Vikan


Vikan - 26.04.1979, Qupperneq 22

Vikan - 26.04.1979, Qupperneq 22
Með London á öðru eyranu og bæinn á hinu Rætt var við 3 starfskonur hjá Talsambandi við útlönd, þær Margréti Jónsdóttur, Björgu Sigurjónsdóttur og Olgu Árnason. Þeir landsmanna, sem eiga tíð símasambönd við útlönd ættu að kannast vel við raddir þeirra, því að allar eiga þær langan starfsaldur að baki, Olga 17 ár, Margrét 16 og Björg 15 ár. — Hin öra tækniþróun hefur svo sannarlega sett sitt mark á starf okkar í öll þessi ár. Það sýnir sig kannski hvað best í þjálfunartímanum, hann hefur nú styst úr sex mánuðum niður í tvo. — Merkasti viðburðurinn var þó sjálf- sagt opnun sæsímasambandsins 1962, en áður var aðeins hægt að hafa radió- samband við útlönd. Þetta var svona ósköp svipað og samtöl milli skipa, með senditæki og móttökustöð, og var þetta samband opið aðeins vissan tíma á dag, en ekki allan sólarhringinn eins og núna. Þetta samband var þá nær eingöngu notað til viðskipta- samtala, og var ákaflega háð veðurfarinu. Enda var tekið tillit til slæmra skilyrða við greiðslu á samtölunum. Síðan komu takkaborðin, og þeim fylgdu eilífar bjölluhringingar. Við þetta bættist svo bæjarsíminn, svo að úr varð óskaplegur hávaði, sem hefði áreiðanlega mælst langt yfir venjulegt heyrnarþol, hefði slíkt verið mælt þá. Þetta var heilmikið álag, maður var kannski með London á öðru eyranu og bæinn (bæjarsímann) á hinu, og talaði til skiptanna. Þá þurftum við líka að reikna út lengdina á símtalinu og kalla inn viðvörun á þriggja mínútna fresti. Það var oft nánast ókleift að anna því með 4 línur i gangi og bæjarsímann að auki. Nauðsyn á meiri málakunnáttu en áður — Nú er stöðin að meira og minna leyti sjálfvirk, þannig að við hringjum beint í viðkomandi númer. Þar af leiðir, að starfið krefst enn meiri málakunnáttu en áður. Við Norðurlandamálin og ensku hafa nú bæst þýska og franska, en franska er enn hið opinbera símamál. T.d. dugir ekkert nema franska í Rússlandi, og við þyrftum í rauninni líka að hafa spænsku- og ítölsku- mælandi stúlkur á vaktinni. Við vinnum á sex tima vöktum, sem eru mjög breytilegar, og 13. hverja nótt á 12 tíma næturvakt. Það er mest að gera milli 9-4 á daginn, og svo aftur frá 9 á kvöldin og fram eftir nóttu. Það gerir tímamismun- urinn, t.d. á milli Islands og Bandarikj- anna. Ameríka er alveg sér á parti hjá okkur, því sambandið á milli er enn ekki sjálfvirkt. í vetur var óvenju mikið um bilanir á sæsímastrengjunum Scottice og Icecan, og þegar báðir biluðu í einu var aftur gripið til gömlu aðferðarinnar, radiósambandsins. Það var enginn leikur að starfa við þessi skilyrði, þó viðskiptavinirnir sýndu mikla þolinmæði. Oft var upp undir sex klukkustunda bið eftir samtali, og pantana- bunkinn óx að sama skapi. Enn ein vel þekkt röckt 04, uigfiú klukka, eða Sigríður Hagalín, laikkona. Delerium simens Nú eygjum við þann dag, að sima- samband milli landa verði algjörlega sjálfvirkt, þ.e.a.s. fólk getur hringt beint úr heimasímanum sínum. Þó þetta sé óneitanlega þægilegt, er um leið nokkur hætta fólgin i því, sér- staklega fyrir fólk, sem þjáist af Delerium Simens. Sjúkdómur þessi lýsir sér þannig að fá á glaðri stund óviðráðanlega löngun til að ræða við vini sína i útlöndum. Þessi sjúkdómur er heldur ekki viðurkenndur af Sjúkra- samlaginu, svo að sjúklingurinn verður sjálfur að bera hinar kostnaðar- sömu afleiðingar. Við spurðum þær Margréti, Björgu og Olgu, hvort þær könnuðust ekki við fyrirbærið. — Vissulega gerum við það, þó okkur virðist sem þetta fari heldur minnkandi. Það versta við þennan sjúkdóm er það, að hann grípur einkum um sig að næturlagi, og okkur finnst heldur leiðinlegt að vekja fólk upp að ástæðulausu. Að vísu nær þetta ekki yfir Ameríku vegna tíma- mismunarins. Og svo vitum við líka, að fólk iðrast þess oft að hafa hringt, þegar það fær reikninginn. Ef við heyrum, að viðkomandi er búinn að fá sér heldur mikið neðan í því, reynum við oft að telja honum hughvarf, einkum ef hann er heldur ekki viss á númerinu. Oft kemur þá líka i ljós, að hann er alveg jafnmikið til í að úthella hjarta sínu yfir simadömuna, sem er auðvitað miklu kostnaðarminna. Að þekkja fólk, án þess að hafa séð það — Það er dálítið skrítin tilfinning, að eiga jafn náið samstarf við fólk og við eigum, án þess að sjá það nokkurn tíma. Á þetta sérstaklega við um starfsfólk á erlendum stöðvum. Sumt af því hefur líka unnið árum saman við þetta eins og við, og okkur finnst við í rauninni nauðaþekkja það. Oft myndast þannig góður kunnings- skapur i gegnum símann. Björg: — Þegar ég fór til London, hitti ég þrjá þeirra sem ég hafði kynnst þannig gegnum simann, og það var alveg eins og að hitta gamla kunningja. Þeir buðu mér allir út, einn meira að segja þrisvar, en við unnum mikið á sömu vöktunum. Það var reglulega gaman að kynnast þeim þannig í sjón. — Ég ætlaði að fá að skoða sjálfa stöðina, en hún er svo vinsæl af ferða- mönnum, að maður þarf að panta tíma, og það var allt upppantað löngu fyrirfram. Olga: — Ég var hins vegar búin að gera ráðstafanir til að skoða stöðina áður en ég fór út, ásamt einni starfssystur minni. Við fengum meira að segja konunglegt boðs- kort, og það var tekið afskaplega höfðing- lega á móti okkur. Þarna vinna um 400 manns, og í byggingunni fyrir simtöl við aðrar heimsálfur vinnur fólk af hinum ólikustu þjóðernum, og sumt í þjóðbúningi síns heimalands. En það eru ekki bara starfsmenn símans erlendis, sem láta heillast af röddum síma- kvenna, heldur og viðskiptavinirnir, og hafa þær óséðar fengið hin kostulegustu gylliboð, jafnvel um heimsreisur. Margrét: — Englendingur nokkur sendi mér ótal bæklinga með upplýsingum um ferðamöguleika í Cornwall. Hann var alveg ákveðinn í að fá mig með sér sem ferða- félaga. Og einn af viðskiptavinum Olgu bauð henni með sér til Ameríku og Ástralíu, þó kynnin yrðu aldrei nánari en samræður í síma. Reykjavíkurstöðin vinsæl Reykjavíkurstöðin á miklum vinsældum að fagna erlendis, og hefur meira að segja 22 Vikan 17* tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.