Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 11
gólfi. Það var henni nóg að þau höfðu
fundið hvort annað aftur og á svo
ótrúlegan hátt.
Hún var að dást að þessu kraftaverki
þegar litlir rjúkandi diskarnir voru
bornir fyrir þau, safamikill kjúklingur og
rækjur, sveppir og þunnar nautakjöts-
sneiðar. Þau ýttu frá sér skeiðunum,
hann kallaði til þjónsins og þau báðu
hann um að koma með matprjóna, eins
og þau höfðu alltaf gert áður.
„Vinnur þú ennþá hjá sama fyrir-
tæki?” spurði hún. Hann sagði að svo
væri, en nú væri hann þrepi ofar og
hefði fengið einkaritara, sem héti Mabel.
„Með grátt liðað hár og fótaveik,”
sagði hann og hún ætlaði ekki að trúa
honum.
„Þinn eigin einkaritari?” Brún augu
hennar urðu kringlótt og hann dró
aðeins úr með því að viðurkenna að
Mabel ynni einnig fyrir þrjá aðra
fulltrúa.
„Svo ég á 1/4 i Mabel," sagði hann
mæðulega og rétti henni meiri hrisgrjón.
„Tvö ár,” sagði hann. „Segðu mér
hvað þú hefur verið að gera í heil tvö
ár.”
„0, hitt og þetta,” sagði hún kæru-
leysislega. Stolt hennar kom í veg fyrir
að hún segði honum að síðan hann fór
frá henni hefði henni fundist tíminn
standa í stað. Ekki að hann stæði í stað
vegna einhvers undursamlegs sem væri
að gerast. Ekki svoleiðis. Hann hafði
staðið kyrr þegar hún fylltist hugar-
angri, vitandi það að enginn gæti komið
í staðinn fyrir hann.
„Hann er búinn að ræna þér frá öllum
öðrum,” hafði móðir hrnnar sagt með
þungum áherslum, en hún hafði rétt
fyrir sér. Hún sat kannski við borð með
einhverjum öðrum eða dansaði við ein-
hvern annan og bar þá síðan saman við
hann, svo að þeir sáu að hún var í óra-
fjarlægðfrá þeim.
Einu sinni, fyrir um það bil ári síðan,
hafði hún hætt að vélrita, teygt sig í
símann og hringt ósjálfrátt í númerið
hans. Svo þegar hann hafði svarað, hafði
hún lagt á og grafið andlitið í höndum
sér.
„Eg haga mér eins og fjórtán ára
stelpa, en ekki eins og tuttugu og eins árs
gömul kona,” hafði hún sagt ávitandi
við sjálfa sig. Og hún hafði aldrei gert
þetta aftur...
„Hélstu boð þegar þú varðst tuttugu
og eins?” spurði hann hana nú og hún
starði á hann. Hún var ekki undrandi,
vegna þess að hann hafði alltaf getað
lesið hugsanir hennar.
„Já,” svaraði hún hljóðlega. „Ég hélt
boð. Mamma getur aldrei staðist tæki-
færið til þess að halda veislur og svo
voru frændur, frænkur og frændsystkin
í öðrum enda herbergisins og I hinum
voru ég og vinir minir.” Hún brosti svo
að spékoppurinn kom í Ijós og hann
horfði heillaður á hana.
„Og allt kvöldið kom það ekki fyrir að
hóparnir blönduðust,” sagði hún, og
vegna þess að hún var svo hamingjusöm
yfir því að hafa fundið hann aftur
hallaði hún sér augnablik upp að honum
og grúfði sig upp að öxl hans.
Þessi stúlka, hugsaði hann og fékk
kökk i hálsinn svo honum reyndist erfitt
að kyngja matnum, þessi dásamlega
einmana stúlka, sem ég særði svo mikið
þegar ég sagði henni I stuttu máli um
leið og við gengum niður götuna á
laugardagskvöldi, að ég myndi ekki hitta
hana framar. Eg skipti á aðdáun hennar
og líkamlegri ást sem risti grunnt, á
stúlku sem stóðst engan veginn saman-
burðvið hana.
Hann beit sig í vörina þegar honum
var hugsað til þess hvernig hún hafði
gengið inn I runnagerðið vegna þess að
tárin blinduðu hana.
„Það er allt í lagi,” hafði hún hvíslað.
„Égskil.”
Og svo hafði hún sagt honum að hún
vildi frekar ganga það sem eftir var
leiðarinnar heim, ein, ef honum væri
sama. Hann hafði horft á eftir henni
reika álúta áfram eins og hún væri
drukkín, og hann hafði hatað hana fyrir
það að láta honum líða eins og
tilfinningalausum rudda.
„1 þetta sinn ætla ég ekki að láta þig
fara frá mér," sagði hann og tók frá
henni matprjónana svo að hann gæti
haldið um báðar hendur hennar. „Hvað
tekur það langan tima að undirbúa
giftingu?”
Nei, það var ekkert að matnum,
sögðu þau viö þjóninn með möndlulaga
augun. Hann var ljúffengur, mjög Ijúf-
fertgur, en þau ... þau bara ...
Og það mátti sjá það á því hvernig
hann brosti og hneigði sig og þegar hann
tók við ríflégu þjórfénu, að hann skildi
þau.
Þau skildu við innganginn á Tube-
stöðinni. En aðeins I nokkra klukku-
tíma, þvi lofaði hann. Hann ætlaði að
koma og hitta hana þá um kvöldið. Það
var svo margt að segja, þau þurftu að
vinna upp heil tvö ár, sem eytt hafði
verið til einskis, og hann kyssti hana
bless i bili við blaðasöluna.
„Núna verður þú að trúa á krafta-
verk,” sagði hún áður en hún hljóp létti-
lega niður þrepin. „Því hvað gat það
verið annað en kraftaverk, að við
hittumst i dag? Ég hef aldrei áður á
ævinni komið í þetta hverfi."
Rödd hans var einnig full undrunar.
„Og ég að taka upp á því að ganga niður
þennan hluta Edgrawe Road til þess eins
aðdrepa timann ...”
Þau hristu höfuðin og kysstust síðan
aftur áður en þau kvöddust innilega.
Um leið og hann sneri sér við og gekk
hratt i átt að strætisvagnastöðinni, til
þess að taka sér stöðu i biðröðinni, bað
hann hljóða bæn um fyrirgefningu, því
þetta var örugglega sú hvitasta af öllum
hvítum lygum.
Hvernig gat hann sagt henni að hann
hefði saknað hennar svo hræðilega að
hann væri þegar búinn að nota þrjá daga
af fríinu sinu til þess að reyna að rekast á
hana „óvart”.
Hvernig gat hann sagt henni að hann
hefði beðið fyrir utan hús yfirmanns
hennar, falinn á bak við tré. og elt hana
niður á Tube-stöðina, eins og spæjari í
sjónvarpinu?
Hún vildi trúa á kraftaverk. Allt i lagi,
hún mátti gjarnan eiga sitt kraftaverk.
Og það sem eftir væri ævinnar myndi
hann láta hana halda að örlögin sem
hún trúði á hefðu komið þvi þannig fyrir
að þau hittust á fjölfarinni Edgrawe
Road.
„Af öllum þeim hundruðum þúsunda
fólks I London,” myndi hún segja við
börnin þeirra. „Af öllum þeim
hundruðum þúsunda gatna I heiminum,
þá var hann þarna, faðir ykkar, hann
kom gangandi á móti mér, rétt eins og
mig hafði alltaf dreymt um að það yrði
einhvern daginn."
Rauði strætisvagninn renndi upp að
stöðinni og hann stökk upp í hann.
Þurftu ekki stundum hin
smæstu kraftaverk eilítillar hjálpar við?
Endir
Enn aukin
þjónusta!
Ókeypis eyðublöð á afgreiðslunní:
Bíll: Sölutilkynningar, tryggingabréf, víxlar, afsöl.
Lausafé: Kaupsamningar, víxlar.
Húsnæði: Húsaleigusamningar.
'ii
1BIABIÐ
Dagblaðið er smáauglýsingablaðið
Dagblaðið afgreiðsla Þverholti 11 sími 27022
Miðstöð smáauglýsingaviðskiptanna
Smáauglýsingaþjónustan.
Dagblaðið er smáauglýsingablaðið Afgreiðsla Þverholti 11, sími 27022
38. tbl. Vikan II