Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 48

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 48
myndi þó ekki þiggja það ef hann byði aftur. Hún bjó í ibúð í fjölbýlishúsi í útjaðri borgarinnar og vann við markaðskann- anir. Gary lagði bílnum sínum á bíla- stæði íbúðanna, við hlið hennar, gekk inn í húsið og fylgdi henni upp stigana. „Ég þarf að þvo mér," sagði hann og sýndi henni hendur sínar. „Ég óhreink- aðist í þjónustu þinni, kæra lafði." Sandra hló. „Það er satt," sagði hún. „Komdu inn og fáðu þér í glas." Hún efaðist aldrei um að hún gæti séð við honum. Hún hitti allar manngerðir í starfi sínu og var vön beinni og óbeinni ástleitni, daðurgjarnri og klúrri. Hún var gift verkfræðingi sem var nú á Hjaltlandseyjum þar sem hann vann að byggingu olíupalls og ekki var væntanlegur fyrr en á fimmtudag. „Baðherbergið er til hægri," sagði hún um leið og hún opnaði dyrnar og beindi honum inn. Gary hafði verið búinn að drekka tvo tvöfalda viskí áður en hann hitti Söndru. Núna, þegar hann var búinn að þvo sér og snyrta í baðherbergi hennar og hafði virt vel fyrir sér snyrtivörurnar i hillum og skápum, var hann kominn með henni inn í stofu og reikaði um með sérriglas I hendinni. Hann athugaði myndirnar á veggjunum, bókahillurnar við arininn og leit á nokkrar af hljómplötunum sem staflað var undir plötuspilarann. „Hrifinaftónlist?" „Já, og maðurinn minn enn meira," sagði Sandra. „Hann lék einu sinni á knéfiðlu." „Mér líkar best þjóðlagatónlist," sagði Gary. Hann sá ekkert sem nálgaðist hans smekk á hljómplötum svo hann hélt áfram og skoðaði olíumálverk sem var af einmana furutré, nokkrum fjöll- um í fjarska og frarnsviði í daufgrænum lit: skoskt landslag. Eiginmanni Söndru hafði litist vel á það og keypt það á einu af ferðalögum sínum norður. Eymdar- legur staður," sagði Gary. „Sannarlega ekki. Hann er dásam- legur. Svo hljóðlátur og friðsæll," sagði Sandra. Gary hellti sér aftur í glasið úr sérrí- flöskunni, sem Sandra hafði látið á borðið. Hún var búin með allan bjórinn og betta var það eina sem hún gat boðið upp á; hann var þegar búinn með tvö glös. Núna hreiðraði hann um sig á skærlitum púðunum á ljósleitum legu- bekknum og klappaði á auða sætið við hlið sér: boð um að hún settist hjá hon- um. Sandra lét sem hún sæi þaðekki. „Komdu. Vertu nú góð," sagði Gary. Winther vinsælustu og bestu þríhjólin Spítalastíg 8, simi 14661, pósthólf 671. HVERS VEGNA MORÐ? „Heldur þú ekki að þér sé best að fara?" sagði Sandra og leit á úrið. Gary lét sem hann heyrði þetta ekki. „Hvað er að? Líst þér ekki vel á mig?" spurði hann. „Láttu ekki eins og bjáni," sagði Sandra. „Ég er gift kona og ég sit ekki með hverjum sem er á legubekk." „Giftar eru bestar," sagði Gary. „Þá verður þú að finna þer aðra," sagði Sandra. „Sjáðu nú til, ég er þer þakklát fyrir hjálpina með bílinn en þú verður að fara núna. Maðurinn minn kemur brátt heim." Hún stóð upp af stólnum og gekk í átt aðdyrunum. „Það gerir hann ekki," sagði Gary. „Hann verður í burtu þar til á fimmtu- dag. Það stendur í símablokkinni. Hvers vegna notum við ekki tímann? Að hugsa sér að skilja fallega stúlku eins og þig aleina eftir. Þú hlýtur að sakna þess, er það ekki?" Á reiki sínu um stofuna hafði Gary séð hvar hún hafði skrifað hjá sér „J fer" og „J kemur aftur" með rauðum penna, í borðalmanakið hjá simanum. Hann stóð einnig upp. „J," sagði hann. „Fyrir hvað stendur það? John? Jim?" „Jeremy kemur heim i kvöld. Hann hringdi," sagði Sandra fljótt. Hún var ékki enn orðin hrædd. Gary hafði þegar sagt henni að hann væri útgefandi. Hann var vel máli farinn og leit vel út; hann var líka hégómlegur og hann var að reyna við hana; annað var það ekki. Gary hellti i glasið sitt aftur. Hann gekk yfir herbergið og hellti í glasið hennar, lét flöskuna frá sér, stóð fyrir framan hana og glotti. Sterk áfengislykt var af andardrætti hans og hún komst að því að hann hlyti að hafa drukkið áður. Til þess að forðast að koma við hann tók hún eitt skref aftur á bak og fann stólinn sem hún hafði setið á þrýsta á læri hennar. „Hvers konar bækur gefur þú út?" spurði hún. Ef hún gæti gert samtalið ópersónulegra myndi hann fljótt sjá að þetta gengi ekki og gefast upp. „Uppsláttarrit. Alfræðiorðabækur. Sí- gild verk," sagði Gary. „Auktu sjálfsvit- und þina og þekkingu. Komið börnum ykkar út í lífið, það er réttur þeirra í tuttugu og fjögurra binda bókaflokki okkar, á góðum afborgunarskilmálum. Engar skuldbindingar. Það er leitt að ég skyldi hafa skilið töskuna mína eftir úti í bíl, ég hefði kannske getað selt þér rit- safnið. Ég er með sýnishorn." Hann færði sig nær henni og núna gat hún ekki hreyft sig frá stólnum þvi hann lokaði undankomulciðinni. Hann drakk sérriið i einum sopa og lét frá sér glasið án þess að bafa af henni augun. Þegar hann hallaði sér fram, gáfu hné hennar eftir og hún settist á stólarminn. Jakki hans var fráhnepptur og hún sá hver þörf hans var; í fyrsta sinn fann hún fyrir ótta. En hann myndi róast; hún mátti ekki sýna nein hræðslumerki. „Leyfðu mér að standa upp," sagði hún. Gary hreyfði sig ekki úr stað en setti hönd undir höku hennar og þvingaði hana til að líta upp. Hné Söndru voru þétt saman og hún reyndi að vera róleg. Auðvitað gæti hún talað sig út úr þessu; þetta var fáránlegt. Hún fann hvernig hún hallaði aftur; ef hún varaði sig ekki, myndi hún detta í stólinn. Gary tók þétt um andlit hennar og þrýsti munni sínum að hennar. Hann var mjög sterkur. Vegna þcss að Sandra einbeitti sér að því að halda stöðu sinni á stólarminum og notaði til þess báða handleggi, tókst honum að þröngva vör- um hennar sundur. Hún fann hné hans við fætur sér, hann reyndi að koma því á milli þeirra. Háls hennar var sveigður aftur, það var eins og hann væri að brotna. Gary greip um axlir hennar, dró hana á fætur og kyssti hana aftur. Söndru fannst eins og verið væri að éta hana. Loksins hætti hann. „Láttu ekki bjánalega," sagði hann. „Þetta verður gaman. Það þarf enginn að vita af þessu. Aðeins þú og ég." Þetta getur ekki verið aðgerast, hugs- aði Sandra. Hún barðist um og sneri sér undan. Hún gat ekki losað sig úr greipum hans og hún fann líkama hans þrýstast að sér. Hvenær ætti hún að hrópa? Hann hlyti að gefast upp þegar InterRent ÆTLIÐ ÞÉR I FERÐALAG ERLENDIS? VÉR PÖNTUM BÍLINN FYRIR YÐUR, HVAR SEM ER I HEIMINUMI BILALEIGA AKUREYRAR Reykjavík: Skeifan 9, Tel. 91 -86915. Akureyri: Tryggvabraut 14, Tel. 21715. 48Vikan36.tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.