Vikan


Vikan - 29.03.1979, Qupperneq 15

Vikan - 29.03.1979, Qupperneq 15
þá var hún enn að dansa. Og þegar ég kenndi þér var ég enn að dansa. Nú kenni ég Carolyn og þráðum þér, Emilía — ef þú leggur hart að þér. Þannig lærið þið líka af Kœssinskaya og Maryinsky ballettinum ...” Dahkarova elskaði að rifja upp gamla tímann sem hún saknaði svo mjög. Núna hafði hún einmitt réttu áheyrendurna og hvað gerði til þó hún talaði enn með út- lendum hreim og kannski ekki alveg rétt. Það gat enginn sagt betur ljóslifandi frá því hvemig ballettinn þróaðist gegnum árin, hvernig frægar ballerínur höfðu miðlað hver annarri þekkingu eins og allar aðrar hefðir sem kynslóð eftir kyn- slóð heldur við. Deedee hallaði sér upp að vaskinum meðan hún beið eftir að teið væri nægi- lega staðið og hlustaði á samræður hinna. Hún horfði fyrst á upplitaða ntyndina af Kcessinskaya á veggnum og síðan á þessar fjórar kynslóðir dansara sem sátu umhverfis borðið. Dahkarova sem einu sinni hafði verið fræg, Emma sem var að verða búin með sinn feril, Carolyn sem var á leið upp tindinn og Emilía sem var rétt að byrja. Það voru ekki nema um það bil sex fet frá borðinu og yfir að vaskinum en Deedee fannst þetta eins og sex þúsund mílur, tuttugu ár eða eitthvað óendanlegt. Þetta var sú fjarlægð sem var á milli hennar og þess heims sem hún hafði lagt svo hart að sér til að tilheyra. Þess heims sem hún þráði svo heitt að vera þátttakandi i en sem hún ekki átti neina hlutdeild i lengur. Öllu þessu var hún búin að tapa fyrir fullt ogallt. Hún hellti tei í bolla dansaranna og settist svo niður við hlið Emilíu. 5. kafli. „Uppselt,” sagði Michael við Ade- laide og beið eftir svari. Hann þurfti ekki að biða lengi. „Hvað er búið að selja mörg stæði?” „Fleiri en leyfilegt er. Slökkvilið- ið ... ” „Má fara fjandans til.” Það var glettnisglampi í augum hennar. Um leið og þau settust lagði hann handlegginn ástúðlega utan um hana og honum brá þegar hann fann hve horuð hún var orðin. Hvað yrði eiginlega um þennan ballettflokk þegar hún væri öll. Hann vissi það ekki, ekki frekar en hann vissi hversu langt þessi stórkostlega kona átti eftir. Hann vissi ekki heldur hvemig henni tókst að kúga og stjórna hverjum einasta meðlim i þessum ball- ettflokki og fá alla til að gera nákvæm- lega það sem hún áleit best fyrir flokkinn hverju sinni. Eða hvernig henni tókst að finna tíma til að knýja fram fjárstuðn- ing, tima til að betla ný lán, alltaf tókst henni einhvern veginn að afla peninga á síðustu stundu áður en allt sigldi í strand. í byrjun æfingatímabilsins höfðu ekki einu sinni verið til peningar fyrir nýjum æfingaskóm! Það var búið að þurrausa alla styrkt- arsjóði. Hún heyrðist oft tauta „Ham- ingjan góða" þegar allt flaut einhvern veginn en Michael vissi alltaf hvenær ástandið var orðið virkilega ískyggilegt; þá kom hún með nesti með sér í hádeg- inu i bréfpoka. („Þú ættir að minnsta kosti að veita þér þann munað að kaupa þér nestisbox,” mótmælti hann einu sinni. „Það væri óþarfa stærilæti,” hafði hún svarað.l Það var á slíkum stundum sem hún strikaði út þá sem kannski hefðu mátt vera löngu farnir. Auðvitað lét hún hann svo vinna skítverkin — eins og að tala við Emmu. Og hann vissi að hún átti eftir að krefjast þess að hann tilkynnti Emmu fleiri breytingar. Nei, hún yrði sjálf að sjá um það. Þaðan sem hann sat gat hann séð yndislegan vangasvip Emmu þegar hún sneri sér að Freddie. Hún hafði hlegið dátt þegar hún sagði honum hvernig henni hafði tekist að þvingá aumingja Freddie til að koma með sér á fyrstu sýn- inguna á Giselle þetta árið. „Veistu að hann er hræddari við mig en Annabelle? Hann sagði: „Annabelle er með ákaflega formlegt matarboð,” og ég sagði: „Freddie, mér er alveg sama. Þú getur tekið á sprett i þessa bölvuðu veislu hennar um leið og tjaldið verður dregið fyrir i síðasta sinn. En það skal enginn geta sagt að við séum að fela okkur. Við mætum saman og við verðum svo stórkostlega glæsileg að fólk verður alveg hissa að við skulum ekki heldur vera á sviðinu!” ” Framhaldssaga Fimmtí hluti Hún var svo sannarlega stórglæsileg og þegar Sevilla kom fram á sviðið i fyrsta sinn klappaði hún nákvæmlega nógu lengi og nákvæmlega nógu hátt. Svipur hennar var jafn alvarlegur og væri hún konungborin vera. Fyrsta sýn- ing á Giselle var orðin árviss hefð, sýn- ing sem var nokkuð örugg til að græða á, sýning sem oft var stórt skref fyrir ein- hverja óþekkta ballerinu á leið upp á tindinn. Carolyn sem sat lengra I sömu röð og Emma hlustaði með athygli á athuga- semdir þær sem Peter hvislaði að henni. Enda þótt Michael gæti ekki greint orða- skil þá hefði hann vel getað endurtekið orð fyrir orð það sem Peter var að benda Carolyn á í sambandi við Sevillu; þessar hreyfingar yrði hún að gera eins, þessar yrði hún sjálf að útfæra. Með hjálp Peters og Dahkarovu gæti Carolyn náð þangað sem hún vildi. Hún var metorða- gjörn, mjög lagleg og hún dansaði fallega. Þó hún gæti ekki talist vel gefin þá vissi hún alltaf hvaða kennari væri bestur. Auk þess hafði hún þann styrk og þá hlýðni og undirgefni sem þurfti til þess að framkvæma allt það sem kennar- inn krafðist. Með aðstoð Peters myndi hlutverkið i Giselle gera Carolyn að þekktri ballerínu. Og gera út af við Emmu. Eitt augnablik var Michael gripinn beiskjublandinni reiði þegar honum varð hugsað til alls þess sem Peter gat veitt honum en sem Emma hvorki gat né vildi láta í té. En Michael hafði sjálfur kennt Peter að láta einkamálin aldrei sitja í fyrirrúmi og þvi gat Peter setið og hlegið með Emmu og honum gat fundist Caro- lyn heimsk og leiðinleg. Hann var bara að sinna sínu starfi. En Michael sem hafði verið djúpt sleginn yfir að þurfa að segja Emmu fréttirnar var bara eins og hver annar heimskingi sem hélt að hann gæti gripið inn i gang lífsins. Ballett- flokkurinn varð að fá Carolyn í stað Emmu og sem næsta i röðinni á eftir Sevillu. Sevilla átti ekki eftir svo mörg ár, hún var orðin þrjátíu og fimrn ára. Þessi hefðbundni gangur lífsins gerði Michael í senn reiðan og örvæntingar- fullan. En hann vissi að það var sanit ákaflega heimskulegt og tilgangslaust. Lífið i ballettheiminum gekk bara hrað- ari gang en annars staðar. Giselle ætti um ókomin ár eftir að verða til þess að skapa nýjar ballerinur og tortíma öðrum. Emma hafði aldrei verið neitt sérstak- lega hrifin af fyrsta þætti Giselle, nema einu atriði, því henni fundust dansarnir ekki njóta sín heldur skipti meira máli hvort svipbrigði dansaranna voru rétt. Þýð.: HalldórQ Viktorsdóttír Kvikmyndin „The Turning Point" hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna frábærs leiks tveggja mikilhæfra leikara í aðalhlutverkunum, þeirra Shirley MacLaine og Anne Bancroft, sem leika Deedee og Emmu. Leslie Browne og Mikhail Baryshnikov leika einnig stór hlutverk í myndinni, en stjórnin er í höndum Herberts Ross. Hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Arthur Laurents, höfundi sögunnar, sem hér birtist undir nafninu „Á krossgötum". Kvikmyndin verður væntanlega sýnd í Nýja Bíói síðar á árinu. A KROSSGOTUM eftir Arthur Laurents 13-tbl. Vlkan 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.