Vikan


Vikan - 24.05.1979, Side 38

Vikan - 24.05.1979, Side 38
Helgi að vinna mynd af Mývatni i grófflos. loöaö af grófleika og hentar vel í flos. Oft er svo notað erlent garn til uppfyllingar í litrófið og verð á garnhespunum er frá 300 krónum og upp í 700 krónur. í myndirnar fer mismunandi mikið af garni, en þó má reikna með minnst 31 hespu. Þórunn segist ekki klippa upp grófflos. Þó kembir hún stundum upp feld á dýrum og hár á fólki i fín- flosinu og annað sem hæfir myndforminu. Eins og áður er getið er engin skipting á milli kynja, þegar um flosun er að ræða, og einn áhugasamasti nemandi Þórunnar er Helgi Pálmarsson. Hann taldi það af og frá að karlmenn gætu ekki unnið að slíkum verkefnum og leyfði okkur að mynda nokkur af verk- um sínum. Hann lagði áherslu á áhuga Þórunnar við kennsluna, því áhugi hennar væri bæði ódrepandi og bráðsmitandi og hún vekti með nemendum gífur- legan áhuga á verkefninu. Við heimsóttum einnig Þórunni sem á ótrúlegt safn handavinnu af ýmsu tagi, sem hún hefur unnið um ævina. Hún segir fátt skemmtilegra en vinna að slíkri handavinnu og finnst ekki síst jákvætt að sjá ánægju nemendanna, þegar þeir finna að þeir ráða við verk- efnið og geta komið með eitthvað frá sjálfum sér. En að sjálfsögðu er þessu best lýst með myndunum sjálfum. baj Frans, Hrísateigi 36 hefur kennt flosun á námskeiðum, sem hafa verið mjög vel sótt og vinsæl tómstundaiðja. Þar er engin mismunun mitli kynja þvi þar hafa bæði konur og karlar numið flosun og algengt er að hjón fari saman á námskeið. Þórunn hefur alltaf verið mikið fyrir alls konar mynd- saum og vefnað og lærði fyrst að flosa af eigin rammleik. Síðan hefur hún kynnt sér flos á Norðurlöndunum og kennt á námskeiðum í 15-16 ár. Gefjun í Kirkjustræti flutti fyrst inn áteiknaða botna fyrir flos á árunum ’49 og ’50. Þá voru notaðar svokallaðar pottnálar, en síðar komu aladdínnálar úr stáli. Pottnálarnar gömlu voru úr stökku og frekar lélegu efni og stóðu aladdínnálinni langt að baki. Nú eru næstum ein- göngu notaðar aladdínnálar og fínflosnálar. Námskeið hjá Þórunni kostar 7.500 krónur á mánuði og er kennt einu sinni í viku. Þórunn Myndin af Mývatni óunnin. flytur sjálf inn myndir, sem eru þá tilbúnar til vinnslu og allt garn fylgir. Verð á myndunum er frá 8000-24000, en einnig er hægt að fá pantaðar myndir upp i á annað hundrað þúsund. Vilji viðkomandi hins vegar eitthvað alveg nýtt eða persónulegt, svo sem „fjallið heima”, getur hann leitað aðstoðar Þórunnar sem teiknar myndina á striga og aðstoðar síðan við vinnslu myndarinnar. Einnig hefur hún haft góða samvinnu við lista- mennina Hring Jóhannesson, Bjarna Jónsson, Halldór Pétursson og Eggert Guðmundsson, sem hafa látið henni i té myndir og skissur til notkunar í flosun. Yfirleitt er notað Grillon Merino garn i myndirnar, en það hefur réttan Gamall floslár úr Þjóðminjasafninu. Þarna er um vefnað eftir gamalli fyrirmynd að ræða, en myndirnar sem greininni fylgja eru af flosi skyldara útsaumi. \ 38 Vikan 21. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.