Vikan


Vikan - 26.04.1979, Page 5

Vikan - 26.04.1979, Page 5
Með byssu í barminum Dolly Parton og fleiri kvenstjörnur lifa í stöðugum ótta við að verða | nauðgað Það hefur alltaf verið auðvelt að tæla karlmenn, og það er líkast til ástæðan fyrir því að í heimi poppsins hefur risið upp sérstök stétt kvenna sem hefur það eitt fyrir stafni að fylgja eftir og veita poppstjörnum blíðu sina og elsku. Konur þessar nefnast á ensku „groupies” sem útleggja mætti „hljómsveitar- sælur” eða „popppíkur”. En hin seinni ár hefur sú breyting orðið á að æ fleiri af stjörnum poppsins eru kvenkyns og þær fá svo sannarlega ekki frið fyrir karlmönnum. En á þeirri hliðinni ganga málin ekki eins friðsamlega fyrir sig og þegar karlstjörnurnar eiga i hlut. Ásóknin er mikil, og í háborg sveitarokksins, Nashville, er þetta orðið meiri háttar vanda- mál. Allar kvenstjörnur á þessum slóðum hafa það nú fyrir reglu að hafa annaðhvort lífvörð á kaupi, sem fylgir þeim hvert fótmál, eða þá að ganga með byssu innan klæða. Vítin eru til að varast þau, Fyrir nokkrum árum var Connie Francis nauðgað á móteli, í október í fyrra var Tanny Wynette nauðgað er hún var að koma heim úr innkaupaleiðangri, og fleiri dæmi mætti nefna. Dolly Parton, sú ágæta söng- kona, ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig. Hún hefur tekið upp á þvi að bera skammbyssu af hlaupvídd ”38 innan klæða hvert sem hún fer. — Flest fólk er alheilbrigt og lætur mann i friði, segir Dolly. En þegar maður hittir einhvern sem ekki getur stillt sig, þá er ABBA í hættu? skilinl Nánustu vinir ABBA-sönghópsins hafa lengi vitafl afl þafl hefur veríð grunnt 6 þvi göfla milli hjónanna Bjflms og Agnethu. Á hljómleika- ferflalögum hefur þafl verifl vani þeirra afl dvelja ekki i sama hótel- herhergi eins og hjóna er siður, og nú fyrir skömmu kom reiðarslagifl: Þau eru skilinl ABBA-flokkurínn mun samt halda áfram hvað sem hver segir, þafl eru of miklir peningar i húfi til þess afl láta ósamlyndi hjóna eyðileggja þafl. Tvar nýjar plötur eru i bigerfl, og hór á myndinni sjáifl þifl Agnethu kyssa Bjðm kvefljukossinn. eins gott að hafa eitthvað innan klæða til að verja sig með. Ég nýt þess að hlaupa um nakin í garðinum heima hjá mér þegar ég á fri, en það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að menn reyna að klifra yfir girðinguna. Þá hika ég ekki við að grípa til byssunnar. 17. tbl. Vikan 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.