Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 5

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 5
gómsætur viss vöðvi úr túnfiski. Hann er borinn fram alveg ferskur og dýft í 10-15 tegundir af sojasósu og afar sterkt sinnep. Yfirleitt er japanskur matur mjög bragð- sterkur þó þeir noti minna af salti en við. Hann er heldur ekkert líkur kínverskum mat. Kínverjar nota meira samsoðna rétti og verri hráefni. Hið Ijúfa líf japanskra nauta — Einhver dýrasti rétturinn sem hægt er að fá er nautakjöt sem framleitt er á alveg sérstakan hátt þannig að nautin eru alin í u.þ.b. hálft annað ár á bjór og öðru korn- meti. Einnig eru þau nudduð reglulega. Þetta kjöt er algjört lostæti og má segja að það bráðni hreinlega í munninum. — Tókíó skiptist eiginlega í fimm sjálf- stæðar borgir. Ein þeirra er verslunar- hverfið og þar sér maður léttklætt fólk á evrópska vísu. Önnur er skrifstofu- og bankahverfi, þar sjást varla konur á götu og karlmennirnir eru undantekningarlaust klæddir jakkafötum, hvítri skyrtu og með bindi. í íbúðarhverfunum klæðist fólk aftur á móti á hefðbundinn hátt, sérstaklega konurnar, og þar eru göturnar sóðalegri. Annars er Tókíó mjög hreinleg borg miðað við allan fólksfjöldann. — Alls staðar mætti ég sömu einlægu hjálpseminni, hvort sem var í verslunum, á járnbrautarstöðvum eða götum úti. Fólk tók meira að segja á sig krók til að vísa mér til vegar. Mig langaði til að kaupa mér stereogræjur og hitti á járnbrautarstöðinni ungan háskólanema sem fórnaði 4 klukku- tímum til að fylgja mér í verslanirnar og aðstoða mig við valið. Ég borgaði svo tilskylda tolla af þessum græjum í Danmörku en þær kostuðu mig þrátt fyrir það aðeins 1/3 af verði þeirra þar í landi. Það sama gildir um, aðra japanska fram- leiðslu eins og útvöfp',1''sjónvörp og ljós- mýndavélar. — I Tókíó er mikið af nýjum og glæsi- legum hótelum og sennilega er verð á gist- ingu eftir því. En þarna er vel hægt að lifa ágætu lífi hvað mat snertir fyrir 7-8000 kr. á dag. — Frá Tokíó fór ég með hraðskreiðustu járnbrautarlest heims til Osaka. Fer sú með um 230 km hraða á klukkustund. Það má segja að hún svífi eftir teinunum og tók þessi ferð ekki nema 3 tíma. Til gamans má geta þess að þetta er svipuð vegalengd og milli Kaupmannahafnar og Hamborgar sem er 6 tíma lestarferð. H Mustari hinna þriggja brunna i Kyoto. Japönsk skólabörn bargja á brunnvatninu sem á að fœra þeim auösæid, hamingju i ástum og góða heilsu. Lifandi krmkHngar, krabbar og sniglar, aHt steikt á gasgrilli og siðan dýft i sojasósu. 1 f. rH'- Tpf ’: ' ^ jB 3 ■ wrt 3^»*- mM. .. J ■ Hvert musteri er helgað sérstökum óskum. Hér biður japönsk kona Búdda um að gefa sér góðan eiginmann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.