Vikan


Vikan - 24.05.1979, Qupperneq 11

Vikan - 24.05.1979, Qupperneq 11
öll okkar ingulag ítök í hinum fámennari söfnuðum úti á landi en í Reykjavík þar sem miklir flutn- ingar hafa verið milli staða, jafnvel svo að sumt fólk veit varla lengur hvaða söfnuði það tilheyrir. En ég held að safnaðarvitund fólks og safnaðarstarf fari vaxandi. Er farið var að halda skýrslur um kirkjusókn kom í ljós að hún er mun meiri en fólk almennt heldur. í sveitasóknum er ekki óalgengt að kirkjusókn sé um 50% íbúa, og ef við tökum dæmi um bæ, eins og t.d. Bolungar- vik, kemur í ljós að kirkjusókn þar er að meðaltali 111 manns hvern messudag, af 1200 íbúum. — Ef við tökum svo Grensássókn sem dæmi um söfnuð í Reykjavík, sjáum við að á siðasta ári sóttu 173 að meðaltali sunnudagsmessur kl. 11. Samkomur á fimmtudögum i sömu sókn sækja að meðal- tali 254. Barna- og unglingasamkomur þar eru og fjölsóttar, en tölur um þá kirkjugesti eru ekki nákvæmar. En trúlega sækja um 800 manns þessa kirkju í hverri viku. Ég held að ég megi að minnsta kosti fullyrða að það er fleira fólk sem sækir kirkju en t.d. fundi hinna ýmsu stjórnmálaflokka, þó að við bjóðum aldrei upp á neina sérstaka „skemmtikrafta”. — Sjálft prestsstarfið er lika miklu viða- meira en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Það er svo mikið af starfi presta sem fer fram í kyrrþey, sérstaklega starf þeirra sem sálusorgara, þar sem þeir reyna að sinna mannlegum vandamálum fólks af öllu tagi. Fólk segir í fæstum tilfellum frá því þegar það leitar til prests með sín einkavandamál. — Við lifum á tímum mikillar firringar. Þrátt fyrir ytri velferð hefur mannleg einangrun aldrei verið meiri og það er kannski einmitt á því sviði sem nútíma prestar inna hvað mesta vinnu af hendi, þó hún sé ekki auglýst. — íslendingar eru trúhneigðir þó að sumir velji kannski að kalla trú sína ein- hverju öðru nafni. Það er gleðiefni hversu mjög ungt fólk leitar nú svara hjá kristinni kirkju við spurningum sinum. Enda hefur heil kynslóð á undan því sannað að það verður lítil lifsfylling sótt í skýlausa efnis- hyggju. JÞ Zl.tbl. Vikan II
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.