Vikan


Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 6

Vikan - 20.09.1979, Blaðsíða 6
Ljóshærðir og bláeygðir vinsælir — I Osaka dvaldi ég hjá bróður eins besta vinar míns og fékk konunglegar mót- tökur. Það var ekki nóg með að þau hjón legðu sig fram um að gera mér dvölina sem ánægjulegasta heldur tók maðurinn sem leigði þeim sér þriggja daga frí til að fara með mig í skoðunarferðir. Einnig gisti ég hjá honum. Japanir eru góðir og gestrisnir við alla Evrópubúa en ljóshærðir og blá- eygðir skandínavar virðast þó njóta sér- stakrar hylli þeirra. Enda ýjaði hús- eigandinn að því að hann gæti vel hugsað sér að fá mig fyrir tengdason en hann átti 21 árs gamla dóttur. — Þarna dettur engum í hug að ganga á skóm inn á heimilin og bíða inniskór jafnt gesta sem heimilisfólks í anddyrinu. Einu sinni varð mér á að gleyma myndavél inni þegar ég var að fara í eina skoðunarferðina og óð ég inn á skónum til að ná í hana. Gestgjafi minn fórnaði blátt áfram höndum og sagði að þetta mætti ég aldrei gera aftur. Þetta þykir hin mesta óvirðing við heimilið. — Stofur Japana eru yfirleitt minni en hér og þó að flestir hafi eina búna vest- rænum húsgögnum nota þeir þó meira þær sem búnar eru hefðbundnum, japönskum húsbúnaði, púðum eða strámottum á gólfi, lágu borði og stórri kommóðu eða skáp. Annað húsmuna er ekki þar inni en veggirnir eru oft fagurlega skreyttir. Á milli herbergja eru notaðar rennihurðir þannig að auðvelt er að opna heilu veggina og gera eitt, stórt herbergi úr minni herbergjum. Þessar hurðir eru með mörgum, litlum gluggum en í stað glers nota þeir sérstaka tegund af pappír. Eldhúsinnréttingar eru hins vegar ekki síður glæsilegar og nýtískulegar en hjá okkur. — Þeir hirða ekki um að einangra hús sín þó það geti orðið mjög kalt á tímabilinu nóvember-desember. Þeim finnst þetta of stuttur tími til að leggja í fjárfestingar vegna kyndingar og kjósa því fremur að dúða sig sem best og harka þannig af sér kuldann. Geishurnar enn í fullu fjöri — Japanir eru mjög strangir með hrein- læti og það að fara í bað er alveg sérstök athöfn. Þegar ég kom heim til húseigand- ans sem ég minntist á áðan eftir fyrstu skoðunarferð okkar beið konan hans eftir okkur með hlaðið matarborð. Hún borðaði þó ekki með okkur, heldur sá um alla þjón- ustu. Það eru nefnilega enn góðir mögu- leikar á að ná sér \eina undirgefna í Japan. Þrátt fyrir þróun í vestræna átt er það enn mjög ríkt i Japönum að konan eigi að vera Frá Tókió. 6 Vikan 38. tbl. fiöskur þeirra uppi í hillum og vita á auga- bragði hvaða flaska tilheyrir hverjum. Og það er sama hvað þeir hafa mikið að gera, þeir gefa sér alltaf tíma til að taka hlýlega á móti nýjum gesti og sjá dyggilega um að glasið hans sé alltaf fullt. Samt sá ég aldrei drukkinn mann á almannafæri. Á öllum þessum veitingastöðum er rækilega séð um að gestirnir hafi alltaf eitthvað að narta í með áfenginu. Ég var t.d. mjög undrandi á því að sjá þarna þjóðarrétt Islendinga, harðfisk. Þeir framleiða lika eigin viski úr skoskum hráefnum og vinsælustu drykkirnir eru viskí og bjór. — Japanir eru afar ræðnir og vingjarn- legir við ókunnuga og voru mjög forvitnir um Island. Að vísu vissu margir ekki hvar það var og rugluðu því saman við írland. Ég tók það því til bragðs að ganga alltaf með lítið heimskort í vasanum til að geta leitt þá i allan sannleika um sögueyna. Yfir- manni sínum auðsveip og húsmóðirin er yfirleitt heima og sér um heimilið. — Á meðan ég snæddi fyllti þessi ágæta kona baðkerið af heitu vatni og færði mér baðslopp og aðra inniskó. Ég fór siðan i kerið og þvoði mér vandlega. Seinna komst ég svo að þvi að þarna hafði mér aldeilis orðið á i messunni. Það er alls ekki ætlast til að fólk þvoi sér í baðkerinu heldur á það bara að liggja þar og slappa af eftir að hafa þvegið sér í sturtu. — Hvort tími geishanna sé liðinn? Nei, nei, það eru alls staðar til geishuhús i Japan, allt frá ódýrum mellubúlum og upp í rándýr huggunarhús þar sem fágaðar geishur nudda streituna úr örmagna viðskiptajöfrum og ljá þeim þolin- mótt eyra. — Annars sækja Japanir sína föstu afþreyingarstaði, hvort sem um er að ræða krá eða diskótek. Þar geyma barþjónarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.