Vikan - 26.04.1979, Blaðsíða 38
Lagðist niður og grét
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að senda draum. Mér
fannst bróðir minn vera að flytjast
meðfjölskyldu sína eitthvað. Og
kvöldið áður var ég í dýrindis kaffi-
veislu í kveðjuskyni. Svo fannst mér
systir mín, kærasti hennar og vinur
vera að fara í flugvél. Fór ég þá til
mannsins, sem tekur við spjöldunum
og spurði, hvort það væri ómögulegt
að komast með. Hann spurði, hvort
það væri áríðandi, og ég sagði já, ég
þyrfti að fara til læknis kl. hálfþrjú.
Svo fannst mér ég vera búin að týna
peningaveskinu, en fann það aftur.
Svo fannst mér ég fara heim til bróður
míns. Það fyrsta sem ég sé er, að verið
er að kynna sjónvarpsdagskrána, en
enga manneskju sé ég. Ég hleyp út og
niður nokkrar tröppur og leggst í
gluggakistu, sem þar er, og grét, af því
að ég saknaði þeirra, sérstaklega
yngsta sonar þeirra. Ég vaknaði með
ekka.
Með fyrirfram þökk.
S.H.
Þú átt einhvern þátt í djarflegum fram-
kvæmdum, sem munu takast mun betur
en þú áttir von á. Samband þitt og
bróður þíns er mjög náið og fjölskylda
hans verður þér ómetanleg stoð í
framtíðinni.
Með tvær stúlkur
í vöggu
Kæri draumráðandi!
Mig dreymdi, að ég var orðin ólétt,
og áður en ég vissi af, var ég að láta
skíra barnið, sem varstúlka. Ég
hafði ekki minnstu hugmynd um, hvað
hún ætti að heita, fyrr en ég sagði allt
í einu við prestinn, að hún œtti að
heita X Ydóttir. X er nafn ömmu
minnar og Y nafn kœrasta míns. Því
næst var ég allt í einu komin með
tvær stúlkur í vöggum, og fannst mér
sem ég ætti ekki nema aðra þeirra.
Mér gekk erfiðlega að sinna þeim og
bað þá Y um hjálp. Hann sagði hreint
nei við því, og mér fannst mér vera
alvegsama. Stuttu síðarfannst
mér sem ég kœmi út úr herberginu,
sem stelpurnar voru í, og sá ég þá
kvenmann á leið út úr íbúðinni, og
Mig
drcymdi
fannst mér sem hún hefði verið hjá Y,
og var eins og við værum perlu-
vinkonur. Þegar ég vaknaði, fannst
mér sem ég héldi ennþá á barninu.
Góði draumráðandi, ég vona, að þú
ráðir þennan draum fyrir mig.
I.H.
Miklir erfiðleikar eru framundan og
mun þér á stundum finnast sem engin
leið sé til betri tíma. Líklega hættir þér
til að treysta um of á aðra og reyna of
lítið að bjarga þér á eigin pýtur. Börn
þessi gætu verið börn sem þú síðar átt
eftir að umgangast og þá annaðhvort
þín eigin eða börn einhvers, sem er þér
nákominn. Þessir erfiðleikar verða yfir-
unnir og reynslan sem þér veitist þar
mun verða þér að ómetanlegu gagni síð-
ar á lífsleiðinni.
Hríngur á rauðum
flauelspúða
Kæri draumráðandi!
Skólasystir mín er með strák, og hún
er með hring, sem hann á. Þetta er
siifurhringur með stórum gulum steini.
Áður en þau byrjuðu saman, dreymdi
mig þennan hring. Hringurinn iá á
rauðum flauelspúða. Mig dreymdi
hringinn alla nóttina. Nokkru eftir að
þau byrjuðu saman og skólasystir mín
fór að ganga með hringinn, dreymdi
mig sama drauminn þrisvar sinnum.
Hvað merkir þessi draumur?
Ein að vestan
Hringurinn táknar í þessu tilviki
aðallega vináttu, óvenju sterka og hald-
góða. Ekki er ljóst hvort þarna er um að
ræða vináttu milli þín og hennar, eða
hennar og stráksins. Þó mun draumur-
inn í fyrsta skiptið hafa verið fyrir góðu
sambandi þeirra á milli og sennilega eru
síðari draumarnir einungis árétting þess
sama.
Útúrfullir menn i bíl
Kœri draumráðandi.
Um daginn dreymdi mig draum, sem
mig langar að biðja þig að ráða. Hann
er svona:
Ég var að koma út úr húsi í N, þá
sé ég rútubíl í Þ. Hugsaði ég mér gott
til glóðarinnar, að maðurinn, sem á
bílinn, væri einn í bílnum og mundi
taka mig upp í. Þangað komst ég með
því að hlaupa yfir tvær húsalóðir. Ég
þóttist vera voða saklaus, þegar bíllinn
kom, en þá sá ég, að hann var fullur
af mönnum, sem ég þekki. Bílstjórinn
stoppar, og mennirnir benda mér að
koma upp í bílinn og tala við þá. Ég
opna hurðina og sté uppí tröppuna og
lít aftur með bílnum. Þá sé ég
manninn, sem á bílinn, (köllum hann
SS). Mennirnir voru allir útúrfullir og
SS líka. Svo stendur SS upp og segir:
Þessi stúlka er frísk. Svo stekkur hann
út um gluggann, en ég kveð og fer út
úr bílnum.
Svo verðum við SS samferða niður
Þ og suður ÞÞ. Hann var með stykki
úr bílnum, en mér fannst bíliinn heill.
Mér fannst ég vita, að mennirnir í
bílnum færu í kjörbúð, sem er skáhak
á ÞÞ. Ég sagði SS þetta, en þá verður
hann vitlaus, tekur iangan og
hárbeittan hníf og sker sundur stykkið,
sem var orðið að kassa. Hann ætlar að
hlaupa að búðinni, en áður en hann fer
segi ég við hann: Ég bíð og vona. Þá
spyr hann eftir hverju. Bréfinu, segi
ég. Svo hleypur hann í burtu. Svona
var draumurinn, en það skal tekið
fram, ef það breytir einhverju, að ég er
búin að elska þennan SS í 51/2 ár.
Þakka ráðninguna
Kœr kveðja ggji
Eríiðleikar eru yfirvofandi og mun þar
að einhverju leyti að kenna kæruleysi
þínu í þvi tilviki. í draumi þessum felst
líka aðvörun til þín um að heimska þig
ekki í augum annarra og ættirðu þá að
hafa í huga framkomu þína við hitt
kynið.
38 Vikan 17. tbl.