Vikan


Vikan - 29.03.1979, Síða 60

Vikan - 29.03.1979, Síða 60
Þœr eru að gera það gott Þessar glanslegu kvinnur mynda hollenska diskótríóið Luv’ — sem hefur náð feikna vinsældum að undanförnu í Evrópu. Ein af fyrstu plötunum þeirra var You’re The Greatest Lover sem selst hefur í nálægt einni milljón eintaka og náð langt á vinsældalistum, sérstak- lega í Hollandi og Þýskalandi. Þær hafa útlitið með sér, stúlk- urnar í Luv’, því lagleg andlit, langir leggir og stór brjóst skaða ekki sem viðbót við sönginn. í suðlægari löndum Evrópu eru þær tíðir gestir á skjánum en ekki höfum við heyrt að þær séu væntanlegar til að lífga upp á islenskan skjá. Fimm strákar frá Boston á leið til heimsfrægðar: The Cars. Fyrsta platan þeirra, THE CARS, er algjört sprengirokk og sló öll sölumet á Bandaríkjamarkaði. ROKKAÐÁ FULLU The Cars voru nýlega á sinni fyrstu hljómleikaferð um Evrópu og léku meðal annars í Hamborg. Aðspurðir hvort þeir hefðu ekki verið nokkuð tauga- óstyrkir í þessari jómfrúferð sinni utan Bandaríkjanna svöruðu þeir: Við höfum leikið fyrir 70.000 áheyrendur í Bandaríkjunum. Hvers vegna hefðum við þá þurft að óttast þessa 1500 í Hamborg? Enginn þeirra félaga hafði áður komið til Evrópu nema trommuleikarinn David Rob- inson. Hann hefur líka komið við sögu annarra hljómsveita en engin þeirra var að hans mati nógu mikið fyrir rokkið — nema The Cars. Ric Ocasek, söngvari og gítar- isti hljómsveitarinnar, hefur samið öll lögin á plötunni THE CARS. Það lag, sem hvað mestum vinsældum hefur náð, er My Best Friend’s Girl. Hljómsveitin var stofnuð árið 1977 í Boston, sem er heimaborg þeirra félaga, og vakti þar strax mikla athygli. Síðan hefur hún verið á sífelldri uppleið og henni er spáð miklum frama á heims- markaðinum.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.