Vikan - 29.03.1979, Page 23
þessum tveimur konum kleift að
eignast langþráð börn. Því hafi
verið litið á Louise sem
kraftaverk er Alastair sönnunin
á þvi að þarna var engin tilviljun
að verki. Báðum konunum hafði
verið sagt fyrir sjö árum
að þær gætu aldrei eignast börn
vegna stíflaðra eggjaleiðara.
Hjónin Brown og
Montgomery hittust á hóteli í
nágrenni Glasgow og eyddu þar
deginum saman.
— Það er ósköp eðlilegt að
okkur hafi orðið vel til vina eftir
þessa sameiginlegu reynslu
okkar, sagði John Brown. — Og
við höfum ákveðið að halda
vináttunni við með því að
heimsækja hvert annað.
Bæði börnin dafna vel. Louise
vegur nú rúm 8 kíló, er farin að
taka tennur og er á allan hátt
kraftmikil telpa.
— Hún er ekki alveg farin að
skríða en henni tekst að mjaka
sér áfram, segir Lesley. — Hún
er orðin svo fjörmikil að ég má
varla líta af henni.
Alastair er ekki nema tæp
Hjónin Graca og Jimmy
Montgomery og John og Lesley
Brown mefl glasabömin sin.
þrjú kíló og móðir hans, Grace á
í erfiðleikum með að finna föt
sem passa á hann. En hann
dafnar vel og er hættur að
vakna upp á nóttunni.
Hann líkist mjög föður
sínum, Jimmy Montgomery,
sem er hljómlistarmaður að
atvinnu.
Það eina sem skyggir á gleði
Montgomery-hjónanna er það
að hvorki dr. Steptoe né dr.
Edwards höfðu tök á að vera
viðstaddir fæðinguna.
— Ég hef svo mikla trú á
þeim að ég held þeir gætu fengið
mig að gera hvað sem væri, segir
Grace. — Þess vegna varð ég
fyrir vonbrigðum að þeir skyldu
ekki geta verið viðstaddir
fæðinguna.
Copyright, Associated Newspapers
GroupLtd., 1978.
Proprietors Inc/Bookman
I