Vikan


Vikan - 26.04.1979, Qupperneq 11

Vikan - 26.04.1979, Qupperneq 11
eins og að halda því fram, að dimmar karlmannsraddir séu það eina rétta fyrir ungabörn, þar sem þau skelfast oft hávær hljóð. í dag er meiri ástæða til en nokkru sinni fyrr að taka afstöðu til hlutverks feðra í barnauppeldi. Það er nauðsyn, m.a. vegna þess að grundvöllur kjarnafjölskyldunnar leystist upp að verulegu leyti, þegar konur fóru að fara út á atvinnumarkaðinn. En það er líka nauðsyn útfrá jafnréttis- sjónarmiði. Ef faðirinn er ekki tekinn alvarlega inn í þá umræðu, þá er lítill grundvöllur fyrir því að tala um jafnrétti á milli kynja. En það er kannski ekki síst mikilvægt að veita föðurnum sjálfum tækifæri til að komast snemma í náin tengsl við börn sín, því hann hefur alltof lengi farið þess á mis — og ef til vill uppgötvað, að það er um seinan, þegar börnin eru orðin stór, þau vilja hann ekki. Nýtt föðurhlutverk Það er þörf á nýju föðurhlutverki. Það er þörf á því, að faðirinn komi inn í fjölskyld- una, en standi ekki fyrir utan hana, eins og hið hefðbundna kjarnafjölskylduform hefur ætlað honum. Faðirinn er mjög mikilvægur fyrir börn. En hann getur aðeins orðið mikilvægur, ef hann getur komist í sömu nánu snertinguna við þau og mæður hafa haft hingað til. Föðurást á ekki að koma í staðinn fyrir móðurást. Ást til barna á ekki að vera bundin við kyn. Ást, sem ekki er kynbundin, tekur mið af barninu sjálfu. Þá ást eiga feður kröfu á að fá að njóta. En þeir fá hana ekki nema að þeir berjist sjálfir þeirri pólitísku baráttu, sem til þarf til að öðlast hana. Það er baráttan um að fá að vera faðir. Það liggur á henni — því að börn, sem ekki fá föðurást í frumbernsku, eiga erfitt með að öðlast hana seinna meir. mæðra og barna, en gleymt föðurnum. En þetta á ekki einungis við um fræðibækur. Bækur fyrir almenning um uppeldismál og lítil rit, sem hafa verið gefin út, höfða nær eingöngu til mæðra. Það má nefna bók, sem margir kannast við, „Bókina um barnið” eftir Benjamin Spock. Hún fjallar mjög lítið um hlutverk feðra í barna- uppeldi. Einnig má nefna þau rit, sem Heilsuverndarstöðin hefur gefið út — þau eru aðallega ætluð mæðrum. Ein af ástæðunum fyrir að það hefur verið höfðað svo mikið til mæðra er, að menn ætluðu, að mæður hefðu sérstaka eðlislæga móðurhvöt, sem feður hefðu ekki. Það er hins vegar ekki rétt, að svo sé. Rannsóknir innan sálfræði hafa m.a. varpað miklu ljósi á þessa fordóma. Orsökin fyrir því, að oft er talað um sérstaka meðfædda móðurhvöt, er að miklu leyti sú, að henni hefur verið blandað saman við það, að mæður eru einar færar um að hafa börn á brjósti. En ungabörn hafa þörf fyrir margt annað en að fá brjóst, og má þar helst nefna þörfina fyrir náin tilfinninga- tengsl. Hana geta feður líka uppfyllt. Það er svipuð röksemdafærsla, að halda því fram, að móðurhvöt stafi af brjóstagjöf, 17. tbl. Vikan 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.