilefni af 17. júní. Þar segist konan mín hafa heyrt á tal tveggja manna sem voru að ræða um að það væri ekkert gaman að tala við hann Konráð því hann talaði ekki um neitt annað en starf sitt. Þó ég hefði mikinn áhuga á starfi mínu varð ég samt að játa að eitthvað var til i þessu. Konan mín spyr þá hvort hún eigi ekki að hringja og athuga málið fyrir mig, en það fannst mér of langt gengið svo ég segist gera það sjálfur. Ég hringdi, og þar með var ég kominn í gang. —■ Þar sem ég var starfsmannastjóri hjá fyrirtækinu var oftlega hringt í mig úr skólum í nágrenninu og ég beðinn að koma og spjalla við nemendurna um ísland. Ég hafði alltaf svo mikið að gera að aldrei varð neitt úr neinu. En sannleikurinn var náttúrlega sá að ég þorði ekki. Undir- 4 Vikan 13. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.