Vikan - 26.04.1979, Page 50
HUN SER MORD
OG STÓRSLYS
í GLASISÍNU
Louise Proctor var hvers raanns hugljúfi. Hún átti
það til að finna uppá hinura skemmtilegustu
prakkarastrikum, þegar hún hafði gesti, þótt þau
væru jafnan mjög saklaus.
Svo gerðist það í slíku samkvæmi hjá þeim hjónum
þann 14. júlí 1966 að fyrir kom atvik hjá henni sem
vakti mikla athygli. Og héldu sumir fyrst í stað að nú
væri hún með einhverja fyndnina.
Hún hafði þó nokkur hjón sem gesti þetta kvöld, og
var ekki fyllilega búin að ljúka öllum störfum sínum
fyrr en um miðnætti. Hún var því orðin talsvert
þreytt og taldi því rétt að láta eftir sér að fá sér fyrsta
drykkinn sinn þetta kvöld til þess að slappa vel af og
hún settist að svo búnu í sófa og lét fara vel um sig.
Karlarnir voru að tala um bíla og konurnar um
eitthvaö sem hún hafði ekki sérstaklega mikinn áhuga
á. Hún sat þarna og horfði á drykkinn í glasinu sínu.
En allt i einu æpti hún upp: „Nei! Hann er að
brjótast inní húsið húsiö!” Og hún hrökk við og lagði
glasið frá sér á vínborðið.
Alla setti hljóða í stofunni. En Carl Proctor, eigin-
maður hennar fann kalt vatn renna sér milli skinns og
hörunds. Ein unga konan fór að flissa og sagði: „Nú
er hún byrjuð á einhverju uppátækinu!”
En Louise Proctor tók ekki eftir neinu sem sagt var.
Augu hennar glenntust upp þegar hún starði í glasið
sitt. Og brátt tók að færast heinn skelfingarsvipur á
allt andlit hennar.
En maður hennar sagði við hana: „Svona hættu
að leika spákonu. Það hefir enginn gaman af þessu!”
En konan hans hélt eins og töfrum slegin áfram að
stara: „Þetta er hávaxinn, grannur maður,” sagði hún
og rödd hennar eins og fjarlægðist. „Hann hefur
undarlegt andlit, eins og það sé sett bóluörum.”
„Hver?” spurði Carl, sem hætti nú að lítast á
blikuna.
„Innbrotsþjófurinn. Nú fer hann gegnum eldhúsið.
Hann fer framhjá töflunni með miðunum á. Það er
minnismiða stungið á töfluna. Það er dimmt. Mjög
dimmt. Stúdentar... eiga ekki.. að leyfa neinum ...
inní húsið án þess að húsfreyjan —”
„Er hún að æsa okkur upp?” spurði einn karlmann-
anna í boðinu. Þetta er satt að segja fulllangt gengið!”
„Bíðið þið við. Ég held að henni sé alvara,” sagði þá
ein konan.
„Hvað séðu núna?” spurði þá Carl. En hann
var orðinn þess fullviss, að konan sín væri komin í ein-
hvers konar trans.
„Maðurinn fer upp stigatröppur. Hann er með hníf
og byssu.” Hún þagnaði andartak. „Hann er talsvert
ölvaður. Hann barði að dyrum hjá stúlkunni. Þau
gengu niður í skálann þar sem fleiri stúlkur eru. Hann
er eitthvað tala um að hann vilji fá peninga, en — guð
minn góður! Hann ætlar að drepa þær. Hann ber
dauðann í hjarta!”
Carl Proctor lét hönd sína síga fyrir framan galopin
augu konu sinnar, en hún virtist halda áfram að stara
UNDARLEG ATVIK XXVI
ÆVAR R. KVARAN
í kokkteilglasið. „Sækið handa mér segulbandið,”
sagði hann. „Það er á skrifborðinu í svefnherberginu.
Ég ætla að hljóðrita þetta!”
Þegar hér var komið voru gestirnir orðnir alveg
ruglaðir. Gat það verið að Louise Proctor sæi í
huganum framið morð einhvers staðar í heiminum?
Var þessi unga húsfreyja sálrænum gáfum gædd? Eða
var hún að gera eitthvert meiriháttar prakkarastrik?
Síðar kom fram hjá Louise Proctor í segulbands-
hljóðupptökunni lýsing á ægilegri slátrun hinna ungu
stúlkna og grimmdarlegur kynferðislegur kvalalosti.
Lýsingar hennar voru svo hræðilegar að ein konan í
boðinu hrópaði uppyfir sig: „Ég þoli ekki að hlusta á
meira af þessu!” og hún var kjökrandi af skelfingu,
þegar hún rauk út úr stofunni.
Frásögnin endaði á skelfilegri yfirlýsingu: „Hann er
búinn að myrða þær allar. Ein stúka leynist þó undir
rúminu. Ég get ekki séð hvort hún er lifandi. Það er
blóð um ailt. Hann hleypur niður stigann og útá götu.
Guð minn góður! Ó, guð minn góður!”
Eftir þetta hneig Louise saman á sófanum og féll í
djúpan svefn. Og allhávaðasamar umræður eigin-
mannsins og gestanna virtust ekki trufla hana. Þegar
gestirnir voru farnir vakti Carl Proctor konu sína.
Hún virtist hálfrugluð og tautaði eitthvað óskiljanlegt
fyrir munni sér, þegar hann leiddi hana til svefn-
herbergis þeirra hjóna.
Daginn eftir skýrði hann fyrir konu sinni það sem
gerst hafði.
Hún trúði honum ekki fyrst i stað, en þá benti hann
henni á að hlusta á hljóðritunina „og þá geturðu heyrt
það sem þú sagðir með eigin orðum,” bætti hann við
og hélt til vinnu sinnar.
Daginn eftir skýrðu blöðin frá þessum hræðilegu
morðum, sem kennd voru við morðingjann Richard
Speck sem játaði á sig sökina. Louise Proctor hafði
þannig verið vitni að skelfilegum morðum, sem
framin voru víðsfjarri.
Ý msir kunningjar þeirra hjónanna hvöttu Louise til
þess að skýra blaðamönnunum frá því sem hún hafði
upplifað, en hún var ófús á að segja frá sýnum sínum.
Þrátí fyrir það að Louise Proctor kærði sig ekki um
að ræða þessa hræðilegu yfirskilvitlegu reynslu sína
við blaöamenn, bárust fregnir af þessu, því gestir voru
margir á heimili þeirra hjóna þetta kvöld.
Það var ekki fyrr en á jólum 1966 að þessi fyrirbæri
bárust til eyrna rithöfundarins Warrens Smith, sem
kunnur er meðal annars fyrir áhuga sinn og rit um
þessi efni. Hann hélt því til borgarinnar Atlanta þar
sem þetta gerðist og yfirheyrði Proctors-hjónin og
fólkið sem varð vitni að fyrirbærinu. Það var ekki um
að villast að þetta fyrirbæri var enn ein sönnunin fyrir
ókunnum áhrifum hugans, sem óútskýranleg hljóta
að teljast.
Skal nú rakið hér að nokkru viðtal Smiths við
Proctors-hjónin.
Louise bað nú mann sinn að segja Smith frá þessum
undarlegu atvikum meðan hún skryppi fram 1 eldhús
til að laga kaffi. Og Carl Proctor sagði honum allt af
létta. Þegar húsfreyjan var komin aftur með kaffið og
sest hjá þeim spurði Smith hana:
Vissuð þér nokkuð um hvað var að gerast?”
„Nei. Ég man bara að ég sat á sófanum og sveiflaði
drykknum mínum til í glasinu. Það nassta sem ég vissi
var að það var kominn morgunn. Ég hélt að ég hefði
sofnað.”
„Hve marga drykkja neyttuð þér um kvöldið?”
„Um tveggja sopa af martini-drykknum í glasinu
mínu. Og þetta var fyrsta glasið mitt.”
„Hvað munið þér frá þessum hálftima sem leið
áður en þér misstuð meðvitund?”
„Ja, ég hafði verið að sinna húsmóðurstörfum
mínum, bjóða mat og drykki, og var talsvert þreytt.
Karlmennirnir voru að tala um bíla og byssur, og
kvenfólkið eitthvað um saumaskap. Ég var þreytt og
fékk mér glas og settist niður til að hvílast andartak.”
„Hvað sáuð þér í glasinu?”
„Ég bara starði i drykkinn, þegar eitthvað dökkt og
óljóst tók að birtast í miðju glasinu.” Það fór hrollur
um Louise þegar hún minntist þess. „Það er allt og
sumt sem ég man.”
„Hefur eitthvað líkt þessu komið fyrir yður áður?”
Louise kinkaði kolli. „Ég var vön að telja það bara
einhvers konar kvenlegan innblástur. En þegar ég var
barn vissi ég alltaf hvenær pabbi myndi koma heim
eða hvenær hann yrði að vinna frameftir. Og ég virtist
alltaf vita hvaða gjafir ég fengi í afmælisgjöf eða á
jólum.”
„Gleymdu ekki því sem kom fyrir þig í mennta-
skólanum,” sagði eiginmaður hennar.
„Já, ég hafði ekki minnst á þetta við Carl fyrr en
eftir þetta með Speck-morðin. Það var gamall maður
SOVikan 17. tbl.