Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 4

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 4
Það er erffitt að vera unglingur Unglingar og fullorðnir eru oft ósam- mála. Stundum eru þeir hreinir óvinir. Unglingunum finnst oft að fullorðnir skilji sig ekki og fullorðnum finnst erfitt að tala við unglingana. Unglingum finnst oft að fullorðnir ráði öllu en fullorðnum finnst þvert á móti að þeir ráði ekkert við ungling- ana. Barnið breytist smám saman í ungling. Ástandið í fjölskyldunni breytist. Barnið hefur fengið sjálfstæðan vilja. Fullorðnir geta ekki stjórnað því eins mikið og áður. Margar fjölskyldudeilur stafa af því að unglingar og fullorðnir eiga erfitt með að tala saman. Hvað gerist eiginlega? Hvað eru unglingsárin? Unglingsárin eða það sem oft er kallað gelgjuskeið er einskonar millibilsástand. Þetta ástand felst í því að unglingurinn er hvorki barn né fullorðinn. Áður en barnið verður unglingur hefur það þroskast mikið. Það hefur t.d. orðið sér meðvitað um hvort það er strákur eða stelpa, skynjað eigin líkama, skynjað umhverfi sitt vegna ýmissa viðbragða sem það hefur fengið frá fullorðnum og félög- um. Gelgjuskeiðið varir mismunandi lengi. Það er háð því samfélagi og þeirri menn- ingu sem unglingurinn elst upp í, og hve lengi það varir. Því flóknari sem samfélögin eru, þeim mun lengur varir gelgjuskeiðið. Á Vesturlöndum er oft talað um að gelgju- skeiðið geti varað í 4—6 ár. í hinum svo- kölluðu frumstæðu þjóðfélögum nær gelgjuskeiðið yfirleitt yfir miklu skemmri tima, og árekstrar á milli unglinga og full- orðinna eru langt frá þvi eins miklir og hér hjá okkur — ef þeir eru þá nokkrir. Á gelgjuskeiðinu verða ýmsar breytingar á unglingum. Þessar breytingar eru líf- fræðilegar, sálfræðilegar og félagslegar. Þær gerast ekki á nákvæmlega sama tíma hjá öllum. Sumir taka snemma út þroska, aðrir seinna. Tímabil gelgjuskeiðsins Margir fræðimenn hafa fengist við að rannsaka og lýsa unglingsárunum. Sumir rithöfundar hafa líka fengist við að skrifa skáldsögur um unglingsárin. Unglingsár- unum hefur verið veitt sérstök athygli ein- mitt vegna þess að þetta tímabil er spenn- andi, fullt af ólgu, gátum, spurningum og óleystum vandamálum. 4Vik.an36.tbi. Sumir fræðimenn hafa rannsakað ungl- ingsárin í tæknivæddum iðnaðarþjóðfélög- um, aðrir hafa rannsakað þau í frum- stæðum þjóðfélögum, Flestir þeirra eru sammála um að það er miklu erfiðara að vera unglingur í nútíma-iðnaðarþjóðfélagi en í ótæknivæddu samfélagi. Oft hefur gelgjuskeiðinu verið skipt niður í ákveðin tímabil. Það er t.d. talað um: a) ca 11—13 ára tfmabilið, eða fyrra- gelgjuskeiðstímabil. Þetta á við tímann áður en ákveðnar líffræðilegar breyting- ar gera vart við sig. b) ca 14—15 ára tímabilíð, eða líffræðiiegt- sálfræðilegt tímabil. Unglingurinn verður kynþroska og margar sálrænar breytingar eiga sér stað. c) ca 16—18 ára tímabilið, eða seinna gelgjuskeiðið. Það einkennist af því að unglingurinn innlimast smám saman í félagsskap hinna fullorðnu um leið og hann tileinkar sér hlutverk hinna full- orðnu. Bernskan hef ur áhrif á unglingsárin Það gerast miklar breytingar í lífi ein- staklingsins þegar hann kemst á unglingsár. Margir fullorðnir hafa meira að segja haldið því fram að barn sem breytist í ungl- ing skipti um persónu. Oft hefur t.d. heyrst að rólegt og tiltölulega meðfærilegt barn verði ekkert nema þráinn, óstýrilætið og uppivöðslusemin. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að miklar breytingar eiga sér stað á ungl- ingsárunum og að þær geta í sjálfu sér valdið ýmsum straumhvörfum í lífi ungl- ingsins. En það er ekki síður mikilvægt að gera sér grein fyrir að þær breytingar sem gerast eiga sér stað á grundvelli þeirrar þró- unar sem barnið hefur gengið í gegnum áður en það varð unglingur. Þess vegna hefur fyrra líf — fyrri þróun — barnsins mikla þýðingu fyrir það hvernig unglingn- um tekst að komast í gegnum gelgjuskeiðs- tímabilið. Boð og bönn foreldra Foreldrar vilja gjarnan ala börn sín upp til sjálfstæðis og kenna þeim að standa á eigin fótum. En oft er ósamræmi í afstöðu foreldra til barna og það getur vaidið árekstrum. Einn daginn á barnið að vera barn og annan daginn á það að haga sér eins og fullorðin manneskja. Foreldrar vilja því oft bæði að börnin haldi áfram að vera börn og hætti þvi, og verði fullorðin. Þeir vilja oft halda áfram að ráða yfir börnunum en líka að þau geti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.