Vikan


Vikan - 26.04.1979, Page 16

Vikan - 26.04.1979, Page 16
«u°,r- Erni er falið að stjórna bardaganum. Mönnum er leyft að yfirgefa brenn- andi kastalann og fara yfir brúna gegn því að öllum vopnum sé varpað í virkisgröfina. Fáir neita. Boltar hefur verið bjargað úr hinni hræðilegu dýflissu jarlsins. Víkingurinn, sem eitt sinn var svo voldugur, er nú veikburða og nánast hjálparvana. Tillicum og Valíant flytja hann til skips og hlúa að honum. Verkinu er lokið, og nú verður að koma Boltar undir hendur færustu lækna. Þegar skipið leggur frá landi, horfa skipverjar á hinn óhugnanlega kastala eyðast í eldinum. Skyndilega birtist brjálaði jarlinn í hæsta turninum, öskrandi formælingar. Svo brestur gólfið undan honum, og brjálaði jarlinn í Lollandi fær loksins hvíldina. © Bvlis Ferðin reynist löng og ströng, en Boltar er gömul sjóhetja. Hann nýtur fólagsskapar Tillicum og er farinn að hjarna við. © King Features Syndicate, Inc., 1978. World rights reserved. Loksins koma þau til Camelot, þar sem einkalæknir konungs tekur Boltar í sina umsjá. En honum líkar enn betur félagsskapur riddar- anna, þar sem sögurnar ganga af frægðarverkum og hetjuskap. Næsta vika: Tóma hreiðrið.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.