Vikan


Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 46

Vikan - 06.09.1979, Blaðsíða 46
áhugainálum sem hitt hafði ekki áhuga á. t.d. Richard golfi og Cynthia bridge. Philip, sonur þeirra, ætlaði að eyða helg- inni hjá skólafélaga sínum. Richard átti nú heilt síðdegi og kvöld út af fyrir sig; næsta dag líka. Hann gæti notað tímann til að líta yfir ólesin læknarit; hann gæti lesið skáldsögu eða farið i kvikmyndahús. Af einhverri ástæðu leist honum ekki á neina þessara hugmynda; í staðinn dró einhver óvið- ráðanleg hvöt hann út i bilinn og í átt til Risely. Það var vor og fölgræn lauf pilviðar- ins, sem óx meðfram ánni, voru að líta dagsins Ijós þegar hann ók inn í garðinn á bak við Svarta svaninn. Bíll Kate stóð þar. Hvað ætli hún sé að gera núna? Það var liðið á daginn. Skyndilega fannst Richard hann vera vondur maður. Henni yrði illa við þegar þau hittust. Hann var að þvi kominn að snúa við og aka á braut. En hvers vegna ekki að stansa og fá sér te? Hann gæti látið sem hann þekkti Kate ekki. Kannske sæi hann hana ekki; hún gæti verið í rúminu með elskhuga sinum. Hann langaði til að hlæja að hug- myndinni. Kate, af öllum! Það hlaut að vera einhver kvæntur maður. En hvernig hafði hún fundið hann? Og var hann ábyrgur fyrir breytingu hennar? Því breytt var hún, hún hafði breyst i eftirsóknarverða konu. Þegar Richard gekk inn I setustofu Svarta svansins þetta vota síðdegi sat Kate þar niðursokkin í skáldsögu sem hún hafði fengið á bókasafninu, laus við truflanirnar sem sóttu á hana hvenær sem hún gerði sér eitthvað til skemmtunar heima fyrir. Það var frekar að hún fyndi það á sér en sæi það þegar Richard kom, hún leit upp og örvinglað- ist. Hún fölnaði og munnur hennar myndaði „Ó”, þó ekkert hljóð heyrðist. Richard settist niður við hlið hennar. „Halló, Kate,” sagði hann. „Hvað ertu að lesa?” en bætti siðan við i flýti, „Það er allt í lagi, vertu ekki hrædd. Ég skal ekki koma upp um þig, frú Havant.” „Ég skal útskýra allt,” sagði Kate óða- mála og frú Havant gríman datt af henni. „Það er óþarfi." Richard skammaðist sín fyrir að njósna um hana. „Nei, ég verð. Þú munt skilja það,” sagði Kate, hún vissi á þessu augnabliki að hann myndi gera það. Aö lokum stytti upp og þau fóru I gönguferð. Frú Havant átti enga göngu- skó en Kate Wilson geymdi stigvél aftur I bilnum sínum vegna þess að hún ók FRYSTIKISTA TL 300 - 300 lítra Utanmál: HxBxL: 89x61x100,5 sm. Frystigeta: 33 kg. pr. 24 klst. Er með hraðfrysti- hnapp- og hólfi. Meðalaflþörf: 1,9 KWh pr. 24 klst. TL 400 - 400 lítra. Utanmál: HxBxL: 89x68,5x131 sm. Frystigeta: 44 kg pr. klst. Er með hraðfrystihnapp- og hólfi. Meðalaflþörf: 2,2 KWh pr. 24 klst. Fáanleg í 6 litum. rm tm n viðurkennd varahluta- og viðgerðarWánusta í Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 84445 og 86035 stundum með lyf til sjúklinga uppi i sveit. Drapplituð regnkápa Kate Wilson var einnig í bílnum og hún fór í hana. En það var smekkleg hárgreiðsla frú Havant sem Richard sá fyrir sér þegar þau gengu niður mjóan stiginn niður að ánni. Þau gengu lengi lengi og Kate, án þess að líta nokkurn tíma á hann, útskýrði allt fyrir honum, meira að segja ferðirn- ar í Kjarakaup. Richard var undrandi og hrærður. Það var enginn maður í spil- inu, hún var aðeins einmana kona í leit að vellíðan. „Starfsfólkið hérna er indælt. Sumir hafa unnið hér árum saman. Þau þekkja mig nú orðið. Þetta er einfalt,” sagði Kate. „Ég fer ekki á vínstofuna eða neitt HVAÐ ER ÖLKELDUVATN? Hugsið vel um heilsuna. Bætið steinefn^n snauða fæðu með eini glasi af ölkeldu- vatni ádag. ölkeldu- vatnmeð öllum mat INNKAUPASTJÓRAR SÍMINN ER 21260 OG 39327. VATNMJ ER FLÚO*^ Vió ' höfum aiitfyr,r skólonn BÚKABÚÐ F0SSV0GS EFSTALANDI 26 46 Vikan 36. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.