Vikan


Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 29.03.1979, Blaðsíða 5
... brosandi og afslappaður. ... og rabbaði við okkur... tónninn var kannski skortur á öryggi — að þora ekki að'standa upp og segja nokkur orð. En meðan á Dale Carnegie námskeið- inu stóð opnaðist fyrir mér nýr heimur, og áður en námskeiðinu lauk var ég búinn að fara í einn skóla og spjalla um ísland og stóð mig prýðilega. Þetta var eitthvað nýtt. — Á þessum tíma var mikil spenna í stjórn Sölumiðstöðvarinnar, nýbúið að reka sölustjórana, verkstjórinn var að segja upp og ýmislegt fleira. Allt þetta olli kvíða og áhyggjum hjá starfsfólkinu, en hvað mig áhrærði þá var Carnegie-námskeiðið góð lausn. Maður náði betri tökum á kvíða og áhyggjum. Hefur útskrifað 4000 íslendinga — Ég og konan mín fórum nú að tala um hvað svona námskeið vantaði gjör- samlega á íslandi, alla vega sæi skólakerfið ekki um þessa hluti. Svo komum við heim, eftir að hafa gert það upp við okkur að við ætluðum ekki að gerast Ameríkanar og ég hélt fyrsta námskeiðið 1965. Siðan hefur þetta hlaðið utan á sig, og nú er svo komið að ég geri ekki annað og hef samt aðstoðar- fólk við kennsluna. Við erum nú búnir að útskrifa á fjórða þúsund manns, og ekkert lát er á aðsókninni. Þessi námskeið eru rekin með einkaleyfi frá Bandarikjunum og við hérna á íslandi erum búnir að standa okkur það vel að yfirstjórn námskeiðanna í Bandarikjunum hefur nú veitt okkur einka- leyfi á kennslu í Sviþjóð og Danmörku og erum við þegar byrjaðir við feikilega góðar undirtektir. Maður verður að þeytast á milli, enda hef ég alltaf verið að predika að landamæri íslands eigi ekki að vera 200 mílur, heldur eigum við að sækja á ný mið og gefa ekki útlendingum eftir í neinu. Enda erum við búnir að sýna það og sanna fyrir löngu að við höfum hæfileikana. Að muna mannanöfn og fá stöðuhækkun — Námskeiðin fara þannig fram að kennt er eitt kvöld i viku í fjórtán vikur. Aðalmálið er ekki að kenna fólki ræðumennsku, þvi það er takmarkaður fjöldi manna sem hefur bein not af því. Hitt er mikilsverðara, að ef þú getur staðið frammi fyrir stórum hópi manna og sagt það sem þér býr i brjósti, þá byggir þú upp trú á sjálfan þig og það er það sem við erum að reyna að kenna, — að þekkja áheyrendur. Við dreifum bæklingum um hvernig muna eigi mannanöfn og hvernig ná eigi hylli áheyrenda. — Nemendur okkar koma úr öllum stéttum og það er ekkert meira um fólk úr viðskiptalífinu eins og margir virðast halda. Nei, þetta fólk er ekki haldið áber- andi minnimáttarkennd, því ef svo væri þá kæmi það ekki til okkar. Þetta er fólk sem vill ná lengra. Sumir eru að leita eftir mannlegum samskiptum, aðrir vilja losna við áhyggjur og enn aðrir hafa skilist frá þjóðfélaginu, lokast inni og vilja komast aftur út i þjóðlífið, eignast nýja vini og þess háttar. Með virkri þátttöku virðist losna um eitthvað hjá þessu fólki og það fer að gera hluti sem það hefði aldrei gert annars. Fólk sem aldrei hefur komið fram áður birtist á skemmtunum hjá okkur með gítar í hönd og syngur og spilar. Meira að segja hafa nemendur okkar haldið málverka- sýningar. Þetta kemur inn á svo miklu fleiri svið en bara ræðumennsku. Námskeiðin eru orðin viðurkennd í atvinnulífinu því mörg stórfyrirtæki senda starfsfólk sitt til okkar í nokkurs konar endurmenntun, og það virðist bera ein- hvern árangur því sömu fyrirtækin senda fólk aftur og aftur. Einnig er farið að taka tillit til námskeiðanna við stöðuveitingar. Við trúum því að maðurinn búi yfir svo miklu meiri hæfileikum en daglega koma í ljós, og það er takmark okkar að ná þeim hæfileikum fram. EJ 13. tbl. Vikan S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.