Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 4
reyni að borða eins mikið af íslenskum mat og ég get, ef ég skyldi aldrei fá að smakka hann framar. Mér finnst best svið, hangikjöt og slátur. Ég var svo heppin að fyrir jólin fékk ég að hjálpa til við að baka laufabrauð og flatbrauð en það hvarf eigin- lega ofan í mig um leið. Ég smakkaði einu sinni hákarl. Ég varð að halda fyrir nefið á meðan ég borðaði hann en það tókst. Mér fannst hann ekkert sérstaklega góður. Þessi timi sem ég hef fengið að vera hér er ómetanlegur og ég hefði sjálfsagt aldrei fengið tæki- færi til að koma til íslands ef ég hefði ekki komið sem skipti- nemi. í vor fer ég síðan til Noregs og Svíþjóðar til þess að heimsækja ættingja konunnar sem ég bý hjá. Ég hlakka til þess að skrifa heim og segja frá því, þeir eru ekki margir sem hafa ferðast svona mikið í Evrópu. Þegar ég kem heim ætla ég niður í bæ, fara i búðir, horfa á fólkið og sitja i lest allan daginn. Ég hef aldrei verið svona lengi i sveit áður. Síðan hefði ég ekkert á móti því að koma hingað aftur! LesJey Tayktr, 19 éra: Fannst sérstaklega gaman á þrettðnd- anum Hún er fædd í Bristol á Englandi en er nú í Mennta- skólanum á ísafirði. Hún býr á heimavistinni en er hjá Ólafi Kristmundssyni og Herdísi Eggertsdóttur í Bolungarvík um helgar og á hátíðisdögum. „Eiginlega fór þetta ár öðru- vísi en ég hafði ætlað. Ég var að leita mér að vinnu þegar ég hitti stelpu sem hafði verið skiptinemi. Hún hafði verið í Ameríku og sagði að ég skyldi endilega prófa að sækja um. Þegar ég fékk að vita að ég ætti að fara til íslands reyndi ég að afla mér upplýsinga um land og þjóð en það gekk fremur illa. Fólk veit almennt svo litið um íslendinga, heldur að þeir séu einhvers konar útgáfa af Grænlendingum sem búa í snjóhúsum. Ég fékk líka að heyra að íslendingar væru svo ólíkir öllum öðrum þjóðum. En svo kom í ljós, þegar ég hafði verið hér nokkurn tíma, að munurinn er i raun sáralítill. Það sem hjálpaði mér í byrjun var að á sumrin fer fjölskyldan mín alltaf til lítillar eyjar sem heitir Sark og liggur rétt fyrir utan Frakkland. Þar búa ekki nema 560 manns og einu farar- tækin, sem notuð eru, eru hjól og hestar. Þar lærði ég að ríða á hesti þegar ég var 4 ára. Ég varð mjög glöð þegar ég frétti að frændi fjölskyldunnar, sem ég bý hjá, ætti hesta. Heima er ég ekki vön því að hestar skeiði og tölti en eftir að ég kynntist því hér finnst mér það langskemmti- legast. Mér fannst þeir iíka óvanalega lágvaxnir fyrst en maður venst öllu. í Englandi er það þannig að útreiðar eru forréttindi fína fólksins. Mér fannst ofsalega gaman að sjá að hér geta allir farið á hestbak sem vilja. Stærsti draumur minn nú er að eignast íslenskan hest. Ég var ekki með neina heimþrá á jólunum og mér fannst sérstaklega gaman á þrettándanum. Heima höfum við ekkert þessu likt. Það var stórt bál um kvöldið og álfar og huldukonur dönsuðu í kringum það. Þetta var ógleymanlegt kvöld. Ég hef svolítið reynt að lesa af íslenskum bókmenntum og er búin með Sölku Völku og nokkrar smásögur eftir Halldór Laxness. Eins hef ég lesið íslenskar þjóðsögur og kvæði. Minn draumur er að verða blaðamaður eða rithöfundur og ferðast um allan heim. Ætli ég byrji ekki á því að skrifa ferða- sögur frá íslandi! HS Heitar pylsur. 4 Vlkan X7.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.