Vikan


Vikan - 26.04.1979, Page 34

Vikan - 26.04.1979, Page 34
HOTEL I GRIKKLANDI HÓTEL REGINA MARIS Hótel Regina Maris rúmar 132 gesti. Það stendur rétt fyrir ofan skemmtibátahöfnina og ströndina í Glyfada. öll herbergi eru loftkæld, teppalögð horn í horn, með sima, baksyiðstónlist og svölum. Herbergjaþjónusta. i garðinum er sundlaug, og í hótelinu eru veitinga- staður, kaffihús og tveir barir, annar úti, hinn inni. Starfsfólk gesta- móttökunnar er ávallt reiðubúið að vera gestum til aðstoðar og er hótel Regina Maris frægt fyrir fádæma góðan mat og lipra þjónustu. Á 1. og 2. hæð eru notalegar setustofur til afnota fyrir hótelgesti. Stutt frá miðborg Glyfada, þar sem tavernur, kaffihús og verslanir eru á hverju strái. HÓTEL FENIX Hótel Fenix er nýtískulegt hótel og stendur gegnt Regina Maris í Glyfada, þar sem Sunnugestir búa einnig. Herbergi eru rúmgóð, búin vönduðum húsgögnum, loft- kæld með baksviðstónlist svölum og síma. Á jarðhæð eru rúmgóð sameiginleg salarkynni, sem einnig eru loftkæld. Þar er veitingarsalur fyrir matargesti, þar sem grískir og alþjóðlegir réttir eru til reiðu, setustofur og sjónvarpsstofa, bar og lítil verslun. í garði hótelsins, sem er rúmgóður og gróðri vaxinn er góð aðstaða til sólbaða og hvíldar, og þar er einnig ágæt sundlaug en annars er aðeins stuttur spölur á ströndina fyrir neðan. Hótel Fenix tekur um 300 gesti. I r OASIS ÍBÚÐIR Oasis-íbúðirnar eru samtals 72, allar með loftkælingu og svölum — svefnherbergi og stofa með mjög vönduðum húsgögnum, bað, eldhús með öllum borðbúnaði og matar- ilátum, auk kæliskáps. Harðviður er mikið notaður í allar innréttingar og segir það sína sögu um það, hversu vandað hótelið er í hvívetna. Sími og útvarp er í hverri ibúð. Á jarðhæð eru gestamóttaka og lyklavarsla, en auk þess er þar setustofa og álma með veitingasölum og vínstúkum, en þar er líka hægt að fá léttar máltíðir fyrir gesti, og þar eru einnig tvær laugar — önnur ætluð börnum gesta — og þeim er líka ætlað sérstakt leiksvæði í einu horni garðsins. í honum er einnig aðstað til að leika tennis. I ------------ I VRAONA BAY Ævintýralegt hótel, 35 km austur frá Aþenu. Stendur á einkabaðströnd, við rætur gróðri vaxinnar hæðar. Hótelið er alveg nýtt og allar innréttingar mjög nýtískulegar. Herbergi eru flest með sjávarsýn og öll með baði eða sturtu, síma, baksviðstónlist, loftkælingu og svölum. Útivistarsvæðið er ævintýri líkast, útileikhús, tennisvellir, minigolf, knattleiks- vellir, borðtennis, vatnaíþróttir, risastór upphituð sundlaug ásamt barnalaug, veitingastaður, barir, sjálfsafgreiðslu- veitingastaður, garðar, grísk „taverna”, þar sem dansað er. Hárgreiðslustofa er í hótelinu, svo og verslanir. SVNNA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.