Vikan


Vikan - 29.03.1979, Page 20

Vikan - 29.03.1979, Page 20
Er samfélagið fjandsamlegt börnum úti- vinnandi foreldra? Börn eru algjörlega háð þeim lífsskil- yrðum sem fullorðnir búa þeim. Stór hluti þessara lífsskilyrða er vinna fullorðinna utan heimilis. Þessvegna eru bein tengsl á milli lífskjara barna og vinnu fullorðinna. Lítið hefur verið rætt eða ritað um hvaða áhrif vinna fullorðinna hefur á börn. Hinsvegar hefur oft verið talað um að það sé mótsögn á milli þess að bera ábyrgð á börnum og vinna úti þar sem atvinnulífið hefur á engan hátt tekið tillit til þarfa og sjónarmiða útivinnandi foreldra. Foreldr- arnir og samfélagið bera ábyrgð á velferð barna. Foreldrarnir verða að vinna utan heimilis. Á íslandi verða foreldrar að vinna meira en tíðkast í nágrannalöndunum. Það er háð þeirri efnahagsstefnu, þeirri húsnæðis- og lánapólitík sem hér ríkir. Þess vegna eru kjör barna að mjög miklu leyti háð þeim lífsskilyrðum sem samfélagið býður þegnum sínum uppá. Þess vegna eru börn og pólitík óaðskiljanlegir hlutir. Þess vegna fá börn ekki nægilega mikinn tíma fullorðinna. Foreldrarnir eru uppteknir af vinnu, meiri vinnu, aukavinnu, vinnu heima — og af því að hvíla sig. Mörg börn verða að sjá um sig sjálf. Það yrði ljót saga sem skrifuð yrði um kjör barna ef farið væri vel ofan í saumana á því hvernig samhengið er í raun og veru á milli lífskjara íslenskra barna og vinnu foreldra þeirra. ísland og vinna Hér á eftir fer stuttur úrdráttur úr grein í tímaritinu „Nordisk psykologi”, eftir Guðfinnu Eydal, Sigrúnu Sveinbjörns- dóttur og Sigurð Ragnarsson. Hún byggir á erindi sem var flutt á samnorrænni ráðstefnu í Ábo í Finnlandi 1977, um „Manninn og vinnuna.” Erindið fjallaði um vinnu á Islandi og þau sálrænu áhrif sem vinna hefur á fjöskyldur — einkum börn. í upphafi var nefnt að ísland hefði sér- stöðu miðað við hin Norðurlöndin þar sem mikil yfirvinna tíðkaðist á íslandi. Orsakir fyrir yfirvinnu voru m.a. nefndar: 1) ísland er láglaunasvæði miðað við Norðurlönd. 2) Verðbólgan hefur á undanförnum árum verið yfir 35%. 3) Sú efnahagsstefna sem hér ríkir að öðru leyti. í þessu samhengi var lögð áhersla á húsnæðismálastefnu og lánapólitík íslendinga. Varpað var sérstöku ljósi á þá stefnu í húsnæðismálum sem krefst þess að allir eigi að eignast sitt húsnæði á skömmum tíma samfara því að möguleikar á langtíma lánum eru litlir m.a. vegna verðbólgunnar. Einnig var sérstaklega dregið fram að þessar aðstæður kæmu hvað harðast niður á ungu fólki með börn sem yrði að hafa mjög langan vinnudag til að geta eignast þak yfir höfuðið. Ennfremur að samfélagið hefði á engan hátt komið til móts við þessar aðstæður með því að byggja upp félagslegt kerfi eða það sem oft er nefnt fjölskyldupólitík, til að ráða bót á einhverjum þeirra vandamála sem þetta hefur í för með sér. Dæmi um vinnuálag — vinna og yfirvinna Rannsókn á vinnutíma útivinnandi karla í Reykjavík árið 1976 sýndi eftirfarandi meðaltöl: a) Vinna ófaglærðra karlmanna: 54 timar á viku þ.e.a.s. 25,6% af vinnutíman- um er yfirvinna ef miðað er við 40 tíma vinnuviku. Yfirvinnan er þvi 32,8% af heildarlaununum. b) Vinna faglærðra karlmanna: 52 tímar á viku sem gerir að yfirvinnan er 32,1% af heildarlaununum. Nýjar athuganir sýna að þessar tölur hafa breyst aðeins lítillega. í þessu sambandi var bent á að þetta væri hinsvegar oft ekki öll vinnubyrðin, þar sem margir ynnu auk þessa til að koma upp eigin íbúðum. Til að sýna fram á að stór hluti fólks á íslandi ætti eigið húsnæði var stuðst við athugun verkakvennafélagsins Sóknar (láglaunakonur) sem sýndi m.a. að 59,7% af ófaglærðum verkakonum búa í eigin húsnæði. Hvar eru börnin á meðan foreldrarnir vinna? Rannsókn á aukinni atvinnuþátttöku kvenna sýnir eftirfarandi tölur fyrir giftar konur: 1965: 41,3% 1970: 52,4% 1975: 60,9% í dag er þátttakan yfir 60%. Þannig er ljóst að stöðug aukning á þátt- töku kvenna í atvinnulífinu fer saman við að vinnutími margra karlmanna er yfir 11 20 Vikan 13. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.