Vikan


Vikan - 26.04.1979, Page 6

Vikan - 26.04.1979, Page 6
Kristnibodinn fijúgandi Það hefur víst ekki farið fram hjá neinum að kirkjan er nú að sækja í sig veðrið og er með ýmsar áætlanir á prjónunum í því sambandi. T.d. hefur hún ráðið sér blaðafulltrúa og hafið útgáfu á fréttabréfi sem er á stærð við Alþýðublaðið. Nefnist það Fréttabréf Biskups- stofu og í einu þeirra gat að líta litla klausu um Helga nokkurn Hróbjartsson kristniboða sem lengi hefur dvalið við kristniboð í Eþíópíu en er nú kominn heim til föðurlandsins sömu erindagjörða. Tekið er fram í fréttinni að í Afríku hafi Helgi notað flugvél við kristni- boðið, sem hann að sjálfsögðu flaug sjálfur, en nú skyldi söðlað yfir og kristilegt starf hafið á meðal íslenskra sjómanna. Kæmi þá flugvélin í góðar þarfir aftur. Við fórum heim til Helga og spjölluðum við hann. Nai, vHS höfum akki hátt kaup Helgi Hróbjartsson tók á móti okkur er við knúðum dyra í einu fjölbýlishúsanna í Álfheimum, stór og sterklegur maður og virtist ekki vera fisjað saman. Við urðum strax sannfærðir um að í þessum manni hefði Guð allsherjar fundið sér góðan talsmann hér á jörðu niðri. Við spurðum hann fyrst hvort hann teldi meiri þörf á því að halda guðsorði að íslenskum sjó- mönnum frekar en öðrum hér á landi? Sjómannaheimili á verstöðvum — Nei, það er ekki hægt að segja það, því íslenskir sjómenn eru líklega ekkert minna trúaðir en aðrir íslendingar. Það væri nær sanni að segja að þeir væru meira trúaðir, alla vega í sumum tilvikum. En það er ekki þetta sem um er að ræða þegar talað er um kristilegt starf meðal íslenskra sjómanna. Hér er ekki eingöngu um að ræða andlega velferð þeirra heldur einnig félagslega. í því sambandi höfum við hug á að reyna að reisa sjómannaheimili á sem flestum verstöðvum úti á landi. Við vitum að á mörgum verstöðvum er lítið við að vera fyrir sjómenn þegar þeir koma í land og stoppa í stuttan tíma. Og ég veit að til eru verstöðvar þar sem sjómenn komast ekki í hús þegar þeir koma í land, hreint út sagt. í Noregi er svona starfsemi rekin af miklum krafti og nær langt út fyrir norska lögsögu. Þeir hafa skip sem fylgja norska flotanum hvert sem hann fer og reisa sjómannaheimili þar sem við á. T.d. voru norsk sjómannaheimili á íslandi á meðan norskir fiskimenn veiddu á íslandsmiðum. En þau voru lögð niður um leið og Norð- menn sóttu á önnur mið. Við íslendingar eigum aftur á móti fá sjómannaheimili þó svo að sagt sé að við lifum á fiski og fisk- veiðum. — Þið ætlið ekki að fara út á sjó? — Nei, það getur ekki orðið af því vegna kostnaðar. Útlendingar eru gjarnan með skip sem fylgja flotanum og halda uppi ein- hverri kristilegri starfsemi en við Jiöfum ekki bolmagn til þess. Varðandi sjómanna- heimilin þá höfum við haft gott samband við sjómannafélögin, einnig höfum við rætt við ríkisstjórnina og hún tekið okkur vinsamlega og vel. — En hvað með staði eins og Hull og Grimsby þangað sem íslenskir togarar sigla. Hefur eitthvað verið hugsað um að koma upp sjómannaheimilum þar? — Það er atriði sem þarf að hugsa mjög vandlega. Vissulega væri full þörf á því að koma upp slíkum heimilum á þeim slóðum. Það er t.d. vitað mál að í hvert sinn sem landað er á þessum stöðum eru íslensk skip þar á meðal. Nóg er af kránum í þessum höfnum en þó eru þar einnig sjómanna- stofur sem við höfum verið í sambandi við. Höfum við þegar sent þangað bókapakka og ætlunin er að reyna að láta íslensku blöðin liggja þar frammi í framtíðinni. Það væri strax í áttina. — Þessi sjómannaheimili, sem við vonumst til að geta komið upp á íslenskum verstöðvum, þyrftu að hafa lesstofur með góðum bókum, sjónvarp, útvarp, billiard og annað sem til tómstunda telst. En fyrst og síðast eiga þetta að vera vinalegir og hlýlegir staðir — það er fyrir öllu. Ekki bara guðsorðið — En er ekki gert ráð fyrir guðsorði á þessum stöðum? — Jú, að sjálfsögðu. Af og til verða sér- stakar kvöldvökur og þá verður predikað. Þetta er áþekkt því sem gerist hjá KFUM. En það verður ekki predikað yfir sjómönn- unum stanslaust, þetta er ekki hugsað þannig. Ef svo væri þá væri eins gott að sleppa þessu alveg. Takmarkið er að öllum líði vel og guðsþjónustur tilkynntar með fyrirvara þannig að menn geti ráðið því hvort þeir verða eða fara. Ef umhverfið er gott og þægilegt ætti engum að vera vorkunn að hlusta á alvarlega hluti líka. Þetta verður líkara tómstundaheimili en kirkju. Það á ekki að fara að demba sér yfir sjómennmeð Biblíuna eina að vopni heldur eiga stofurnar að vera þægilegt athvarf þeirra sem þurfa. Maður stendur ekki með puttann upp í loft — En hvernig er þetta í Afriku? Dembið þið ykkur yfir negrana með Bibliuna eina að vopni? — Nei, nei, nei, við dembum okkur ekki yfir þá. Ég var kristniboði í Eþíópíu í 7 ár, frá 1967-74, og tala þvi af reynslu. Það þýðir lítið að koma með einhverja bók og byrja að tala. Það fyrsta sem við gerum er að komast í samband við fólkið, kynnast því eins og manneskjum. Maður byrjar gjarnan á því að fara á markaðstorgið og ræða við fólk. Safnast þá gjarnan í kringum mann hópur sem vill fá að vita hver maður er og hvað maður sé að gera. Upp úr þessu spinnast samræður og ræðir maður gjarnan um búskapinn og uppskeruna við þá innfæddu. Svona samræður geta gengið fram eftir degi og þar kemur að kunnings- 6 ViKan 17> tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.