Vikan


Vikan - 26.04.1979, Page 63

Vikan - 26.04.1979, Page 63
Það kemur allt vitlaust Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gamalt oggott í Póstinum í Vikunni. Eg er hérna ein stelpa, sem get ekki talað við stráka. Ef égsegi eitthvað við strák, þá roðna ég eins og hálf- viti og allt kemur vitlaust út úr heimska munninum á mér. Getur þú ráðlagt mér eitthvað? Og svo er eitt í viðbót. Þegar ég sé einhvern sætan strák eða vel vaxinn strák, þá langar mig svo mikið til þess að sofa hjá honum. Svo ef einhver strákur er að ganga úti á götu (ef hann er sœtur eða vel vaxinn) langar mig til þess að sofa hjá honum, þótt þetta sé annar eða þriðji á sama degi. Er þetta ekki eitthvað sjúklegt? Það eru 3 eða 4 strákar, sem eru alltaf að káfa á mér og segjast vilja sofa hjá mér. Er ég ekki of ung ennþá? Ég er nefnilega að verða 16 ára? Sexý. Þetta er ósennilega nokkuð sjúklegt heldur miklu frekar að þú hafir ríkt ímyndunarafl og allt ætti að vera í stakasta lagi á meðan þú gerir greinarmun á ímyndun og veruleika þegar til kastanna kemur. Þú ert þara feimin og óörugg og því færðu útrás með því að ímynda þér allt það sem þú veist ósiðlegast og fáránlegast í þessum málum. Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af þessu, því þetta hverfur um leið og þú öðlast meiri þroska og sjálfsöryggi. Blessuð reyndu að koma í veg fyrir þetta sífellda káf hjá strákunum það er fremur hvimleiður ávani og þú ættir ekki að hafa áhyggjur af því hvort þeir segjast vilja sofa hjá þér eða ekki. Það er nefni- lega þeirra vandamál. Póstinum finnst ekki að þú getir verið orðin nógu gömul til þess að sofa hjá, því flestum finnst að þeim athöfnum verði að fylgja bæði tilfinningalegur og líkam- legur þroski, sem þú hefur ósennilega hlotið enn. Peimavifiir Herdis H. Árnadóttir, Ásvegi 27 og Steinunn A. Árnadóttir, Ási, báðar i Breiðdalsvík, S-Múlasýslu óska eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 8-11 ára. Þær eru sjálfar 9 ára og svara öllum bréfum. Áhugamál eru margvísleg. Steinunn Sigurðardóttir, 15 ára, Erla Magnúsdóttir, 16 ára, og Guðrún Sigur- björnsdóttir, 15 ára, Torfastaðaskóla, 690 Vopnafirði óska eftir að komast í bréfasamband við stráka á aldrinum 15- 18 ára. Helstu áhugamál eru strákar, böll, hestar og fleira. Mynd fylgi með fyrsta bréfi, ef hægt er. Susan Fisher, „Rivermead,” 11 Ball- ochmyle Sk., C Cakrine, by Mauchline, Ayrrshire KA56QP, Scotland, óskar eftir að skrifast á við íslendinga sem skrífa á ensku, helst stráka á aldrinum 16-18 ára. Hún er sjálf 16 ára og áhugamál eru flestar greinar íþrótta, skautaferðir, leiklist, tónlist, kvikmynd- ir, sund, bréfaskriftir, póstkort, lestur, dýr og ferðalög. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Sigurður H. Sigurðsson, Garðavegi 10, 530 Hvammstanga óskar eftir að skrifast á við stelpur á aldrinum 11-12 ára. Áhugamál eru fótbolti, stelpur vísindi, böll og diskótek. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Lilja Bjarnþórsdóttir, Oddabraut 11, 810 Þorláksböfn, ölfushreppi óskar eftir pennavinum á aldrinum 14 ára og eldri. Hún er sjálf 15 ára, áhugamál margvísleg og svarar öllum bréfum. Bára Baldvinsdóttir, Tjarnarbrú 14, 780- Höfn, Hornafirði og Kristbjörg Braga- dóttir, 780 Höfn, Hornafirði óska eftir pennavinum á aldrinum 15-17 ára, bæði strákum og stelpum. Sigriður Berglind Sigurðardóttir, Gils- bakka 32, Seyðisfirði, 710 N-Múl.óskar eftir pennavinum á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál eru dýr, íþróttir og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt Clarence Lewis, 26H Country Club Dr., Coram N.Y. 11727, U.S.A. óskar eftir pennavinum. Hann er 31 árs gamall og helstu áhugamál eru diskótónlist, kvikmyndir og samskipti við annað fólk. HVERJU FORELDRAR N U RÉTT Á AF BÖRNUM J M — OG HVERJU EKKI EIGA SÍNUM — Ann Landcrs — G R Æ E F Texti og myndir eftir William Wiesner BÓKIN: HEIM SAGA HANDA BÖRNUM Á ÖLLUM ALDRI Minningarnar streymdu fram. Emu sinni var eitthvað til sem var hinn öruggi og formfasti heimur bernskunnar. Svo, þegar hann var aðeins tíu ára, neyddu kringum- stæðurnar hann til að snúa baki við bernskunni. I þessari stuttu skáldsögu segir höfundurinn áhrifa- mikla sögu um dreng og afa hans, um gagnkvæma ást þeirra og trúnað. pr JJtfLf fCl Ug l'fMrfCtU, BÓK Í BLAÐFORMI 17. tbl. Vlkan 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.