Vikan - 29.03.1979, Page 18
Ég vinn alia daga á bókasafhi,
og mér þætti mjög vænt um, cf þið gætuð
verið mcð einhvcrn hávaða hér á kvöldin.
A KROSSGÖTUM
„Við skulum bjóða henni virkilega
fintútað borða."
„Nei, við skulunt frekar bjóða þér."
Emma hristi höfuðið. „Nei. Mig
langar í kampavín.”
Emilía lagði frá sér ntatseðilinn.
„Þetta er allt svo dýrt," hvíslaði hún.
„Þetta er nú lika sérstakt tilefni."
Emnta lyfti kantpavínsglasinu. „Þina
skál."
„Já, skál fyrir þér," sagði Deedee.
„Nei,” sagði Emilia sent naut alls
þessa, naut þess að vera í þessunt fallega
sal. Henni hafði verið sagt að Balan-
chine snæddi hér oft kvöidverð og þarna
var hann einmitt ásamt tveim ungunt og
mjög laglegunt dönsurum. Og þarna
voru lika Baryshnikov, Gelsey Kirkland
og Sevilla með Englendingnum sem
hafði flogið hingað til að hitta hana sér-
staklega.
„Ég vorkenni Carolyn,” sagði Emilía.
„Meinarðu vegna þess að hún þarf að
feta i fótspor Sevillu?” spurði Emma.
„Já, kannski, en mest vegna þess að
hún fær ekki Yuri sem mótdansara.
Hann er svo dásamlegur." Hún roðnaði.
„Sem dansari meina ég. Hann er besti
dansari sem ég hef séð á ævi minni. Besti
karldansarinn á ég við,” sagði hún í flýti
og leit á Emntu.
„Horfðirðu á hann i kvöld?” spurði
Deedee.
„Ó, já!" Augu Emiliu Ijóntuðu. „Ég
stóð út við sviðsbrún, hvenær sem ég
gat. Ég ætlaði að fylgjast nteð Sevillu —
eins og þú sagðir mér að gera,” sagði
hún við Ernntu, „en ég gat ekki annað
en horft á hann. Það er eins og þetta sé
allt svo auðvelt hjá honum. Hann er svo
sterkur en samt — en samt er eins og
hann svífi. Stundum þegar Ijósið
glantpar á hári hans — eða þegar hann
teygir handleggina i áttina til manns —
eða þegar maður sér allt í einu augu
hans — þá er hann alveg dásamlegur."
Hún heyrði sjálf hvernig þetta hljómaði
og leit niður fyrir sig.
Móðir hennar og guðmóðir litu hvor á
aðra.
„Nú já,” sagði Deedee lágt, það rifj-
aðist ýmislegt upp fyrir henni og eins og
Entrnu fannst henni hún vera orðin
hundgömul.
Tveir dagar liðu. Lífið gekk sinn vana-
gang. Það var hlýtt en ekki heitt og
Deedee leið allt í einu eins og ungri
stúlku. Unt morguninn hitti hún Ade-
laide og hún fékk sitt langþráða kennslu-
starf við ballcttskólann. Seinna um dag-
inn fór hún með Emilíu og Ethan í kjall-
arann hjá Bloomingdale til að gera sér
dagamun. Þau voru á leið heim þegar
ntaður sent liktist helst stórum bangsa
kom askvaðandi út af einni kaffistof-
unni. læddist aftan að Deedee, lyfti
henni i loft upp og sneri henni í hring.
Hún æpti upp yfir sig og krakkarnir
störðu á þau gapandi af undrun. Bangs-
inn setti hana niður og leit á hana og
Ijómaði af ánægju.
„Rosie!”
„Hver annar gat það verið?” spurði
hann.
Hann var kontinn með yfirvaraskegg
og hár hans var farið að þynnast. En
hann var enn jafn kæruleysislegur i
klæðaburði og það var sama hlýjan i
augnaráði hans og verið hafði fyrir
tuttugu árum. Hún kynnti hann fyrir
börnunum og reyndi að útskýra hver Joe
Rosenfeld væri meðan hann hneigði sig
fyrir Emiliu og heilsaði Ethan eins og
hann væri trúður i sirkus. Þeim fannst
hann haga sér eins og kjáni en gættuþess
vel að hann yrði þess ekki var; hann var
auðsæranlegur og eins og þarfnaðist
verndar.
„Rosie var hljómsveitarstjóri balletts-
ins þegar við pabbi ykkar vorunt að
dansa," útskýrði Deedee. „Hann var sá
albesti."
„Það er ég enn,” sagði Rosie. „En
núna stjórna ég bara söngleikjum. Það
er nteira upp úr því að hafa." Hann
blikkaði Emiliu sem reyndi að hlæja
kurteislega svo hann yrði ánægður.
„Hvert ertu að fara, sætust allra?”
spurði hann Deedee.
„Við búum héma ofar í götunni.”
Hann tók af henni innkaupapokann,
tók undir handlegg hennar og lagði af
staðupp götuna.
„Hvað er að frétta af konunni þinni?”
spurði hún hátt og skýrt svo það væri
öruggt að það færi ekki fram hjá Ethan
og Emilíu.
„Hverri þeirra? Ég hef verið giftur
tveim í viðbót síðan við sáumst síðast.”
„Af þeim öllum þremur þá.”
„Vonandi allt gott. Ég hitti þær
aldrei. En hvað með manninn þinn?”
„Hann er heima í Oklahoma ásamt
hinni dóttur okkar. Ég verð hérna bara í
sumar.”
„Stórkostlegt!”
Hann þrýsti henni fastar að sér svo
hún varð alveg dásamlega taugaóstyrk.
Hún hefði meira að segja líka orðið það
þó börnin hefðu ekki verið með.
„Hérna verðum við að yfirgefa þig,”
sagði hún. Þau voru komin aðdyrunum.
„Allt í lagi,” þrumaði Rosie. „Ég er á
lausu!”
Hann gekk inn með henni og hélt á
innkaupapokanum eins og þetta væri
ferðataskan hans. Emilía og Ethan
fylgdu á eftir eins og tveir varðhundar,
þau vissu ekki lengur hvern þau áttu að
vernda.
Það voru ekki margir nemendur frá
ríka hverfinu í Nichols Hills, sem sóttu
18 Vikan 13. tbl.