Vikan


Vikan - 24.05.1979, Side 20

Vikan - 24.05.1979, Side 20
íslendingar hafa hundelt tófuna í rúm 1100 ár og Á síðari árum hefur loks runnið upp fyrir mannskepnunni öll sú röskun og eyðing á náttúrunni sem hún hefur sjálf verið völd að allt frá upphafi vega, með þeim afleiðingum að jörðin gerist æ óbyggilegri fyrir sömu dýrategund. Stofnuð hafa verið hin margvíslegustu félög til verndar náttúrunni gegn hættu- legasta óvini sínum, manninum, allt frá eigin börnum niður í svokallaðar óæðri dýrategundir og gróður. Eitt hið óvenjulegasta slíkra félaga er þó sennilega Hið íslenska tófuvinafélag sem stofnað var 1. október 1977. Við báðum því forseta félagsins, Sigurð Hjartarson, að segja okkur frá tildrögum og helstu mark- miðum félagsins. nú viljum við snúa dæminu við, segir Sigurður Hjartarson, forseti Hins íslenska tófuvinafélags, í spjalli við Vikuna. — Tildrög eru auðvitað ljós. Tófan hefur frá upphafi byggðar verið álitin rétt- dræp í íslensku þjóðfélagi með öllum til- tækum ráðum. En verði tófunni útrýmt, er náttúran þar með komin úr jafnvægi. Og það er á móti þeirri röskun sem við viljum vinna. — Tófan var komin hingað á undan landnámsmönnum, og sú staðreynd að maðurinn flytur hingað með sitt búfé, ætti ekki að breyta neinu. Annars er merkilegt, að þó við höfum þannig búið með þessu dýri í rúm 1100 ár, hafa engar kerfis- bundnar rannsóknir farið fram á lífsháttum hennar. Það er fyrst núna sem ungur 20 Vikan 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.