Vikan


Vikan - 26.04.1979, Page 49

Vikan - 26.04.1979, Page 49
OF FRANCE ^UNEUF-D(/. ^Tchweauheuf-ou-p^ ^/ / ./ /Sf//S LESCÉDRES Chatsauneuf- du-Pape 1976 8 stig 3.060 krónur. CHATEAU DE SAINT- LAURENT Corbieres 1975 . stig. 1.800 krónur Bestukaup COTES- DU-RHONE (Lapakis) 6 stig 2.000 krónur Gófl kaup PARALELLE "46' Cotes-du- Rhone (Alné) 8 stig 2.000 krónur Góðkaup COTES-DU- RHONE (Mommesin) 8 stig 2.100 krönur. AFENGIS- OG TOBAKSVERZLUN RIKISINS PR0DUCE Paul Jaboulet Aíivé 15d AFENGIS-OG TOBAKSVERZLUN RIKISINS 75 d c OTCSduKíiONE 31ppi»lUlion conlróldo j . Lapalus NéOOCIANT MBWiaM A CMARNAV-ii».MACON SAONC ST-LOIRC IfRANCCI AFENGIS-OG TOBAKSVERZLUN RIKISINS ÁFENGIS- OG TÓ8AKSVERZLUN RIKISINS Pavl, Jaboulet Aíj notuð ein berjategund í hvert vín. I Bordeaux eru notaðar nokkrar berja- tegundir, en ein þeirra látin yfirgnaefa. Við Rhone er hins vegar notaður ara- grúi mismunandi berjategunda i eitt og sama vínið. Lengst í þá átt er gengið í Chateauneuf-du-Pape, þar sem tugir mismunandi berjategunda eru notaðir í eitt og sama vínið. Vínkaupmenn telja góð kaup í bestu Rhone-vinunum. Þau slagi í rauninni upp í bestu Bordeaux- og Búrgundar- vínin í gæðum, en séu vanmetin í verð- laginu. Þetta skiptir máli, því að bestu Bordeaux- og Búrgundarvínin eru nú orðið á uppsprengdu verði, sem venju- legt fólk ræður ekki við. Heppilegt í vinkjaHarann CHATEAUNEUF-DU-PAPE er eitt af frægustu vínum heims. LES CÉDRES heitir tegundin, sem hér fæst, árgangur 1976, frá P. J. Ainé. Þetta er nokkuð dýrt vín, kostar 3050 krónur flaskan. En það er ódýrara en hliðstætt Bordeaux-vín, sem kostar 4700 krónur, og hliðstætt Búrgundarvín, sem kostar 6250 krónur. Gæðaprófun Vikunnar sýndi, að þetta vín var enn ekki orðið nógu gamalt til að ná hámarksgæðum. Árgangurinn er talinn fremur lélegur, svo að það ættu vart að líða nema eitt eða tvö ár, uns vínið hefur náð bestu gæðum. Þrátt fyrir lélegan árgang fékk vínið góða útkomu í gæðaprófuninni. Það var dimmt og purpurarautt sem saft. Það hafði aðlaðandi blómailm. Bragðið var herpt og skarpt, og 13,5% áfengisinni- haldið segir fljótt til sín. Einkunnin var 8. Með tilliti til geymslumöguleika vínsins og spár um frekari þróun þess í flöskunni, fékk það átta í einkunn. Þetta var persónulegt, ákveðið vín, sem ætti að mildast með frekari aldri. Þrjú vín eins Ekki þarf að hafa mörg orð um COTES-DU-RHONE frá Lapalus, CORES-DU-RHONE frá Mommesin og PARALELLE 45, COTES-DU- RHONE frá P. J. Ainé. Öll eru þau án árgangs. Verðið er 2.000 krónur á Lapalus og Ainé, en 2.100 krónur á Mommesin. í gæðaprófun Vikunnar kom í ljós, að allt voru þetta hliðstæð vín og hversdagsleg. Daufur brennisteins- keimur af af þeim öllum eins og af öðrum þeim vínum, sem þurfa á efnafræðilegum varðveisluaðferðum að halda. Slíkt þurfa góð vín ekki. Vegna verðsins má segja, að sæmilega góð kaup séu í þessum vínum, einkum Lapalus og Ainé, sem eru á 2.000 krónur. En þau standast samt ekki sam- keppni við hliðstæð hversdagsvín frá Ítalíu og Spáni, sem fjallað hefur verið um fyrr í þáttum þessum. Þessi þrjú Rhone-vín fengu öll sex í einkunn. Höfuðverkur Efnahagsbanda- lagsins 1 vestur frá Rhone með strönd Miðjarðarhafsins, í Languedoc og Roussillon, er ræktað gífurlega mikið af ómerkilegu víni: Vin ordinaire. Einn þriðji hluti vínframleiðslu Frakklands er af þessu svæði. Þarna geta vínbændur ekki staðið á eigin fótum eins og annars staðar í landinu, þar sem starfsbræðumir framleiða góð vín fyrir margfalt verð. I Languedoc og Roussillon framleiða vín- bændur hins vegar hrat á kostnaö Efnahagsbandalagsins. Einstaka svæðum hefur þó verið lyft með sameiginlegu átaki vinþænda, sem vilja taka á sig fyrirhöfn til að losna við að vera niðurgreiddir vesalingar. Eitt slíkt svæði er Corbieres, sem á fulltrúa í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Bestu kaupin í frönskum vínum eru frá slíkum svæðum. Verðið er mun lægra en á vinum frá stöðum með frægum nöfnum, en gæðin eru oft hin sömu. Þess vegna eru snjallir vínkaup- menn mikið á ferðinni í Languedoc og Roussillon, þar á meðal í Corbieres. Ekki Bordeaux, en samt í lagi CHATEAU DE SAINT-LAURENT, af árgangi 1975, er Corbieres-vín frá Calvet. Það er af gráðunni VDQS, sem stendur fyrir: Vin délimité de qualité superieure, og er næsta stig fyrir neðan AC eða Appellation controlée. Árgangurinn er með hinum bestu. í verðskrá Ríkisins segir, að þetta sé Bordeaux-vín. Sú virðulega staðfæring er alveg út i hött, því að vínið er ræktað 300 kílómetra suðaustan við Bordeaux- svæðið og er á allan hátt gersamlega óskylt Bordeaux-vínum. í gæðaprófun Vikunnar stóð þetta vín vel fyrir lágstéttaruppruna sínum. Það var sæmilega fallegt, hafði aðlaðandi blómailm, sem vakti vonir, er ekki uppfylltust til fulls í bragði. Þetta var traust vín, en ekki fínlegt. 1 gæðaprófuninni fékk vínið ein- kunnina sjö. Þar sem verðið er aðeins 1.800 krónur, er þetta vin í hópi þeirra vína, sem best kaup eru í. Jónas Kristjánsson / nœstu Viku: Búrgundarvín 17-tbl. Vlkan 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.