Vikan


Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 25

Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 25
03 — Upplýsingar um ný og breytt simanúmer. Unnur Laufey. reynum að leysa úr þessu eftir bestu getu, þó það sé raunar ekki í okkar verkahring, heldur bara minnisatriði hverrar fyrir sig. — Fólk virðist sífellt latar við að fletta sjálft upp í skránni, hringir jafnvel til að spyrja um símann hjá sjónvarpinu. Og við erum ansi hræddar um að smærra letur, eins og nú stendur til, eigi eftir að auka álagið á okkur. Eldra fólk á jafnvel erfitt með að lesa hana eins og hún er, og neyðist þess vegna til að leita til okkar. — Viðskiptavinir okkar eru yfirleitt afskaplega kurteisir, þó að alltaf séu til fáeinar undantekningar. Fólk, sem virðist njóta þess að hafa allt á hornum sér, og gefur ónógar upplýsingar sjálft. Telur það jafnvel hnýsni af okkar hálfu, ef við viljum fá nánari upplýsingar um það, sem það er að spyrja um. „Há, grannvaxin og Ijóshærð" — Við þurfum oft að beita svipuðum aðferðum og leynilögreglumenn til að finna út þær upplýsingar, sem viðskiptavinurinn er að biðja um. T.d. þetta með hornhúsin. Stundum veit viðskiptavinurinn ekkert um það, sem hann er að biðja um, nema það, „að það er í húsinu á horninu á þessum eða hinum götunum.” Ef fólk flytur, breytist númerið eftir hverfum, en oft er reynt að leyfa fólki að halda einhverju af gamla númerinu. Sú vitneskja getur hjálpað, ef við þurfum að leita að nýju númeri. Þá spyrjum við bara að því gamla, og í sumum tilfellum endar nýja númerið á sömu tölunni. — Við viljum taka það fram, að við vitum alls ekkert um óskráð númer, en það er töluvert um þau. Annars höfum við fullt leyfi til að gefa upp handhafa númers, sem skráð er í símaskrána. — Það er yfirleitt afskaplega mikið að gera hjá okkur, en við höfum tekið eftir því, að ef einhver vinsæll þáttur er i sjónvarpinu, hringir enginn á meðan. Við getum tekið Rætur sem dæmi um það. — Annars er þetta skemmtilegt og fjöl- breytt starf, og okkur helst afar vel á starfs- fólki. — Við erum stöðugt að heyra nýjar raddir, og oft gerist hér margt skemmtilegt og algjörlega utan dagskrár. Eins og t.d. til- boð um stefnumót og jafnvel bónorð! Guðrún: — Ég man eftir einni, sem vildi gleðja mig alveg sérstaklega fyrir vel unna þjónustu. — Ó, þú hefur svo fallega rödd, sagði hún. — Ég get alveg séð þig fyrir mér. Þú ert há, grannvaxin og ljóshærð. — Æ, ég er nú bara lítil, feit og dökkhærð, svaraði ég þá. Sem sannar þá kenningu, að það getur verið varhugavert að ímynda sér útlit fólks eftir rödd þess í síma. Eins og greinilega kom fram í sam- talinu við þær talsímakonur virðist orðin brýn nauðsyn á að koma upp sérstakri símaþjónustu fyrir fólk, sem á ekki í nein mannleg hús að venda með vandamál sín. Væri það kannski ekki verðugt verkefni fyrir t.d. presta- stéttina, guðfræðinema og sálfræði- nema að koma á fót slíkri þjónustu? Við áttum og tal við konu, sem auglýsir stundum slíka sálarþjónustu í dagblöðunum, og sagði hún að ótrúlega margir notfærðu sér þetta til að létta af hjarta sínu, ekki hvað síst yngra fólk. Hún veitir þessa þjónustu ókeypis, er þetta lofsvert einkaframtak í voru firrta þjóðfélagi, og væri vissulega þörf á meiru af slíku. Að vísu er hægt að hringja í síma 10000, sem veitir huggun í formi tilvitnana úr Biblíunni af segulbands- spólu. Ekki skal lasta það, en það er bara engan veginn nægilegt fyrir fólk, sem þráir mannlegt samband og svör við vandamálum sínum. Við hringdum í 10000 og fengum tilvitnun úr Sköpunarsögunni: Og Guð skapaði manninn... En það var nú einmitt þá, sem öll vandræðin byrjuðu... JÞ 17. tbl. Vikan 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.