Vikan


Vikan - 26.04.1979, Síða 15

Vikan - 26.04.1979, Síða 15
Allur líkami hennar nötraði, svo hún varð að styðja sig við vegginn með báðum höndum. Hún þráði Wayne. Hún þrýsti höndunum fast að veggnum og dró varlega andann. Skjálftinn minnkaði og hætti svo. Nú varð hún að fá drykk. „Hvers vegna ekki, hún er guðdóttir min?” „Þú hefðir bara átt að láta það eiga sig.” Rödd Deedeear skalf. „Gangi þér vel.” Hún kyssti Dmmu i flýti og fór. Hún fór með lyftunni upp á naestu hæð þar sem búningsherbergi Emilíu var og flýtti sér inn til að geta skilið gjöfina eftir við hliðina á málningar- dótinu hennar áður en hún kæmi. Hún hafði ekkert kort. Henni stókst að pára með augnabrúnablýant á eina andlits- þurrkuna. „Ég elska þig, mamma." Blý- ið brotnaði. t gamla daga hefði Emma drepið hana ef hún hefði farið svona með hennar blýant. Og það hefði hún líka gert þarna í speglunum á veggnum. Og var að gera það aftur núna. Það var best að gleyma henni og fá sér bara drykk. Frá hátalaranum barst lófatak og tónlist. Sýningin var byrjuð. Hún hallaði sér upp að veggnum við einar útgöngudyrnar, henni fannst hún vera búin að eyða svo til öllu kvöldinu á barnum. Henni var illt í fótunum í þessum hryllilegu skóm sem pössuðu henni engan veginn. En fegurð þess sem fyrir augu bar kom henni strax til að hætta að hugsa um sjálfa sig. Hún var sér ekki meðvitandi um neitt annað en það sem var að gerast á viðinu. Þetta var stórkostlegt, töfrandi, eins og undra- veröld. Hún var hluti af þessari veröld; þó hún væri ekki nema kennari i byrjendaflokki, þá tilheyrði hún þessari fjölskyldu, þessum listamannaheimi. Hún hallaði sér upp að veggnum, ánægð og stolt yfir að það að hún stóð þarna sýndi að hún var ein af hópnum. Tjaldið var dregið frá og Emma birtist í hlutverki önnu Kareninu. Og Deedee varð fyrrverandi dansari sem var með ballettskóla úti á landi, sumarkennari, ekki neitt. Henni fannst óbærilegt aí horfa á það sem hún hefði kannski getað orðið. Hún opnaði dyrnar og ráfaði fram á ganginn. Allur líkami hennar nötraði svo hún varð að styðja sig við vegginn með báðum höndum. Hún þráði Wayne. Hún þrýsti höndunum fast að veggnum og dró varlega andann. Skjálft- inn minnkaði og hætti svo. Nú varð hún að fá drykk. Um leið og hún lagði af stað eftir þykka, rauða teppinu opnuðust aðrar dyr og Michael kom út úr áhorf- endasalnum. Hann lokaði hurðinni með mikilli varkárni, kom svo auga á Deedee ogyppti öxlum. „Ég get ekki lengur horft á þetta,” sagði hann lágt. „Þau eru orðin of göm- ul og þaö hryggir mig. Ég er orðinn of gamall og slitinn til að semja annan ballett og það hryggir mig jafnvel enn meir.” „Þetta er dásamlegur ballett, Michael. „Deedee klappaði á hönd hans og gaf honum þá huggun sem hún þráði. „Hann verður eilifur.” „Hvers vegna getum við ekki verið það?” Hann horfði á hana forvitnislega. „Af hverju ert þú ekki að horfa á?” Hún yppti öxlum. „Það er of sárs- aukafullt. Ég sé stöðugt fyrir mér, þegar við Emma vorum að æfa með þér... Viltu segja mér eitt? Og segja mér alveg satt?” „Hvað?” „Ó, Jesús. Hver myndi trúa þvi að mig langi enn til að spyrja að þessu eftir tuttugu ár, sem liðin eru?” Hún gerði sér upp hlátur. „Allt í lagi.... Michael, ef ég hefði ekki orðið ófrísk, hefðirðu þá notað mig sem önnu í staðinn fyrir Emmu?” Hann reyndi að rifja upp liðna tið. Hann hafði verið hræddur um að ballettinn hans yrði ekki nógu góður. En jafnvel sá ótti var eins og í þokuslæðu. Og Deedee? „Ég man það ekki. 1 Framhaldssaga Níundi hluti hreinskilni sagt þá bara man ég það ekki Deedee.” Fólk man bara það sem hefur skipt það sjálft máli. „Ég vildi óska að ég gerði það ekki.” Þau stóðu þögul og rifjuðu hvort um sig upp mismunandi minningar. Dyrnar við enda gangsins sem lágu að sviðsbaki opnuðust og Arnold kom æðandi fram alveg eins og Michael hafði gert fyrir tuttugu árum i öðru leikhúsi og vegna annars balletts. „Ó, guð minn góður!” Deedee teymdi Michael aftur inn í áhorfendasalinn. Það var enn verið að klappa fyrir Emmu. Hún hneigði sig aftur og aftur. Deedee kom auga á Arnold uppi við vegginn og hún þrýsti hönd hans. Enda- lausar hneigingar Emmu gerðu þau ennþá taugaóstyrkari. Svo kom loksins þögn. Hljómsveitarstjórinn hóf upp sprotann sinn, tónlistin byrjaði og þarna var dóttir hennar, alein á stóru sviðinu. Seinna gerði hún sér ekki grein fyrir að hún hafði ekki horft á hana nema í um það bil þrjátíu sekúndur, eftir það hafði hún verið blinduð af tárum. En Emiliu hlaut að hafa tekist vel þvi þarna stóð hún brosandi og hneigði sig fyrir áhorfendum sem fögnuðu ákaft og sendu henni blómvendi. Og þarna kom Arnold hlaupandi inn á sviðið. Hvernig hafði hann getað verið svona fljótur að komast að tjaldabaki? Ballettinn hlaut líka að hafa hitt í mark því Arnold var klappaður fram hvað eftir annað. Af hverju teymdi hann ekki Emilíu með sér fram á sviðið? Taktu að minnsta kosti í höndina á henni og hneigðu þig fyrir henni. En það var einmitt það sem Arnold gerði og Deedee heyrði sjálfa sig hrópa „Bravó!” Til hátíðabrigða fékk Deedee sér vodkaglas á einum barnum á miðhæðinni. Hennar yrði ekki saknað að tjaldabaki, það var hún viss um. Meðan hún beið eftir að aðalstjörnurnar mættu í veisluna fékk hún sér annað vodkaglas og reyndi að giska á hvar hún ætti aðsitja. Þarna á miðhæðinni var hátt til lofts og gríðarstórir gluggarnir snéru út að götunni. Gólfið var úr gulum marmara og allt var tilbúið fyrir þessa kampavíns- matarveislu. Borðdúkarnir voru röndóttir, eplagrænir og hvitir, og á hverju borði miðju voru hunangsgul blóm; ákaflega sumarlegt. Deedee var auðvitað klædd í haustliti. Skítt með það. Hér voru allir svorikirað þeir héldu kannski að hún gerði þetta af ásettu ráði. Hún var eina konan sem ekki bar einn einasta skartgrip. Kannski héldu þau lika að það væri af ásettu ráði, til að Þýð.: Halldóra Viktorsdóttír Kvikmyndin „The Turning Point" hefur vakið mikla athygli, ekki síst vegna frábærs leiks tveggja mikilhæfra leikara í aðalhlutverkunum, þeirra Shirley MacLaine og Anne Bancroft, sem leika Deedee og Emmu. Leslie Browne og Mikhail Baryshnikov leika einnig stór hlutverk í myndinni, en stjórnin er í höndum Herberts Ross. Hann er einnig framleiðandi myndarinnar ásamt Arthur Laurents, höfundi sögunnar, sem hér birtist undir nafninu „Á krossgötum". Kvikmyndin verður væntanlega sýnd í Nýja Bíói síðar á árinu. A KROSSGOTUM eftir Arthur Laurents 17. tbl. Vlkan 1S

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.