Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 21

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 21
Og þar líður okkur vel, þótt sól sé hátt á lofti. Við lítum vel í kringum okkur áður en við setjumst. Víðast eru plaststólar, sem gera okkur rassblaut. Einstaka mann- vinir í stétt kaffiverta eiga þó tréstóla eða tágasessustóla frá gömlum tíma. Við leitum slíka uppi með ratsjáraugum. Þjónusta á kaffihúsum er yfirleitt góð í Aþenu. Við fáum óumbeðið ísvatn í glasi, hvort sem við biðjum um kaffi eða ouzo, anisbrennivín Grikkja. Síðan amast enginn við þvi, hvort við drekkum okkur undir borðið eða höngum yfir einum kaffibolia í 16 klukkustundir. Við getum líka fengið að borða ef við nennum ekki á veitingahús. Kolonaki torg er notalegast Einna notalegast fannst mér að sitja við efri enda Kolonaki torgs um 100 metrum norðan við Þjóðargarðinn og um 700 metrum vestan Sintagma torgs, hinnar eiginlegu borgarmiðju. Bilaumferðin um Kolonaki er miklu minni en um Sintagma. Torgið með trjám sinum er eins og vin í eyðimörk. Þarna fær verslunarstéttin í Aþenu sér kaffi, enda er helsta verslunarhverfið i Aþenu milli Kolonaki og Sintagma. Aþeningar láta túristum eftir Sintagma, en sitja sjálfir á Kolonaki og i götunni upp af torginu. Þarna er notalegt að hanga og horfa á fólk. A Sintagma er meiri skarkali, þótt torgið sé stórt og gróðri vaxið. Þar eru um 3000 stólar fyrir þá, sem þyrstir I kaffi eða ouzo. Þar sérðu allar tegundir ferðamanna, frá hippum yfir í kerlingar. Og þar sérðu snyrtilega Grikki gera hosur sinar grænar fyrir fallegum ferða- stelpum — eöa strákum. Sintagma er miðja Aþenu. Þar eru öll merkilegustu hótelin. Og þaðan eru stystar leiðir til allra markmiða okkar, bæði í fornu og nýju Aþenu. Þess vegna höngum við ferðamenn þar löngum stundum og skákum hádegis- og síðdegissólinni. Þriðja kaffihúsaþyrpingin er dálítið úr leið, en getur hentað þeim, sem eru að fara á Þjóðminjasafnið eða fara þaðan. Það er Fokinos Negri, tiltölulega falleg gata, gróðri prýdd. Þar situr hinn aþenski almenningur yfir kaffi eða ouzo. Fokinos Negri er meira ekta en Kolonaki og Sintagma. Ouzeri-in eru ódýrust Við megum reikna með að borga um eða rúmlega 200 krónur fyrir kaffibolla eða brennivínsglas á gangstéttarkaffi- húsunum. En það er hægt að komast af með tæplega helminginn með því að finna aþenskt ouzeri, sem útleggja mætti sem brennivínsbúla á íslensku. Tvær slíkar eru einmitt í næsta nágrenni hótelanna við Sintagma. Það eru Apotsos við Venezilou 10 og Orfanides við Venezilou 7. Sú síðari er í sömu byggingu og hið sögufræga Grande Bretagne hótel og hefur nokkur borð úti á gangstétt, en hin er I enda undirganga handan götunnar. Apotsos er talið elsta ouzeri í Aþenu, frá aldamótum, og innréttingar eru í samræmi við það. Þetta er kuldalegur staður marmaraborða á marmaragólfi. En grískum stjórnmálamönnum og blaðamönnum þykir svalt og notalegt að rifast þar I hádeginu yfir hræbillegum kjötbollum og 100 króna brennivíns- glösum. Orfanides er nútímalegri staður, stammbúla margra griskra blaðamanna. Bæði á Kolonaki og Sintagma eru kaffihúsin opin sum hver fram á nótt. Á Kolonaki er það Noufara og á Sintagma er það Alkion. Ef við viljum svo drekka kaffi eða ouzo til morguns, er opið allan sólarhringinn á Byzantine Coffeeshop á Hilton hótelinu. Kaffihúsin eru vinjar Aþenu nútímans. Þar líður okkur vel og þar semjum við frið við hina ógnþrungnu gullgrafaraborg. Jónas Kristjánsson / næstu Viku: Hótel er ekki sama og hótel 38. tbl. Vifcan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.