Vikan


Vikan - 24.05.1979, Page 10

Vikan - 24.05.1979, Page 10
Séra Bernharður Guðmundsson: Svanberg K. Jakobsson, Vottar Jehóva. Vottar Jehóva í þúsund ára ríki Krists verður fólk hamingjusamt Svanberg Jakobsson, talsmaður Votta Jehóva: — Við tökum biblíuna bókstaflega, teljum hana alla sanna og alla kafla jafn- mikils virði, jafnvel sköpunarsöguna, þó að við álítum tímahugtakið afstætt. — Við teljum það heilaga skyldu okkar að boða öðrum trú okkar og biblíufræðsla er snar þáttur í safnaðarlífinu. — Nafnið, Vottar Jehóva, kemur úr biblíunni og hefur alltaf verið til. í Gamla testamentinu er ísraelsþjóð kölluð vottar og Jehóva er nafn Guðs. — Saga vottanna nú á tímum hefst í Bandaríkjunum á ofanverðri síðustu öld, er Charles T. Russel fann sig knúinn til að leita sannleikans um Guð og bauð ýmsum af vinum sínum að koma saman til að rannsaka biblíuna. — Nú starfa Vottar Jehóva í u. þ. b. 205 löndum. Trúin barst til íslands 1929, en þá kom hingað Vestur-íslendingur sem reið um allt landið til að boða hana. Við erum algjörlega á móti barns- skírnum. Kristur sagði að með skírninni yrði fólk að lærisveinum hans. Og ómálga barn getur ekki verið lærisveinn. Sjálfur var Kristur ekki skírður fyrr en um þrítugt. — Hjónabandið teljum við bindandi fyrir lífstíð og biblíulega séð er engin heimild fyrir skilnaði nema hórdómur. Komi slik staða upp er það á valdi hins saklausa hvað hann vill gera í málinu. Sjálft hjónabandið er heilög ráðstöfun. — Samkvæmt biblíunni eru karl og kona jöfn fyrir Guði. Hins vegar ætlar biblían þeim sitt hvort hlutverkið. Fólk misskilur oft þau orð bibliunnar að maðurinn eigi að vera höfuð konunnar og heldur að þar sé átt við yfirdrottnun. Svo er þó ekki, en maðurinn á að elska konuna og annast hana sem sinn eigin líkama. — Það kemur skýrt fram í biblíunni að sálin sé dauðleg. Esekíel segir t.d. að sú sálin, sem syndgi, skuli deyja. Fyrsta manninn skapaði Drottinn af leir jarðar og blés lífsanda í nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi. Biblian vitnar oft um að maðurinn hafi ekki neinn ósýnilegan líkamshluta, kallaðan sál, heldur snúi aftur til fyrra ástands. En Kristur boðaði okkur þá von að sú stund rynni upp að allir sem í gröfunum væru gætu heyrt raust hans. — Lífstrú okkar byggist mikið á því að við trúum á að skapari okkar, Guð, ásamt syni sínum, Kristi, muni binda enda á hið slæma ástand er ríkir i heiminum. Að jörðin verði eitt undir himneskri yfirstjórn. Og þá hefst þúsund ára ríki Krists, og í þessu ríki upprísa menn til nýs lífs. Þá verður bundinn endi á þá uggvænlegu stefnu jarðarbúa í mengun og lifseyðingu sem nú ógnar lífi voru. Allur hnötturinn verður að Paradís, fögrum lystigarði, þar sem allir geta stundað fagurt mannlíf og verið hamingjusamir án nokkurs ótta. Guðsríki er sem sagt þungamiðjan í boðskap okkar. — Og þarna verða allir menn jafnir, með sömu tækifærin. Páll postuli sagði að það mundi ekki hafa úrslitaþýðingu hvernig menn hefðu lifað heldur mundu upp rísa bæði réttlátir og ranglátir, enda hafa margir dáið i gegnum aldirnar sem aldrei fengu tækifæri til að kynnast skapara sínum, en það er ekki fyrr en eftir það að við erum ábyrg fyrir sy ndum okkar. J Þ Við höfum sérstaka g í sambandi við þessa kynningu okkar á ýmsum trúarsöfnuðum á íslandi fengum við séra Bernharð Guðmundsson, blaða- fulltrúa þjóðkirkjunnar, til að spjalla við okkur um þessi mál almennt. — Hvers vegna fólk hneigist til sértrúar? Ég þekkti einu sinni gamla konu sem hafði sérkennilegt göngulag. Einhvern tíma voru strákar að gera gys að henni vegna þess arna. Þá sneri hún sér dálitið hvatskeytlega að þeim og sagði: — Það hefur nú hver sitt göngulag. — Ætli það sé ekki eitthvað svipað með þá trú sem víkur frá farvegi hinnar almennu þjóðkirkju. Við erum öll misjöfn, bæði að skapferli og svo vitsmunalega, og hneigjumst því að mismunandi stefnum og skoðunum. Fámennir söfnuðir veita meðlimum sínum líka vissan stuðning, sem stórir söfnuðir geta ekki, þvi þar er erfiðara að sinna persónulegum einstaklingsþörfum. Fólk fær betur notið sín í fámennum hópi, og oft bjóða sértrúarhópar upp á þann aga sem gerir fólki auðveldara að taka ákvarð- anir, að velja og hafna í þjóðfélagi sem býður annars upp á því nær ótakmarkaða valkosti. — Því miður virðist orðið sértrúar- flokkur hafa hlotið fremur neikvæða merk- ingu í íslensku máli þó það sé vissulega ekkert rangt við að hafa sína sértrú og finna sínar eigin leiðir. Enda er það sem betur fer alveg frjálst í samfélagi okkar að velja sér trú. Samstarf milli þjóðkirkjunnar og þeirra trúarflokka, sem byggja á kristn- um grunni, er líka yfirleitt gott enda oft ekki svo mikið sem skilur á milli. Að minnsta kosti má segja að það sé miklu meira sem tengir okkur en skilur okkur að. — í þessu sambandi langar mig að benda á það jákvæða hugarfar er ríkir á kristni- boðsakrinum, t.d. í Afríku. Þar vinnur fólk úr hinum ýmsu kirkjudeildum hlið við hlið. Þar er fyrst og fremst spurt hvort manneskjan sé kristin eða ekki, sem er auðvitað kjarni málsins. — Þjóðkirkjan er stundum ásökuð fyrir að halda slælega utan um sínar sálir en hún á, eins og ég benti á áðan, erfiðara um vik með það en fámennir sértrúarsöfnuðir. Þess vegna virðist hún eiga mun sterkari IO Vikan 21. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.