Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 29

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 29
óaðfinnanlegt í ailgum annarra getur það valdið honum sjálfum talsverðu hugarangri og mikilli sjálfsgagnrýni. Fæðingarblettir á ómögulegum stöðum, vonlaus háralitur o.s.frv., getur verið stórmál fyrir ungling, þrátt fyrir að aðrir komi ekki auga á það. Föt verða mjög mikilvæg á þessum árum. Það er óháð því hversu dýr eða óhagkvæm þau kunna að vera. Á mörgum heimilum eru sífelldar erjur út af þvi að for- eldrar geta ekki staðið undir þeim fjárútlát- um sem unglingurinn krefur þá um til þess að geta fylgst með. Þegar unglingur öðlast geysimikinn áhuga á ytra útliti og fötum getur það verið tákn um að hann reyni að breiða yfir innra óöryggi og óróa. Þess vegna hefur fata- iðnaðurinn oft meiri áhrif á ungt fólk með lítið sjálfstraust og lélega sjálfsímynd en hina sem öruggari eru með sig. Það er ekki óalgengt að unglingar reyni að breyta um sjálfsímynd og reyni nýjar og nýjar. Til þess eru prófuð ný föt, ný hár- greiðsla o.s.frv. Nýja sjálfsímyndin á í slíkum tilvikum að gefa unglingunum meira sjálfsöryggi. Að slíkt geti reynst hinu ytra umhverfí, þ.e.a.s. foreldrunum, erfitt er augljóst. Lífsstíll og fyrirmyndir Unglingurinn athugar ekki bara sjálfan sig í spegli, heldur er hægt að segja að hann sjái sig líka í öðru fólki, vinum, foreldrum, stjörnum, skáldsagnapersónum o.s.frv. Það er mjög algengt að unglingar myndi hópa til þess að fást við sameiginleg áhugamál og leita eftir fyrirmyndum. I hópnum hefur unglingurinn möguleika á að komast að hvort fyrirmyndir hópsins og áhugamáí hans geti hjálpað honum við að finna sina eigin sjálfsímynd og styrkja hana. Mat og skoðanir hópsins hafa mikla þýðingu fyrir unglinginn og hann lendir hvað eftir annað í togstreitu milli þess hvað honum finnst sjálfum um hlutina og hvað hópnum finnst. Það kemur lika oft upp tog- streita og barátta á milli þeirra krafna sem foreldrar gera til unglings og þeirra sem hópurinn gerir. Slík togstreita myndast oft af því að unglingar setja spurningarmerki við lífsmáta og fyrirmyndir hinna fullorðnu um leið og þeir sem hópur reyna að leita eftir eigin lífsmáta. Yfirleitt er lífsmáti unglinga yfirdrifnari en fullorðinna. Unglingar gagnrýna gjarnan þá sem öðruvísi hugsa og umbera ekki skoðanir þeirra. Slíkt verður oft að líta á sem krampakenndar tilraunir unglings til þess að finna eitthvað ákveðið að trúa á og finna tilgang í lífinu, komast hjá því að lenda í algjöru róti og þýðingarleysi. Oft hvila skoðanir unglinga á fremur veikum grunni. Þeir geta sjaldnast viður- kennt það en reyna hinsvegar að verja sjálfa sig með öllum tilteknum ráðum gagn- vart þeim sem öðruvísi hugsa. Þetta gerist yfirleitt vegna þess að unglingar reyna að verja sjálfsímynd sína sem hvílir á veikum grunni. Að upphefja sjálfan sig Unglingar hafa þörf fyrir að upphefja sjálfa sig og er það oft erfitt fyrir umhverfið. Foreldrum og kennurum finnst oft á tíðum að unglingar hafi tekið sér allan rétt á því að gagnrýna og þeir hafi engan rétt á að gagnrýna unglinginn. I raun er því þó þannig farið að enginn er eins gagnrýninn á sjálfan sig og ungling- urinn sjálfur. í mörgum tilvikum á unglingurinn erfitt með að viðurkenna gagnrýni frá umhverfinu vegna hinnar hörðu baráttu sem hann háir innra með sér. Gagnrýni unglinga er jákvœð Gagnrýni unglinga á fullorðna og samfélagið hefur þýðingu fyrir almenna þróun samfélagsins, álítur geðlæknirinn Erik Erikson. Unglingar hafa alla tíð verið gagnrýnir. Það eina sem breyst hefur er að hverju gagnrýnin beinist. Trú unglinga á því að hægt sé að skapa betri veröld er jákvæð og það á ekki að hafna henni. Einnig ætti að viðurkenna mikið af gagnrýni unglinga og fara eftir henni. í leitinni að sjálfum sér eru þeir nefnilega oft miklu réttsýnni en fullorðnir. 58. tbl. ViKan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.