Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 45

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 45
hann myndi ekki hvað héti, eða jafnvel starfsfélagi. Kate, sem hafði séð hann koma inn, fann hjarta sitt slá örar af hræðslu. Hún grúfði sig yfir diskinn, grannskoðaði svarta svaninn, sem málaður var á barminn og lét vinstri höndina meö hringnum hvila á borðinu. Hann myndi ekki þekkja hana, hún varð að vera r°leg. Á meðan vísaði þjónninn Richard að borði lengra í burtu svo hún var ekki 'engur í beinu sjónmáli við hann. Hún lauk víð matinn sinn í flýti og fýði út úr veitingasalnum. Meðan Richard borðaði ostinn sinn °8 kexið uppgötvaði hann að konan minnti hann á Kate. Hann spurði Pjóninn hvort hann vissi hver hún væri. »Já, já, herra. Þetta er frú Havant, hún er einn af okkar föstu gestum — hún hefur komið hingað i nokkur ár. Mjög indæl kona," sagði þjónninn. 1 stað þess að fá sér kaffi í setustof- unni faldi Kate sig í herbergi sínu og taldi sér trú um það að ef Richard tæki eftir gamla, græna Minibílnum þegar hann færi myndi hann ekki láta sér detta neitt í hug, hann þekkti líklega ekki númerið hennar. Henni höfðu þó orðið á slæm mistök þegar hún ákvað að dvelja á Svarta svaninum pessa helgi, um sömu helgi var haldinn einn af fund- unum sem Richard fór nú á í stað dr. Wetherbees. En Richard þekkti bílnúmerið hennar. Það var af tilviljun sem hann kom á Svarta svaninn þetta kvöld. Eins og dr. Wetherbee stansaði hann vanalega á Bridge Hotel. En í kvöld var hann seinn' og allt var orðið fullt þegar hann bar þar að, hann hefði þurft að bíða cftir borði svo hann ók áfram í von um að finna annan stað, svo einfalt var það. Kate lá lengi andvaka þessa nótt. Hún hafði oft hugsað sér eitthvað þessu líkt gerast sem endaði á orðunum: „Þú virðist á einhvern hátt.breytt," sögð með rámri röddu Pauls Fox. Paul, þriðji meðlimurinn í lækna- hópnum, var stór, sjálfsöruggur maður. I læknaskólanum hafði hann osnortinn brætt hjörtu hinna viðkvæmari hjúkrunarkvenna, þegar hann kom til Ferringham bræddi nann hjarta Kates með sama kæruleysinu. „Kate, elskan mín, þú ert dásamleg," átti hann til að hrópa um leið og hann greip um mitti hennar og sneri henni í hring. Hann var góður knattspyrnu- leikari, að finna sterka, vöðvastælta handleggi hans og frisklegt, heilbrigt andlit hans með skinandi bláum augum, vakti ákafar tilfinningar með Kate. Paul hafði aldrei ætlað sér neitt með hana. Hungrað ímyndunarafl hennar greip í hvert agn, hún trúði uppgerðar gullhömrum hans, endurtók þá sifellt fyrir sjálfri sér og gæddi þá einhverri dýpri þýðingu, Paul gleymdi þeim hins vegar jafnskjótt og hann hafði sagt þá. Hún varð eftir þegar hann hafði gert aðgerðir og tók til aðeins til að geta átt við hann orðastað í einrúmi, hún hætti jafnvel á að mæta reiði móður sinnar þegar hún kæmi of seint heim. Paul fannst þetta sjálfsagt, kvenfólk hafði alltaf farið út fyrir sitt svið til þess að þóknast honum, á einn eða annan hátt, og hann launaði Kate með þvi að brosa oftar til hennar og klípa einstaka sinnum kæruleysislega í kinn hennar. Stundum, þegar hann átti hvort eð var leið á krána á horninu tók hann hana með og bauð henni upp á bjórglas. Fyrir honum var Kate þægileg en fjörlaus stúlka, ágætis manngerð og dugleg eins og svo margar sem hann hafði þekkt. Hún var þolin- móður áheyrandi og þegar þau hittust svona utan vinnutíma sagði hann henni sögur af sinum karlmannlegu sigrum. Hann spurði hana aldrei um hana sjálfa. Dr. Wetherbee og Richard Stearne vissu um blinda ást Kate. Það var ekki hægt annað en taka eftir hvernig hún roðnaði þegar Paul birtist, svörum hennar við stríðni hans, áköfum tilraun- um hennar til að klæðast tískufatnaði, sem klæddi hana alls ekki, jafnvel þó hann væri hulinn hvitum sloppnum mestallan daginn. Kate kom með blóm úr garðinum og lét inn á stofuna hjá Paul. Þau urðu til þess að þeir sjúklingar sem þjáðust af heymæði fóru að hnerra og hann bað hana þá, á sem vingjarnlegastan hátt, að hætta þvi. Eftir það lét hún þau inn á biðstofuna en í rauninni voru þau fyrir hann. Paul kvæntist Nancy, sem einnig var læknir, mjög skyndilega. Það fyrsta sem nokkur maður í Ferringham frétti um áætlanir hans var að hann bauð öllu starfsfólki læknamiðstöðvarinnar í brúðkaupsveisluna. Móðir Kate varð séi úti um pottþétta afsökun fyrir því að geta ekki komið. Um það leyti sem Paul kom aftur úr brúðkaupsferð sinni til Ibiza hafði köld rósemi komið i stað sorgarinnar. Paul ætti eftir að sjá eftir þessu hjónabandi sínu síðar eða Nancy myndi fara frá honum. Þegar ógæfan skylli á myndi Kate vera til staðar. En Nancy yfirgaf ekki Paul. Hún fæddi honum þrjá syni og fór siðan að vinna eilitið á læknastofunni. Og að lokum varðfrú Havant til. Mánudaginn eftir að Richard hafði séð hana á Svarta svaninum leit hann Kate í nýju Ijósi. Hár hennar var lagt á sama hátt og vanalega, andlitið hafði sinn vanalega litarhátt. En hún var ekki öll þar sem hún var séð, hún hlaut að vera. að_ hitta einhvern — liklega herra Havant — á hótelinu. Samt hafði hún setið ein við borðið. Hvað ætlaði hún sér? „Áttir þú góða helgi, Kate?" spurði Richard. „Þú fórst út úr bænum, var það ekki?" Hann var að skoða bréfin sem hún hafði flokkað og látið á borðið hans. „Jú, það var ágætt," sagði hún og hjarta hennar sló örar. „Leið vinkonu þinni ekki vel?" „Jú, þakka þer l'yrir," hjar blállurinn hlaut að sjást undir hvítum sloppnum, en hún hélt rósemi sinni. „Gott," sagði Richard, hann leit á hana og brosti. Hann notaði gleraugu og undir þeim voru stór Ijósbrún augu, hann var lika með svolítinn skalla. „Gott," endurtók hann og sneri sér að póstinum. Hann sagði ekki meira. Hversvegna að eyðileggja fyrir henni ánægjuna? Það var ekki svo oft sem hún losnaði úr klóm gamla drekans heima í Chestnut Avenue. En hann var mjög forvitinn. Næst þegar Kate fór á Svarta svaninn leit hún tvisvar yfir dagbók Richards til þess að vera viss um að hann sækti enga fundi í nágrenni Risely meðan hún var þar. Maður lendir svo auðveldlega i ýmsu, hugsaði Richard, meðan hann ók til Risely til þess að hitta Kate. Það var auðveldara að útskýra eina nótt mið- aldra manns með fallegri stúlku en sam- bandið sem hann átti í. Hvorki hann né Kate voru ástfangin af hvort öðru. En var rómantísk ást ekki eitthvað sem fundið var upp til þess að gera kynlíf virðingarverðara? Það var þó töluverð ástúð og traust á milli þeirra núna og ennþá fannst honum frú Havant hlut- verkið heillandi. Þegar hann komst að leyndarmáli Kate hafði hann ætlað að láta hana í friði og óskaði henni góðs gengis við það sem hún var að gera, hvað svo sem það nú var. En svo einn laugardag þegar hún fór kvöldið áður að því er allir héldu, til vinkonu sinnar í Gloucestershire, komst hann að því að hann var einn i fríi og golfkeppninni hafði verið aflýst vegna slæms veðurs. Cynthia, konan hans, hafði farið á helgarnámskeiö í elda- mennsku og blómaskreytingum; hún hafði þurft hvatningu til aö fara því hún vissi að hann ætti helgarfri. En þau hvöttu hvort annað til þess að sinna 36. tbl. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.