Vikan - 24.05.1979, Side 23
Nú skulum viö hlýða á
lærdómsríka sögu úr villta
vestrinu. Þetta er saga um
óstýriláta stúlku, sem þvert
ofan í væntingar fólks gerðist
góð og undirgefin eiginkona
vegna þess að maður hennar
gerði henni það ljóst strax í
upphafi, að fyrir honum átti
hún að bera virðingu. Konur
verða að vera undirgefnar, eigi
eitthvert vit að vera í þessu.
Ef við fylgjum Rio Grande
eins langt inn í Arizona og
mögulegt er og ferðumst síðan á
hesti vestur yfir Rio Salado, þá
komum við eftir þriggja til
fjögurra daga reið í skitið
smáþorp sem heitir Pie Town. í
um 100 mílna fjarlægð frá Pie
Town er afskekktur búgarður
þar sem kúrekinn Joe Harmony
býr.
Hann er hetjan í þessari sögu.
Á hverjum degi snaraði Joe
sér í hnakkinn og þeysti eins og
stormsveipur um sléttuna. —
Yupee-yei-e-e! æpti Joe og þrýsti
fótleggjunum fast að síðum
hestsins, en sporana notaði hann
til að kitla hestinn í nárunum.
Þannig þeysti hann um sléttuna
allan liðlangan daginn þangað til
sólin dró sig í hlé á bak við
Newhope Mountains. Þá fyrst
steig hann af baki, hífði sveita-
mannslega upp um sig
buxurnar, lagfærði perlu-
skreytta sexhleypuna sína i
byssubeltinu og hengdi upp
lambaskinnshnakkinn sinn. Þá
tók hann gítarinn fram og söng
alla góðu gömlu kúreka-
söngvana, en á meðan vældu
sléttuúlfarnir sitt ámátlega væl
og eldurinn logaði glatt í þurri
kúadellunni. Svona liðu
dagarnir einn af öðrum hjá Joe
Harmony, syni sléttunnar.
En þá kom kona inn í líf hans.
Flmm minútur með á
WILLY BREINHOLST
SONUR
SLÉTT-
UNNAR
Hann var á leiðinni á krána í
Pie Town til þess að væta kverk-
arnar og hreinsa slétturykið úr
görnunum. Þegar hann var
kominn á móts við pósthúsið leit
hann augum þann fallegasta
kvenmann sem hann hafði
nokkurn tíma séð.
Þetta var Klementína, dóttir
nýja lögreglustjórans.
Hún brosti til hans eins og
henni einni var gefið, og það
bros glumdi nú í höfðinu á honum
eins og heil hjörð villtra vísunda
berði hófum sínum niður á þurra
og harða sléttuna. Hjarta-
slögin urðu þung, og blóðið sauð
i æðum hans. Það lá í augum
uppi. Hann varð að fá sér konu.
Kona! Já, það var nákvæmlega
það sem hann hafði vantað út á
búgarðinn hjá sér á kvöldin,
þegar úlfarnir vældu og kúa-
mykjan brann.
Ákveðinn og einbeittur
sveiflaði hann vaðnum, og áður
en Klementína gat svo mikið
sem talið upp að þrem, hafði
hann snarað hana til sín, frelsað
hana, fengið jáyrði hennar og
dregið hana upp að altarinu i
gömlu og frumstæðu kirkjunni í
Pie Town.
— Viltu ganga að eiga þá
konu sem stendur við hlið þér?
drafaði presturinn.
— Yep! gall í Joe, presturinn
sagði amen, og Joe tók brúði
sína í fangið og gekk út úr kirkj-
unni við þrumandi orgelleik.
Fyrir utan beið hesturinn, og
það var stoltur Joe Harmony
sem reið út úr Pie Town þetta
kvöld.
— Þú ert galinn! æptu
hjólbeinóttu uppgjafakúrekarnir
sem sátu fyrir utan krána. —
Þér tekst aldrei að temja hana!
— Það er of mikið púður í
henni fyrir þig! æpti póst-
meistarinn.
— Aumingja þú! æpti gamli
bókarinn, það tekur þig allt lífið
að koma þér úr þessari klípu.
Sannaðu til.
— Þökk sé Guði að ég losnaði
loks við hana ýlfraði í lögreglu-
stjóranum. — Ég hefði ekki
getað hamið hana þótt ég hefði
átt lOOOekrur lands!
Joe tók því aftur á móti
rólega. Hann spýtti skroi út um
annað munnvikið og lét sem
hann heyrði ekki köll bæjarbúa.
Hann var ánægður með sig og
sína, rak sporana í kvið hestsins
og hélt áfram ferð sinni út
yfir sléttuna. En allt í einu hnaut
hesturinn um stein, eða hvað
sem það nú var, og Joe rann
fram á hálsinn á honum með
brúði sína í fanginu.
— Þetta var í fyrsta skipti,
sagði hann og dröslaði
bikkjunni á fætur aftur.
Um hálftíma síðar, þegar þau
voru komin að gullnámunum
frægu í Salt Fork, hnaut hestur-
inn aftur. Hann var ekki vanur
því að tvímennt væri á sér.
— Þetta var í annað skipti,
sagði Joe.
Hjá gömlu vatnsmyllunni í
Sweet Water hnaut hesturinn
enn einu sinni.
— Þetta var í þriðja skipti,
sagði Joe.
Hann steig af baki, færði
Klementínu sína varlega niður á
jörðina, tók perluskreytta byssu
sína úr belti og skaut bikkjuna í
ennið.
Klementína gaf Joe Harmony
illtauga.
— Hvers vegna varstu að
þessu? spurði hún. Nú verðum
við að ganga það sem eftir er
leiðarinnar. Og við eigum ennþá
25 mílur ófarnar. Ég er ekkert
tilbúin til að fara að standa í
slíkri vitleysu, asnakjálkinn
þinn!
Joe hnyklaði brýrnar og leit
fast í augu konu sinnar.
— Þetta var í fyrsta skipti,
sagði hann.
21. tbl. Vikan 23