Vikan


Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 24.05.1979, Blaðsíða 29
yngri þegar hún var komin í hana. Hún var feimin að þiggja þessa gjöf, fyrstu gjöfina frá honum. Á kvöldin leiddust þau eftir götunum eða borðuðu á litlum notalegum veitingahúsum og nutu þess að vera saman. Elin var alltaf síðust upp i háttinn. Hún var í herbergi með norskri kennslukonu sem steinsofnaði strax og hún lagðist út af. En Elin lá og horfði á mánann og hugsaði um Arnvið sinn. i^AÐ komu engin póstkort frá Elínu frænku til fjölskyldunnar. Og varla gat þessi ferð á blómasýninguna staðið i heilar þrjár vikur. Þau veigruðu sér við að auglýsa eftir henni. Hún hafði aldrei sagt neitt um það hvenær hún kæmi aftur heim og var ekki skuldbundin að standa þeim reikningsskap gerða sinna. En þetta var samt einkennilegt. Og hreint ekki henni líkt. — Maður gæti haldið að hún hefði aldrei átt frí, sagði Inga, sem var dóttir Ottós og þriggja barna móðir. Og við sem buðum henni með okkur til Dalanna og Jemtlands. Það kostaði hana ekki svo mikið sem krónu! — En liklega töluverð óþægindi! muldraði Ottó og gaut augunum út undan sér á litlu ormana sem tröðkuðu i rósabeðunum hans. — Þú ert þokkalegur afi! Annars skil ég ekkert í ykkur karlmönnunum. Þið eruð allt í einu farnir að taka málstað Elínar. Það er eins og við séum blóðsugur, öll hin! Það er sannarlega ekki ástæða til að ráðast að okkur. — Við skulum nú taka þessu með skynsemi. sagði Ásta. Elín okkar kemur fljótlega heim aftur og allt verður eins og fyrr. En loksins á föstudag, rúmum þrem vikum eftir brottför Elinar, kom póst- kort. Ásthildur og Gunnar höfðu boðið tólf manns i mat. Það var enga hjálp að fá og heimilið var á öðrum endanum. Nú fundu jrau sárt til þess að Elin frænka var hvergi nálæg. Póstkortið kom óvænt gegnum bréfarifuna og þó að það hefði verið tímasprengja. hefði hún ekki valdið meira fjaðrafoki. Kortið olli miklum geðshræringum. Elin skrifaði frá Nice! — Guð hjálpi mér, tautaði Ásthildur aftur og aftur og blakaði kortinu til að kæla andlitið. Þetta er blátt áfram stór- hættulegt. Hún er kolvitlaus. Hvernig Láttu ekki svona. Mér er alveg sama, . i þótt tegundin deyiút. endar þetta . . . hvað getum við gert . . . ég þoli þetta ekki... — Næstu fréttir verða sjálfsagt að hún sé að hugsa um að ganga i það heilaga, sagði lnga og hneig uppgefin niður í sófann. Hún hafði enga aðstoð fengið við börnin i heilar þrjár vikur. Elin frænka hafði svo gott lag á þessum litlu óþekktarormum. Hún saknaði hennar sárlega. — Væri það svo slæmt? spurði Birgir. Það væri eitthvað meira vit í þvi fyrir hana en að snúast við ykkur. Það er meira vit i kollinum á Elinu frænku en ykkur hinum samanlagt — án allra undantekninga. — Mikið ertu sniðugur, sagði kona hans ískalt og leit á hann með fyrir- litningarsvip. D/ ANMÖRK skartaði sinu fegursta daginn þann, þegar ferðalangamir héldu heimleiðis. Aftast í bílnum sátu Arn- viður og Elín, héldust í hendur og nutu þess að vera til. Sólin skein notalega og vermdi hnakkann þægilega. — Ég er lika heitur hér, sagði Arnviður brosandi og lagði höndina á brjóstið. Viltu finna? Um leið og Elin lagði höndina á hjartastað glampaði á sléttan einbaug á hendinni. — Hvað heldurðu að fjölskyldan segi, vina mín, sagði Arnviður. — Ég hugsa ekkert um það, sagði Elín. Þau hafa aldrei hugsað um hvernig mér liði. Þau hafa nóg með sitt. Og nú þurfa þau ekki að hafa áhyggjur af mér lengur fjárhagslega. — Ég er áhyggjufullur, sagði Arnviður. Setjum nú svo að þeim finnist ég ekki þin verður. — Það erum við tvö sem eigum að eyða ævinni saman, sagði Elín þýðlega. Enginn tók á móti þeim, enda vissu þau ekkert um það hvenær Elín hugsaði sér að snúa heim. Elin og Arnviður tóku bil heim og keyptu með kaffinu i leiðinni. Og atvikin höguðu því svo að þau rákust á Jennu i brauðbúðinni og sú var ekki sein á sér að þjóta til og segja fréttirnar. Og þau voru ekkert að biða eftir að Elín léti heyra í sér. Fjölskyldan valt eins og stórfljót upp tröppurnar að litlu ibúðinni hennar og það hafði ekki gerst síðan á siðustu jólum! Þetta var eins og kviðdómur, sem stóð þarna tilbúinn að kveða upp dóminn. En Elin opnaði aðeins dyrnar i hálfa gátt. — Þið hefðuð átt að láta mig vita að þið ætluðuð að koma. sagði hún ásakandi. Þó ég fegin vildi get ég ekki boðið ykkur inn. Arnviður er staddur hérna,svo að... Amviður! Þau heyrðu hana segja það sjálfa. Jenna hafði þá tekið rétt eftir. Hún var með mann með sér! — Ég býð ykkur seinna, sagði Elin. Við Arnviður vorum einmitt að tala um að bjóða ykkur öllum í hádegisverð á sunnudaginn. Þá getum við sýnt ykkur myndir úr ferðinni, sagt ykkur ferða- söguna og spjallað saman. Svo er ég með smágjafir handa börnunum. Þau stóðu sem steini lostin og umluðu eitthvað óskiljanlegt á leiðinni út aftur. Þau staðnæmdust úti á götunni og horfðu undrandi og ráðþrota hvert á annað. Þeim fannst veröldin grá og köld, en samt virtist sólin skina og glampa á gluggunum hennar Elínar frænku. — Mér hefur aldrei liðið verr, mér fannst ég svo lítilfjörleg, þetta er niður- lægjandi, sagði Ásta ergileg. — Hvað sagði ég! sagði Ásthildur skræk. — Elin hefur alltaf verið svo skynsöm og heilbrigð i hugsun, sagði Ottó. Það er ekki hægt að segja annað. — Skritið, sagði Vernharður. Mér fannst hún blátt áfram falleg, sáu fleiri en ég hvað hún blómstrar? — Hvemig fer fyrir okkur, stundi Jenna. Ég skil ekki gamalt fólk sem tekur upp á því að gifta sig! lnni í stofunni stóðu Elín og Arnviður á bak við tjöldin og gægðust út. Þau horfðu kímileit á hópinn hverfa. Svo litu þau hamingjusöm hvort á annað og fundu bæði að upp frá þessu yrði allt auðveldara. Endir 21. tbl. Vlkan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.