Vikan - 29.03.1979, Qupperneq 34
Draumur sem er
kominn fram
Kæri draumráðandi!
Ég hef hér tvo drauma handa þér,
sem ég hef mikinn áhuga á að fá
ráðna og vona að sú ósk mín rætist.
Draumur I.
Ég og systir mín vorum að aka, að
mér fannst, í Noregi. Hún ók en ég sat
í framsætinu. Landslaginu mætti líkja
við eyðimörk, frekar hvítur en aðeins
gráleitur sandur og nokkur lítil græn
tré á stangli í sandhólnum, sem var
frekar hár og okkur á hœgri hönd.
Beint framundan var annar stærri
sandhóll, sem minntifrekar á fjall, ogá
milli þeirra lá greið leið, að okkur
fannst, um dalinn. Ég sagði að mér
þætti miklu fallegra í Noregi en
Svíþjóð, en þessi systir mín býr þar.
Það lá vegur meðfram lægri sand-
hólnum og þegar við höfðum ekið
smáspotta af veginum sáum við að
hann var allt of þröngur svo að við
bökkuðum til baka og ætluðum að aka
inn dalinn, sem virtist vera sléttur og
greiðfær. Við höfðum ekki ekið meira
en ca 2 metra er systir mín snar-
stoppaði bílinn. Þá leit ég út um fram-
rúðuna og það var þverhnípt niður,
minnst 100 m, og okkur dauðbrá. Svo
rann bíllinn aðeins áfram nœr brún-
inni. Ég hrópaði „Stoppaðu bílinn,
hann rennur, ” og hugsaði um leið
hvaða roluskapur og hugsunarleysi
þetta væri eiginlega. Síðan snerum við
til baka sömu leið og við komum. Sú
leið var örlítið bugðótt og ekki eins
víðsýn.
Draumur II.
Ég og barnsfaðir minn, sem er
norskur, gengum léttstíg hönd í hönd
frá heimili mínu. Það var sólskin og
blíða og nokkrar hrœður á gangi. Við
gengum á ská til vinstri yfir götuna og
það voru engir bílar sjáanlegir. Ég var
í norskum þjóðbúningi með stuttu
pilsi, aðalliturinn var rauður með
svörtu í og hann fór mér vel og
passaði. Mér fannst ég svo sjá aftan á
mig og mér brá þegar ég sá að blússan
var utanyfr skokknum. En svo sagði
ég að það gerði ekkert til, það sæi það
enginn. Þessi blússa var drapplituð og
tilheyrði ekki þjóðbúningnum. Þetta
gerðist allt á meðan við gengum yfr
götuna og svo héldum við áfram gang-
stéttina. Hann var klæddur dökkum
jakkafötum, sem klæddu hann vel. Svo
Mig
dreymdi
fannst mér við vera stöddfyrir utan
húsið hjá annarri systur minni, en hún
býr þeim megin götunnar þar sem ég
bý, svo það getur verið að ég hafi
misst úr draumnum. Við þrjú horfðum
á götuna og sáum gamaldags járnvagn,
frekar langan, aka hægt fram
hjá. Það sátu svona 10 manns í
honum. Ég spurði hvort þetta vœri lík-
fylgd og í því sama lítur manneskjan,
sem sat aftast, aftur og mér finnst þetta
vera systir barnsföður míns, en hún
býr í Noregi, en svo breyttist andlitið í
mannsandlit og þessi dökkhœrði ungi
maður starði kuldalega beint í augun á
mér. Mér fannst hann óhugnanlegur.
Sólin var horfn og blússan var ekki
lengur utanyfr.
Seinni drauminn dreymdi mig
aðfaranótt 7. jan., eða nóttina eftir
þrettándann, og ég hef heyrt að það
væri að marka drauma einmitt þessa
nótt, eða er það kannski aðfaranótt
þrettándans?
Fyrri draumurinn var að mestu
komin fram eftir minni ráðningu og
þess vegna þætti mér forvitnilegt að
vita, hvernig þú myndir ráða hann.
Virðingarfyllst,
Ein mjögforvitin
Fyrri draumurinn er þér fyrir endur-
nýjuðu sambandi við barnsföður þinn
og einhverjum erfiðleikum því samfara.
Líklega verða tafir á ráðagerðum. Þó
mun allt fara á betri veg en þú þarft á
allri þinni þolinmæði að halda. Síðari
draumurinn er framhald hins fyrri.
Táknin í fyrri draumnum benda til þess
að barnsfaðirinn hafi samband við þig,
jafnvel nokkuð seint að þínu áliti, en
sá síðari boðar þér breyttan dvalarstað,
sennilega nýtt heimili í Noregi, bæði
gleði og erfiðleika því samfara og
aðvörun um að fara þér hægt því ekki er
allt sem sýnist. Ráðningin sem þú sjálf
lest úr fyrri draumnum á því raun-
verulega við hinn síðari, en hinn fyrri er
fyrirboði þeirra atburða, sem síðar
verða. Sagt er að draumar aðfaranótt
þrettándans séu marktækari en aðrir.
Lík og mikið blóð
Kæri draumráðandi!
Mig langar að biðja þig um að ráða
þennan draum fyrir mig: Mig dreymdi,
að ég ætlaði að skipta um sængurföt á
rúminu mínu. Ég fór að skápnum og
opnaði hann. Sá ég þá þrjú lík, öll
blóðug. Eitt var af pabba (hann býr
ekki heima lengur), annað af einhverri
konu og svo af ungabarni. Ég öskraði
upp og fór að gráta. Mér fannst ég
fara niður og hringja í lögguna, en þá
var hún í næsta þorpi og kom aldrei.
Síðan sagði ég mömmu þetta, en hún
lét sem ekkert væri. Þó átti hún að
hafa verið með í þessum morðum. Svo
fréttistþetta einhvern veginn, ogþrír
strákar komu að athuga þetta. Einn
þeirra sagði, að ég skyldi fara heim til
hans og vera þar í herberginu hans.
Þeir voru lengi að skoða þetta, en
þegar þeir voru að fara, hafði einn
þeirra makað blóði í andlitið á sér, og
svo strauk hann hendinni yfir andlitið
og makaði blóði í andlitið á mér. Þá
fannst mér ég öskra og öskra, en hann
hló bara, og þeir fóru. Rétt á eftir
komu hjón og sögðust ætla að eiga
líkin. Þau drösluðu þeim upp í Land
Rover, sem þau voru á, og þá vaknaði
ég-
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Sigrún.
Líklegasta skýringin á þessum draumi er
að þú hafir borðað yfir þig áður en þú
fórst að sofa og það síðan orsakað að þú
fékkst martröð. Sjaldnast er nokkuð að
marka draum sem þennan og því getur
þú alveg hætt að hafa áhyggjur af því.
Það er mögulegt að þetta boði þér ein-
hverja erfiðleika af annarra völdum og
þá ef til vill misheppnað ástarsamband.
34 Vlkan I3.tbl.